ÍR skoraði ekki í sextán mínútur gegn KA og klúðraði þrettán sóknum í röð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. febrúar 2021 15:31 Ekkert gekk hjá ÍR í sókninni í seinni hálfleik gegn KA. vísir/vilhelm ÍR átti í miklum vandræðum í sókninni gegn KA í Olís-deild karla í gær. ÍR-ingar töpuðu leiknum með helmingsmun, 32-16, og skoruðu ekki í sextán mínútur í seinni hálfleik. Sóknarleikur ÍR var ekki burðugur í fyrri hálfleik þar sem liðið skoraði aðeins níu mörk. Hann var hins vegar öllu verri í seinni hálfleiknum. Á 44. mínútu skoraði Dagur Sverrir Kristjánsson fimmtánda mark ÍR og minnkaði muninn í sjö mörk, 22-15. Það reyndist næstsíðasta mark ÍR-inga í leiknum. Breiðhyltingar skoruðu ekki aftur fyrr en á lokamínútunni. Ólafur Haukur Matthíasson batt þá endi á rétt tæplega sextán mínútna markaþurrð ÍR þegar hann minnkaði muninn í 32-16. Þá voru ÍR-ingar tveimur mönnum fleiri. Á þessum sextán mínútna markalausa kafla fóru þrettán sóknir hjá ÍR í röð. ÍR-ingar áttu átta misheppnuð skot og töpuðu boltanum sex sinnum. Nicholas Satchwell, markvörður KA-manna, reyndist ÍR-ingum mjög erfiður og varði sjö skot á þessum kafla. Færeyingurinn varði alls tuttugu skot í leiknum, eða 56 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. „Það fór bara flest allt úrskeiðis hér í dag. Við erum með fyrstu tíu mínúturnar og svo bara gefumst við upp. Við gerum ekki það sem fyrir er lagt. Það var ákveðið leikplan sem við ætluðum að fara eftir og við förum bara ekki eftir því. Við bara þorum ekki. KA strákarnir taka á okkur og við bara bökkum,“ sagði Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, við Vísi eftir leikinn í KA-heimilinu í gær. „Sóknarleikurinn er vandamálið. Við gerum ekki það sem er fyrir lagt. Við höldum í alvörunni að við getum komið driplandi á og sótt í okkur mann í stað þess að koma á ferðinni. Þetta eru engin geimvísindi.“ ÍR hefur tapað öllum sjö leikjum sínum í Olís-deildinni með samtals 61 marks mun. Næsti leikur ÍR er gegn Selfossi í Austurberginu á fimmtudaginn. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla ÍR KA Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Sóknarleikur ÍR var ekki burðugur í fyrri hálfleik þar sem liðið skoraði aðeins níu mörk. Hann var hins vegar öllu verri í seinni hálfleiknum. Á 44. mínútu skoraði Dagur Sverrir Kristjánsson fimmtánda mark ÍR og minnkaði muninn í sjö mörk, 22-15. Það reyndist næstsíðasta mark ÍR-inga í leiknum. Breiðhyltingar skoruðu ekki aftur fyrr en á lokamínútunni. Ólafur Haukur Matthíasson batt þá endi á rétt tæplega sextán mínútna markaþurrð ÍR þegar hann minnkaði muninn í 32-16. Þá voru ÍR-ingar tveimur mönnum fleiri. Á þessum sextán mínútna markalausa kafla fóru þrettán sóknir hjá ÍR í röð. ÍR-ingar áttu átta misheppnuð skot og töpuðu boltanum sex sinnum. Nicholas Satchwell, markvörður KA-manna, reyndist ÍR-ingum mjög erfiður og varði sjö skot á þessum kafla. Færeyingurinn varði alls tuttugu skot í leiknum, eða 56 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. „Það fór bara flest allt úrskeiðis hér í dag. Við erum með fyrstu tíu mínúturnar og svo bara gefumst við upp. Við gerum ekki það sem fyrir er lagt. Það var ákveðið leikplan sem við ætluðum að fara eftir og við förum bara ekki eftir því. Við bara þorum ekki. KA strákarnir taka á okkur og við bara bökkum,“ sagði Kristinn Björgúlfsson, þjálfari ÍR, við Vísi eftir leikinn í KA-heimilinu í gær. „Sóknarleikurinn er vandamálið. Við gerum ekki það sem er fyrir lagt. Við höldum í alvörunni að við getum komið driplandi á og sótt í okkur mann í stað þess að koma á ferðinni. Þetta eru engin geimvísindi.“ ÍR hefur tapað öllum sjö leikjum sínum í Olís-deildinni með samtals 61 marks mun. Næsti leikur ÍR er gegn Selfossi í Austurberginu á fimmtudaginn. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla ÍR KA Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Loksins vann City Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira