Freista þess að leysa bílastæðavanda með því að bólusetja í Laugardalshöll Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. febrúar 2021 20:58 Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir undirbúning að opnun fjöldabólusetningarmiðstöðvar í Laugardalshöll ekki tengjast mögulegum samningi við Pfizer um bólusetningu allrar þjóðarinnar. Hann býst við að bólusetningarmiðstöð í Laugardalshöll verði tekin í notkun á miðvikudaginn. „Við erum að reyna að leysa þessi bílastæðamál. Það hefur aðeins verið hamlandi þáttur á Suðurlandsbrautinni þessi bílastæðamál þannig að við ætlum að athuga hvort að þetta geti gengið þægilegar í gegn, ef að við erum með meiri bílastæði þannig að við ætlum að prófa Laugardalshöllina,“ segir Óskar en fjallað var um málið í kvöldfréttum Rúv í kvöld. Hann segir undirbúning að opnun fjöldabólusetningarmiðstöðvar í Laugardalshöll ekki vera til marks um að samningur við Pfizer um mögulega bólusetningu allrar þjóðarinnar verði að veruleika. „Við höfum ekki hugmynd um það, við höfum ekkert með það að gera. Þetta er bara til þess að leysa þau mál sem að við erum með akkúrat núna, að bílastæðin hafa verið aðeins hamlandi þáttur. Við tókum eftir því þegar við fengum gamla fólkið að það var hamlandi þáttur, það voru bílastæðin á Suðurlandsbraut. Núna þegar við höldum áfram að bólusetja í febrúar með þessum hætti þá viljum við reyna að passa það að það verði ekki neinn stoppari hjá okkur og að þetta gangi bara vel fyrir sig,“ segir Óskar og ítrekar að þetta hafi ekki neitt með Pfizer-samninga að gera. „Við höfum auðvitað ekki hugmynd um neitt í þeim málum. En við erum eins og skátarnir, ávallt reiðubúin,“ segir Óskar. „Þetta sem við erum að gera núna er bara að leysa bílastæðamálin, svona til að tryggja það að þetta gang þægilegra fyrir sig, að við séum ekki að bíða eftir fólki. Þetta rennur betur í gegn ef að bílastæðin eru góð.“ Bólusetning fer gjarnan fram í nokkrum törnum eftir því sem skammtar berast til landsins af bóluefni. „Við erum ekkert að bólusetja alveg alla daga af því að bóluefnið er ekki það mikið að við þurfum þess. En við viljum bara sjá til þess að það sé ekkert að stranda á okkur,“ segir Óskar. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Við erum að reyna að leysa þessi bílastæðamál. Það hefur aðeins verið hamlandi þáttur á Suðurlandsbrautinni þessi bílastæðamál þannig að við ætlum að athuga hvort að þetta geti gengið þægilegar í gegn, ef að við erum með meiri bílastæði þannig að við ætlum að prófa Laugardalshöllina,“ segir Óskar en fjallað var um málið í kvöldfréttum Rúv í kvöld. Hann segir undirbúning að opnun fjöldabólusetningarmiðstöðvar í Laugardalshöll ekki vera til marks um að samningur við Pfizer um mögulega bólusetningu allrar þjóðarinnar verði að veruleika. „Við höfum ekki hugmynd um það, við höfum ekkert með það að gera. Þetta er bara til þess að leysa þau mál sem að við erum með akkúrat núna, að bílastæðin hafa verið aðeins hamlandi þáttur. Við tókum eftir því þegar við fengum gamla fólkið að það var hamlandi þáttur, það voru bílastæðin á Suðurlandsbraut. Núna þegar við höldum áfram að bólusetja í febrúar með þessum hætti þá viljum við reyna að passa það að það verði ekki neinn stoppari hjá okkur og að þetta gangi bara vel fyrir sig,“ segir Óskar og ítrekar að þetta hafi ekki neitt með Pfizer-samninga að gera. „Við höfum auðvitað ekki hugmynd um neitt í þeim málum. En við erum eins og skátarnir, ávallt reiðubúin,“ segir Óskar. „Þetta sem við erum að gera núna er bara að leysa bílastæðamálin, svona til að tryggja það að þetta gang þægilegra fyrir sig, að við séum ekki að bíða eftir fólki. Þetta rennur betur í gegn ef að bílastæðin eru góð.“ Bólusetning fer gjarnan fram í nokkrum törnum eftir því sem skammtar berast til landsins af bóluefni. „Við erum ekkert að bólusetja alveg alla daga af því að bóluefnið er ekki það mikið að við þurfum þess. En við viljum bara sjá til þess að það sé ekkert að stranda á okkur,“ segir Óskar.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira