Bresk stjórnvöld verja tíu ára fangelsisrefsingu fyrir að ljúga um nýleg ferðalög Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2021 14:56 Þeir sem koma frá „rauðum svæðum“ þurfa að dvelja í einangrun á hóteli í tiu daga og greiða fyrir það um 300 þúsund krónur. epa/Andy Rain Bresk stjórnvöld hafa varið þá ákvörðun sína að láta lygar um nýleg ferðalög varða allt að tíu ára fangelsi. Samgönguráðherrann Grant Shapps segir viðurlögin endurspegla alvarleika glæpsins. Nýjar reglur vegna Covid-19 voru kynntar í gær en frá og með mánudeginum munu þeir sem ferðast til Bretlands frá svæðum á svokölluðum „rauða lista“ þurfa að dvelja í tíu daga einangrun á hóteli. Þeir sem gera það ekki eiga yfir höfði sér 5.000 til 10.000 punda sekt en þeir sem gefa rangar upplýsingar um nýleg ferðalög við komuna til landsins geta átt von á því að vera dæmdir í allt að tíu ára fangelsi. Sama refsing og fyrir kynferðisofbeldi „Tíu ár er hámarksrefsing fyrir líflátshótanir, eitranir sem leiða ekki til dauða og kynferðisofbeldi,“ skrifaði Sumption lávarður, fyrrverandi hæstaréttardómari, í Daily Telegraph. Spurði hann að því hvort heilbrigðisráðherrann Matt Hancock teldi virkilega að það að upplýsa ekki um ferð til Portúgal væri alvarlegra en ofbeldisfullir byssuglæpir eða kynferðisbrot gegn börnum. Dominic Grieve, fyrrverandi ríkissaksóknari fyrir England og Wales, sagði viðurlögin mistök og að þeim yrði aldrei beitt. Bólusetning núna og aftur í haust Schapps var spurður út í háar sektir í morgunþættinum BBC Breakfast og sagði að þeir sem yrðu sektaðir um 10.000 pund hefðu „logið og svindlað“ til að verðskulda refsinguna. Hann sagði að um 1.300 einstaklingar kæmu til Bretlands frá rauðu svæðunum í hverri viku en á listanum eru meðal annars Suður-Afríka og Brasilía, þar sem ný afbirgði kórónaveirunnar hafa komið fram og náð mikilli útbreiðslu. Shapps hefur hvatt fólk til að vera ekki að áforma ferðalög, hvorki innanlands né út fyrir landsteinana. Þá sagði Boris Johnson forsætisráðherra að fólk ætti að búa sig undir það að láta bólusetja sig núna og aftur í haust vegna nýrra afbrigða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Ferðalög Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Nýjar reglur vegna Covid-19 voru kynntar í gær en frá og með mánudeginum munu þeir sem ferðast til Bretlands frá svæðum á svokölluðum „rauða lista“ þurfa að dvelja í tíu daga einangrun á hóteli. Þeir sem gera það ekki eiga yfir höfði sér 5.000 til 10.000 punda sekt en þeir sem gefa rangar upplýsingar um nýleg ferðalög við komuna til landsins geta átt von á því að vera dæmdir í allt að tíu ára fangelsi. Sama refsing og fyrir kynferðisofbeldi „Tíu ár er hámarksrefsing fyrir líflátshótanir, eitranir sem leiða ekki til dauða og kynferðisofbeldi,“ skrifaði Sumption lávarður, fyrrverandi hæstaréttardómari, í Daily Telegraph. Spurði hann að því hvort heilbrigðisráðherrann Matt Hancock teldi virkilega að það að upplýsa ekki um ferð til Portúgal væri alvarlegra en ofbeldisfullir byssuglæpir eða kynferðisbrot gegn börnum. Dominic Grieve, fyrrverandi ríkissaksóknari fyrir England og Wales, sagði viðurlögin mistök og að þeim yrði aldrei beitt. Bólusetning núna og aftur í haust Schapps var spurður út í háar sektir í morgunþættinum BBC Breakfast og sagði að þeir sem yrðu sektaðir um 10.000 pund hefðu „logið og svindlað“ til að verðskulda refsinguna. Hann sagði að um 1.300 einstaklingar kæmu til Bretlands frá rauðu svæðunum í hverri viku en á listanum eru meðal annars Suður-Afríka og Brasilía, þar sem ný afbirgði kórónaveirunnar hafa komið fram og náð mikilli útbreiðslu. Shapps hefur hvatt fólk til að vera ekki að áforma ferðalög, hvorki innanlands né út fyrir landsteinana. Þá sagði Boris Johnson forsætisráðherra að fólk ætti að búa sig undir það að láta bólusetja sig núna og aftur í haust vegna nýrra afbrigða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bretland Ferðalög Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira