Svar við bréfi Lilju gefur vonir um meiri íslensku hjá Disney Sylvía Hall skrifar 8. febrúar 2021 18:11 Lilja segist ætla þrýsta á að verkinu verði flýtt. Fleiri myndir verða aðgengilegar með íslenskri talsetningu og texta á streymisveitunni Disney+ eftir nokkra mánuði. Þetta kemur fram í svari Hans van Rijn, yfirmanns Disney á Norðurlöndunum, við erindi Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra. Lilja sendi nýverið bréf til Bob Chapek, forstjóra Disney, þar sem hún hvatti fyrirtækið til þess að bjóða upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni Disney+. Sagði hún það vera óboðlegt að stórveldi eins og Disney nýtti ekki íslenskar talsetningar og þýðingar, það væri bæði mikilvægt fyrir sjálfsmynd þjóðarinnar og komandi kynslóðir. „Svarið frá Disney er vísbending um góðan vilja. Vinna er hafin við að koma íslenskum skjátextum og talsetningum í notkun á streymisveitunni Disney+, en betur má ef duga skal,“ skrifar Lilja. „Það stefnir í að efnið verði í boði með vorinu, en ég mun þrýsta á um að verkinu verði flýtt.“ Stórmyndir á leiðinni Disney+ varð aðgengileg hér á landi í september síðastliðnum og segir van Rijn fyrirtækið sífellt leita leiða til að laga sig að menningu hvers markaðar. „Það er því ánægjulegt að segja frá því að vinna er nú þegar hafin við að gera þetta að veruleika.“ Meðal fyrstu mynda sem verða aðgengilegar með íslenskri talsetningu eru Lion King, WALL-E og Toy Story myndirnar að sögn van Rijn. Þá eru Cars myndirnar, Frozen 2 og Coco einnig í undirbúningi. „Tæknileg vinna mun taka nokkra mánuði. Ég hlakka til að hafa samband aftur þegar ég get staðfest að myndirnar séu aðgengilegar á Disney+ svo íslenskar fjölskyldur geti notið þeirra.“ „Þið eigið þetta“ Leikarinn Jóhannes Haukur er á meðal þeirra sem hafa þrýst á Disney varðandi talsetningu efnis á Disney+. Hann vakti athygli á málinu á Twitter í lok janúar og hlaut ábendingin góðar undirtektir. Hey @disneyplus why would you sell subscriptions in a region (Iceland to be specific) without making the subtitles and audio for that region available? Why oh why? Iceland has dubbed Disney features and TV shows for decades. You own it, you have it. Please make it available.— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) January 30, 2021 „Hey Disney+, af hverju mynduð þið selja áskriftir án þess gera texta og talsetningu þess svæðis aðgengilega?“ spurði leikarinn á Twitter. Hátt í tvö þúsund manns líkuðu við færslu Jóhannesar, en hann benti í kjölfarið á að íslenska væri eitt elsta tungumál í heimi. Með því að gera talsetningarnar aðgengilegar væri hægt að viðhalda tungumálinu. Icelandic is one of the oldest languages in the world still spoken. Making your Icelandic audio available for the younger generations of Iceland will help preserve our language. Með fyrirfram þökk fyrir áheyrnina og von um skjót viðbrögð. #MakeIcelandicAvailableOnDisneyPlus— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) January 30, 2021 Disney Íslenska á tækniöld Bíó og sjónvarp Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira
Lilja sendi nýverið bréf til Bob Chapek, forstjóra Disney, þar sem hún hvatti fyrirtækið til þess að bjóða upp á íslenska talsetningu og texta á streymisveitu sinni Disney+. Sagði hún það vera óboðlegt að stórveldi eins og Disney nýtti ekki íslenskar talsetningar og þýðingar, það væri bæði mikilvægt fyrir sjálfsmynd þjóðarinnar og komandi kynslóðir. „Svarið frá Disney er vísbending um góðan vilja. Vinna er hafin við að koma íslenskum skjátextum og talsetningum í notkun á streymisveitunni Disney+, en betur má ef duga skal,“ skrifar Lilja. „Það stefnir í að efnið verði í boði með vorinu, en ég mun þrýsta á um að verkinu verði flýtt.“ Stórmyndir á leiðinni Disney+ varð aðgengileg hér á landi í september síðastliðnum og segir van Rijn fyrirtækið sífellt leita leiða til að laga sig að menningu hvers markaðar. „Það er því ánægjulegt að segja frá því að vinna er nú þegar hafin við að gera þetta að veruleika.“ Meðal fyrstu mynda sem verða aðgengilegar með íslenskri talsetningu eru Lion King, WALL-E og Toy Story myndirnar að sögn van Rijn. Þá eru Cars myndirnar, Frozen 2 og Coco einnig í undirbúningi. „Tæknileg vinna mun taka nokkra mánuði. Ég hlakka til að hafa samband aftur þegar ég get staðfest að myndirnar séu aðgengilegar á Disney+ svo íslenskar fjölskyldur geti notið þeirra.“ „Þið eigið þetta“ Leikarinn Jóhannes Haukur er á meðal þeirra sem hafa þrýst á Disney varðandi talsetningu efnis á Disney+. Hann vakti athygli á málinu á Twitter í lok janúar og hlaut ábendingin góðar undirtektir. Hey @disneyplus why would you sell subscriptions in a region (Iceland to be specific) without making the subtitles and audio for that region available? Why oh why? Iceland has dubbed Disney features and TV shows for decades. You own it, you have it. Please make it available.— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) January 30, 2021 „Hey Disney+, af hverju mynduð þið selja áskriftir án þess gera texta og talsetningu þess svæðis aðgengilega?“ spurði leikarinn á Twitter. Hátt í tvö þúsund manns líkuðu við færslu Jóhannesar, en hann benti í kjölfarið á að íslenska væri eitt elsta tungumál í heimi. Með því að gera talsetningarnar aðgengilegar væri hægt að viðhalda tungumálinu. Icelandic is one of the oldest languages in the world still spoken. Making your Icelandic audio available for the younger generations of Iceland will help preserve our language. Með fyrirfram þökk fyrir áheyrnina og von um skjót viðbrögð. #MakeIcelandicAvailableOnDisneyPlus— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) January 30, 2021
Disney Íslenska á tækniöld Bíó og sjónvarp Mest lesið Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Innlent Fleiri fréttir Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Sjá meira