ICE óhlýðnast Biden og flytur börn í upplausnarástand á Haítí Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. febrúar 2021 09:05 Komið hefur til átaka milli lögreglu og mótmælenda, sem vilja forsetann frá. epa/Jean Marc Herve Abelard Bandaríska löggæslustofnunin sem sér um að framfylgja ákvörðunum í útlendingamálum sætir nú mikilli gagnrýni fyrir að hafa flogið með að minnsta kosti 22 börn til Haítí, þvert á yfirlýstan vilja bandarískra stjórnvalda. Stofnunin, kölluð ICE í daglegu tali, virðist komin í hálfgert stríð við ríkisstjórn Joe Biden, sem hyggst láta af harðneskjulegum aðgerðum forvera síns í útlendingamálum. Þannig voru brottvísanirnar í gær þvert á nýútgefna fyrirskipun forsetans um að senda aðeins úr landi þá sem grunaðir eru um hryðjuverk og hættulega dæmda glæpamenn. Brottflutningur fólks til Haítí var stöðvaður á föstudag en í gær voru engu að síður 72 einstaklingar, þar af 21 barn og tveggja mánaða gamalt ungabarn, sendir þangað af ICE. Um var að ræða tvær vélar sem fóru frá Laredo í Texas til Port-au-Prince. „Ég veit ekki hvað er í gangi á milli ICE og Biden-stjórnarinnar en við vitum hvað þarf að gerast: Það verður að stöðva brottflutningana,“ hefur Guardian eftir Guerline Jozef, framkvæmdastjóra samtakanna Haitian Bridge Alliance. Verið að senda „varnarlaus börn inn í brennandi húsið“ Verulegar áhyggjur eru uppi um öryggi barnanna vegna þess ófriðarástands sem nú ríkir á Haítí en þar deila forsetinn og andstæðingar hans um hvenær kjörtímabili hans á að ljúka. Mótmælendur segja að hann hefði átt að láta af völdum 7. febrúar en forsetinn, Jovenel Moise, hyggst sitja sem fastast ár í viðbót. Ríkisstjórn Biden hefur lýst yfir stuðningi við Moise. Jozef segir ekki óhætt að endursenda börn til Haítí einst og ástandið er. „Ég óttast um börnin, sem verið er að senda inn í hringiðu uppreisnar. Þetta er eins og ef hús væri að brenna og í stað þess að bjarga fólki út öryggisins vegna þá séu Bandaríkin að senda varnarlaus börn inn í brennandi húsið.“ Biden hefur heitið því að sýna meiri mannúð í málefnum útlendinga en Donald Trump. Daginn áður en síðarnefndi yfirgaf Hvíta húsið var maður fluttur frá Bandaríkjunum til Haítí sem var hvorki ríkisborgari landsins né hafði nokkurn tímann komið þangað. Bandaríkin Joe Biden Haítí Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Sjá meira
Stofnunin, kölluð ICE í daglegu tali, virðist komin í hálfgert stríð við ríkisstjórn Joe Biden, sem hyggst láta af harðneskjulegum aðgerðum forvera síns í útlendingamálum. Þannig voru brottvísanirnar í gær þvert á nýútgefna fyrirskipun forsetans um að senda aðeins úr landi þá sem grunaðir eru um hryðjuverk og hættulega dæmda glæpamenn. Brottflutningur fólks til Haítí var stöðvaður á föstudag en í gær voru engu að síður 72 einstaklingar, þar af 21 barn og tveggja mánaða gamalt ungabarn, sendir þangað af ICE. Um var að ræða tvær vélar sem fóru frá Laredo í Texas til Port-au-Prince. „Ég veit ekki hvað er í gangi á milli ICE og Biden-stjórnarinnar en við vitum hvað þarf að gerast: Það verður að stöðva brottflutningana,“ hefur Guardian eftir Guerline Jozef, framkvæmdastjóra samtakanna Haitian Bridge Alliance. Verið að senda „varnarlaus börn inn í brennandi húsið“ Verulegar áhyggjur eru uppi um öryggi barnanna vegna þess ófriðarástands sem nú ríkir á Haítí en þar deila forsetinn og andstæðingar hans um hvenær kjörtímabili hans á að ljúka. Mótmælendur segja að hann hefði átt að láta af völdum 7. febrúar en forsetinn, Jovenel Moise, hyggst sitja sem fastast ár í viðbót. Ríkisstjórn Biden hefur lýst yfir stuðningi við Moise. Jozef segir ekki óhætt að endursenda börn til Haítí einst og ástandið er. „Ég óttast um börnin, sem verið er að senda inn í hringiðu uppreisnar. Þetta er eins og ef hús væri að brenna og í stað þess að bjarga fólki út öryggisins vegna þá séu Bandaríkin að senda varnarlaus börn inn í brennandi húsið.“ Biden hefur heitið því að sýna meiri mannúð í málefnum útlendinga en Donald Trump. Daginn áður en síðarnefndi yfirgaf Hvíta húsið var maður fluttur frá Bandaríkjunum til Haítí sem var hvorki ríkisborgari landsins né hafði nokkurn tímann komið þangað.
Bandaríkin Joe Biden Haítí Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Sjá meira