Lyfti 528 tonnum á einum sólarhring: „Líður ótrúlega vel“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2021 12:00 Einar lyfti þessari stöng rúmlega níu þúsund sinnum um helgina. Einar Hansberg Árnason lyfti samtals 528 tonnum í fyrradag. Hann sló þar með heimsmetið fyrir samanlagða þyngd í réttstöðulyftu á einum sólarhring. Einar lyfti sextíu og 45 kílóa stöng samtals 9.287 sinnum. Hann tileinkaði metið baráttunni fyrir velferð barna. Hann ræddi um afrekið í Bítinu á Bylgjunni. „Þetta er hvergi skráð í augnablikinu en við þurfum að skila doðranti af gögnum og upptöku og svoleiðis til að fá þetta skráð. Það tekur tólf vikur eða svo,“ sagði Einar. Gamla staðfesta heimsmetið var tæplega 501 tonn en Einar segir að breskur maður hafi lyft 520 tonnum síðasta haust. Markmiðið var því að fara yfir það. Einar hóf að lyfta um hádegið á laugardaginn og lyfti í heilan sólarhring. Hann sagði að gærmorguninn hafi verið ansi erfiður. „Við vorum á góðu róli og góðu plani til níu í gærmorgunn þegar við strönduðum. Þá gat ég næstum því ekki lyft stönginni upp meira. En við vorum búnir að vinna okkur þannig í haginn að við gátum farið niður í 45 kg og héldum sama plani,“ sagði Einar. Klippa: Bítið - Lyfti 528 tonnum Honum eru málefni barna hugleikin. „Stundum þurfum við að hlusta betur á þau. Þau hafa rödd og ekki draga þau í gegnum lífið á okkar forsendum. Flestir eru að gera allt rétt en bara út frá mér, maður er stundum að ströggla og gera mistök. Þannig fór ég að hugsa út í þetta.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Einar vekur athygli á góðum málefnum með einhvers konar þrekraunum. Fyrir nokkrum árum réri hann til dæmis í 55 klukkutíma. „Eins og staðan var klukkan níu í gærmorgun hefði ég gert hitt allan daginn aftur frekar en að lyfta. En þetta var styttri tími,“ sagði Einar sem segist líða vel þrátt fyrir allar lyfturnar um helgina. „Mér líður ótrúlega vel en er alveg stífur og svoleiðis. Ég fór heim og lagði mig aðeins. Ég var reyndar ekki búinn að hitta börnin í rúman sólarhring þannig að maður gaf þeim tíma. Svo pantaði maður pizzu og hafði það gott“ sagði Einar. Kraftlyftingar Bítið Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira
Einar lyfti sextíu og 45 kílóa stöng samtals 9.287 sinnum. Hann tileinkaði metið baráttunni fyrir velferð barna. Hann ræddi um afrekið í Bítinu á Bylgjunni. „Þetta er hvergi skráð í augnablikinu en við þurfum að skila doðranti af gögnum og upptöku og svoleiðis til að fá þetta skráð. Það tekur tólf vikur eða svo,“ sagði Einar. Gamla staðfesta heimsmetið var tæplega 501 tonn en Einar segir að breskur maður hafi lyft 520 tonnum síðasta haust. Markmiðið var því að fara yfir það. Einar hóf að lyfta um hádegið á laugardaginn og lyfti í heilan sólarhring. Hann sagði að gærmorguninn hafi verið ansi erfiður. „Við vorum á góðu róli og góðu plani til níu í gærmorgunn þegar við strönduðum. Þá gat ég næstum því ekki lyft stönginni upp meira. En við vorum búnir að vinna okkur þannig í haginn að við gátum farið niður í 45 kg og héldum sama plani,“ sagði Einar. Klippa: Bítið - Lyfti 528 tonnum Honum eru málefni barna hugleikin. „Stundum þurfum við að hlusta betur á þau. Þau hafa rödd og ekki draga þau í gegnum lífið á okkar forsendum. Flestir eru að gera allt rétt en bara út frá mér, maður er stundum að ströggla og gera mistök. Þannig fór ég að hugsa út í þetta.“ Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Einar vekur athygli á góðum málefnum með einhvers konar þrekraunum. Fyrir nokkrum árum réri hann til dæmis í 55 klukkutíma. „Eins og staðan var klukkan níu í gærmorgun hefði ég gert hitt allan daginn aftur frekar en að lyfta. En þetta var styttri tími,“ sagði Einar sem segist líða vel þrátt fyrir allar lyfturnar um helgina. „Mér líður ótrúlega vel en er alveg stífur og svoleiðis. Ég fór heim og lagði mig aðeins. Ég var reyndar ekki búinn að hitta börnin í rúman sólarhring þannig að maður gaf þeim tíma. Svo pantaði maður pizzu og hafði það gott“ sagði Einar.
Kraftlyftingar Bítið Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Fleiri fréttir Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Sjá meira