Nýi Keflvíkingurinn vinsæll en á ekki roð í litlu systur á samfélagsmiðlum Sindri Sverrisson skrifar 4. febrúar 2021 08:00 Max Montana er með hátt í 20 þúsund fylgjendur á TikTok og tæplega 40 þúsund á Instagram en systir hans er þó mun vinsælli. TikTok og Instagram/@maxx.montana Nýjasti liðsmaður körfuboltaliðs Keflavíkur væri eflaust titlaður samfélagsmiðlastjarna ef hann væri íslenskur. Hann breytti nafninu sínu til að geta borið það fram og ætti að geta þreytt frumraun sína á Íslandi í stórleiknum gegn KR annað kvöld. Max Montana er 25 ára gamall Bandaríkjamaður með þýskt vegabréf. Hann er mættur til landsins og ætti að losna úr sóttkví áður en topplið Keflavíkur fer í Vesturbæinn á morgun. Montana hét áður Max Hoetzel en faðir hans er Þjóðverji og móðir hans Dani. Hann viðurkenndi í viðtali við San Diego Union-Tribune að til að bera Hoetzel-nafnið fram þyrftu menn að tala reiprennandi þýsku. Hann ætti sjálfur í vandræðum með að bera það rétt fram. Föður þessa hávaxna körfuboltamanns leiddist alltaf að fólk kynni ekki að skrifa nafnið eða bera það fram. Á endanum skiptu Max og systur hans yfir í Montana, sem áður var millinafn sem foreldrar þeirra völdu vegna þess hve hrifin þau urðu af fylkinu. View this post on Instagram A post shared by @maxx.montana Max og systur hans eru nokkuð vinsæl á samfélagsmiðlum. Max er til að mynda með tæplega 40 þúsund fylgjendur á Instagram og um 20 þúsund á Youtube og TikTok. Yngri systir hans, Luna, er þó mun vinsælli með tæplega 600 þúsund áskrifendur á Youtube-rás sinni og 244 þúsund fylgjendur á Instagram. Eldri systirin, söngkonan Zolita, er með hátt í 200 þúsund hlustendur í mánuði á Spotify. Max hefur spilað í tveimur efstu deildum Þýskalands eftir að hann hætti námi í Bandaríkjunum og gerðist atvinnumaður 2018. Síðast lék hann þó í Bandaríkjunum, í G-deildinni svokölluðu sem er eins konar þróunardeild fyrir NBA-deildina þar sem hvert lið tengist liði úr NBA-deildinni. Max lék fyrir Greensboro Swarm, sem tengist Charlotte Hornets, og skoraði 3,7 stig að meðaltali í leik. Keflvíkingar binda miklar vonir við að að Max Montana styrki liðið í baráttunni sem framundan er í Dominos-deildinni en þeir eru á toppi deildarinnar með 12 stig eftir sjö umferðir. KR, sem er handhafi sex síðustu Íslandsmeistaratitla, er með átta stig. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍR 86-79 | Keflvíkingar svöruðu skellinum með sigri Borche Ilievski sagði í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leik að sínir menn yrðu að mæta mjög agaðir til leiks gegn góðu liði Keflavíkur en það gekk ekki alveg eftir. Heimamenn byrjuðu leikinn af mun meiri krafti. 1. febrúar 2021 19:51 Keflavík og ÍR fá rúmlega tveggja metra menn Keflavík og ÍR hafa styrkt sig fyrir komandi átök í Domino’s deild karla en liðin tilkynntu um nýja leikmenn um helgina. 31. janúar 2021 12:16 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Sjá meira
Max Montana er 25 ára gamall Bandaríkjamaður með þýskt vegabréf. Hann er mættur til landsins og ætti að losna úr sóttkví áður en topplið Keflavíkur fer í Vesturbæinn á morgun. Montana hét áður Max Hoetzel en faðir hans er Þjóðverji og móðir hans Dani. Hann viðurkenndi í viðtali við San Diego Union-Tribune að til að bera Hoetzel-nafnið fram þyrftu menn að tala reiprennandi þýsku. Hann ætti sjálfur í vandræðum með að bera það rétt fram. Föður þessa hávaxna körfuboltamanns leiddist alltaf að fólk kynni ekki að skrifa nafnið eða bera það fram. Á endanum skiptu Max og systur hans yfir í Montana, sem áður var millinafn sem foreldrar þeirra völdu vegna þess hve hrifin þau urðu af fylkinu. View this post on Instagram A post shared by @maxx.montana Max og systur hans eru nokkuð vinsæl á samfélagsmiðlum. Max er til að mynda með tæplega 40 þúsund fylgjendur á Instagram og um 20 þúsund á Youtube og TikTok. Yngri systir hans, Luna, er þó mun vinsælli með tæplega 600 þúsund áskrifendur á Youtube-rás sinni og 244 þúsund fylgjendur á Instagram. Eldri systirin, söngkonan Zolita, er með hátt í 200 þúsund hlustendur í mánuði á Spotify. Max hefur spilað í tveimur efstu deildum Þýskalands eftir að hann hætti námi í Bandaríkjunum og gerðist atvinnumaður 2018. Síðast lék hann þó í Bandaríkjunum, í G-deildinni svokölluðu sem er eins konar þróunardeild fyrir NBA-deildina þar sem hvert lið tengist liði úr NBA-deildinni. Max lék fyrir Greensboro Swarm, sem tengist Charlotte Hornets, og skoraði 3,7 stig að meðaltali í leik. Keflvíkingar binda miklar vonir við að að Max Montana styrki liðið í baráttunni sem framundan er í Dominos-deildinni en þeir eru á toppi deildarinnar með 12 stig eftir sjö umferðir. KR, sem er handhafi sex síðustu Íslandsmeistaratitla, er með átta stig. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍR 86-79 | Keflvíkingar svöruðu skellinum með sigri Borche Ilievski sagði í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leik að sínir menn yrðu að mæta mjög agaðir til leiks gegn góðu liði Keflavíkur en það gekk ekki alveg eftir. Heimamenn byrjuðu leikinn af mun meiri krafti. 1. febrúar 2021 19:51 Keflavík og ÍR fá rúmlega tveggja metra menn Keflavík og ÍR hafa styrkt sig fyrir komandi átök í Domino’s deild karla en liðin tilkynntu um nýja leikmenn um helgina. 31. janúar 2021 12:16 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Fyrsti sigur Vals í rúman mánuð Uppgjörið, myndir og viðtöl: Grindavík - Stjarnan 63-65 | Stjörnusigur í Smáranum Elvar rólegur í tapi í Tyrklandi Halldór Armand greinir klæðaburð körfuboltaþjálfara Aðeins ein með „stærri“ þrennu í sögu deildarinnar Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Miklu betri og stærri þjálfarar en ég sem hafa verið reknir“ Ákvað að yfirgefa KR Íslendingur með sviðsljósið á sér fyrir NBA leik Pavel um endurkomu Borche: „Rétti maðurinn á þessum tímapunkti“ Maté hættir með Hauka Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Jón Axel frábær í sigri toppliðsins „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Landsliðsmenn Stjörnunnar skoruðu saman 53 stig í fyrri hálfleik Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Þór Þ. 124-82 | Þórsarar kjöldregnir í Garðabænum Pavel um leikjamet Óla Óla fyrir Grindavík: „Ég reyndi að eyðileggja þetta“ Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - ÍR 86-79 | Keflvíkingar svöruðu skellinum með sigri Borche Ilievski sagði í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leik að sínir menn yrðu að mæta mjög agaðir til leiks gegn góðu liði Keflavíkur en það gekk ekki alveg eftir. Heimamenn byrjuðu leikinn af mun meiri krafti. 1. febrúar 2021 19:51
Keflavík og ÍR fá rúmlega tveggja metra menn Keflavík og ÍR hafa styrkt sig fyrir komandi átök í Domino’s deild karla en liðin tilkynntu um nýja leikmenn um helgina. 31. janúar 2021 12:16