Upptök skjálftans voru um 13,5 kílómetrum norðnorðaustur af Grímsey. Annar skjálfti varð á sömu slóðum að morgni mánudagsins, en sá skjálfti mældist 2,3 að stærð.
Einnig skelfur jörð á Reykjanesskaga, en klukkan 20:33 í gærkvöldi varð skjálfti af stærðinni 2,9 rétt suðaustan við Kleifarvatn. Tilkynningar hafa borist um að sá skjálfti hafi fundist á höfuðborgarsvæðinu.