Bóluefni Novavax veitir 90 prósenta vörn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2021 22:00 Bráðabirgðaniðurstöður á þriðju fasa rannsókn Novavax á bóluefni framleiðandans gegn Covid-19 benda til að efnið veiti um 90 prósenta vörn gegn veirunni. EPA/JIM LO SCALZO Bóluefni lyfjaframleiðandans Novavax veitir 89 prósent virkni gegn kórónuveirunni. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum þriðja fasa rannsóknar sem gerð var á Bretlandi. Bóluefnið virðist einnig virka gegn suðurafríska afbrigði veirunnar, þó ekki eins vel. Tilkynnt var um niðurstöður rannsóknarinnar í kvöld en vísindamenn hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir því að óljóst hefur verið hvort bóluefni gegn Covid-19 veiti vörn gegn nokkrum nýjum afbrigðum veirunnar. Þá er einnig mikil þörf á að bóluefni afhendist hraðar en hingað til, en mikill framleiðsluvandi er hjá þeim lyfjaframleiðendum sem þegar hafa hafið afhendingar á bóluefnum. Fréttastofa AP greinir frá. Rannsóknin er enn í gangi en í henni taka 15 þúsund manns þátt á Bretlandi. Bráðabirgðaniðurstöður leiða það þó í ljós að hingað til hafa aðeins 62 af þessum 15 þúsund þátttakendum greinst smitaðir af veirunni og aðeins sex þeirra höfðu fengið bóluefnið en hinir höfðu fengið lyfleysu. Þátttakendurnir smituðust allir á tímabili þar sem mikil aukning var í kórónuveirusmitum á Bretlandi vegna útbreiðslu breska afbrigðis veirunnar sem virðist meira smitandi en önnur afbrigði. Þá sýna bráðabirgðarniðurstöður að helmingur þeirra þátttakenda sem greindust smitaðir hafi smitast af stökkbreytta afbrigðinu. Novavax heldur því fram að bóluefnið veiti nánast 96 prósenta vörn gegn eldri afbrigðum veirunnar og 86 prósenta vörn gegn breska afbrigði veirunnar. Vísindamenn hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna nýs afbrigðis veirunnar sem fyrst greindist í Suður-Afríku en það er talið meira smitandi og óljóst var hvort bóluefnin sem þróuð hafa verið gegn veirunni verkuðu á afbrigðið. Niðurstöður annarrar rannsóknar á vegum Novavax gefur til kynna að bóluefnið verki ekki nærri eins vel gegn suðurafríska afbrigðinu eins og gegn hinu breska. Sú rannsókn var gerð í Suður-Afríku og var hluti þátttakenda HIV-jákvæður. Meðal HIV-jákvæðra þátttakenda virðist bóluefnið gefa 60 prósenta vörn gegn suðurafríska afbrigðinu. Hjá öllum þátttakendum, þar á meðal þeirra sem ekki eru HIV-jákvæðir, virðist bóluefnið gefa um 49 prósenta vörn gegn suðurafríska afbrigðinu að sögn Novavax. Samkvæmt nýjum rannsóknum virðast um 90 prósent einstaklinga sem greinst hafa smitaðir af Covid-19 í Suður-Afríku hafa smitast af suðurafríska afbrigðinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Tengdar fréttir Heita því að flýta ekki bóluefni um of Níu evrópskir og bandarískir lyfjarisar hafa heitið því að fylgja í hvívetna vísindalegum viðmiðum við þróun bóluefnis vegna Covid-19 og að freistast ekki til þess að flýta þróun á kostnað gæða. 8. september 2020 14:47 Suðurafríska afbrigðið greinist í Bandaríkjunum Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem fyrst greindist í Suður-Afríku, greindist í Bandaríkjunum í dag. Tveir einstaklingar greindust smitaðir af afbrigðinu í Suður-Karólínu í dag og segja heilbrigðisyfirvöld það nánast víst að fleiri hafi smitast af afbrigðinu en hafi enn ekki greinst. 28. janúar 2021 20:46 Bóluefni Pfizer virðist virka bæði gegn breska og suðurafríska afbrigðinu Vísbendingar eru um að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. 28. janúar 2021 12:45 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Sjá meira
Tilkynnt var um niðurstöður rannsóknarinnar í kvöld en vísindamenn hafa lýst yfir miklum áhyggjum yfir því að óljóst hefur verið hvort bóluefni gegn Covid-19 veiti vörn gegn nokkrum nýjum afbrigðum veirunnar. Þá er einnig mikil þörf á að bóluefni afhendist hraðar en hingað til, en mikill framleiðsluvandi er hjá þeim lyfjaframleiðendum sem þegar hafa hafið afhendingar á bóluefnum. Fréttastofa AP greinir frá. Rannsóknin er enn í gangi en í henni taka 15 þúsund manns þátt á Bretlandi. Bráðabirgðaniðurstöður leiða það þó í ljós að hingað til hafa aðeins 62 af þessum 15 þúsund þátttakendum greinst smitaðir af veirunni og aðeins sex þeirra höfðu fengið bóluefnið en hinir höfðu fengið lyfleysu. Þátttakendurnir smituðust allir á tímabili þar sem mikil aukning var í kórónuveirusmitum á Bretlandi vegna útbreiðslu breska afbrigðis veirunnar sem virðist meira smitandi en önnur afbrigði. Þá sýna bráðabirgðarniðurstöður að helmingur þeirra þátttakenda sem greindust smitaðir hafi smitast af stökkbreytta afbrigðinu. Novavax heldur því fram að bóluefnið veiti nánast 96 prósenta vörn gegn eldri afbrigðum veirunnar og 86 prósenta vörn gegn breska afbrigði veirunnar. Vísindamenn hafa lýst yfir miklum áhyggjum vegna nýs afbrigðis veirunnar sem fyrst greindist í Suður-Afríku en það er talið meira smitandi og óljóst var hvort bóluefnin sem þróuð hafa verið gegn veirunni verkuðu á afbrigðið. Niðurstöður annarrar rannsóknar á vegum Novavax gefur til kynna að bóluefnið verki ekki nærri eins vel gegn suðurafríska afbrigðinu eins og gegn hinu breska. Sú rannsókn var gerð í Suður-Afríku og var hluti þátttakenda HIV-jákvæður. Meðal HIV-jákvæðra þátttakenda virðist bóluefnið gefa 60 prósenta vörn gegn suðurafríska afbrigðinu. Hjá öllum þátttakendum, þar á meðal þeirra sem ekki eru HIV-jákvæðir, virðist bóluefnið gefa um 49 prósenta vörn gegn suðurafríska afbrigðinu að sögn Novavax. Samkvæmt nýjum rannsóknum virðast um 90 prósent einstaklinga sem greinst hafa smitaðir af Covid-19 í Suður-Afríku hafa smitast af suðurafríska afbrigðinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Tengdar fréttir Heita því að flýta ekki bóluefni um of Níu evrópskir og bandarískir lyfjarisar hafa heitið því að fylgja í hvívetna vísindalegum viðmiðum við þróun bóluefnis vegna Covid-19 og að freistast ekki til þess að flýta þróun á kostnað gæða. 8. september 2020 14:47 Suðurafríska afbrigðið greinist í Bandaríkjunum Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem fyrst greindist í Suður-Afríku, greindist í Bandaríkjunum í dag. Tveir einstaklingar greindust smitaðir af afbrigðinu í Suður-Karólínu í dag og segja heilbrigðisyfirvöld það nánast víst að fleiri hafi smitast af afbrigðinu en hafi enn ekki greinst. 28. janúar 2021 20:46 Bóluefni Pfizer virðist virka bæði gegn breska og suðurafríska afbrigðinu Vísbendingar eru um að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. 28. janúar 2021 12:45 Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Fleiri fréttir Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Sjá meira
Heita því að flýta ekki bóluefni um of Níu evrópskir og bandarískir lyfjarisar hafa heitið því að fylgja í hvívetna vísindalegum viðmiðum við þróun bóluefnis vegna Covid-19 og að freistast ekki til þess að flýta þróun á kostnað gæða. 8. september 2020 14:47
Suðurafríska afbrigðið greinist í Bandaríkjunum Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, sem fyrst greindist í Suður-Afríku, greindist í Bandaríkjunum í dag. Tveir einstaklingar greindust smitaðir af afbrigðinu í Suður-Karólínu í dag og segja heilbrigðisyfirvöld það nánast víst að fleiri hafi smitast af afbrigðinu en hafi enn ekki greinst. 28. janúar 2021 20:46
Bóluefni Pfizer virðist virka bæði gegn breska og suðurafríska afbrigðinu Vísbendingar eru um að bóluefni Pfizer og BioNTech við Covid-19 virki vel gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar sem kennd hafa verið við Bretland og Suður-Afríku. 28. janúar 2021 12:45