Flest sem vitað er til að hafi slasast voru stödd í Fukishuma-héraði.
Forsætisráðherra Japans, Yoshihide Suga, segir að engar tilkynningar um dauðsföll vegna skjálftans hafi borist yfirvöldum en 120 manns hafa tilkynnt um meiðsli.
Í næsta mánuði eru tíu ár frá því að jarðskjálfti af stærðinni 9 reið yfir Japan og olli gríðarlegu tjóni og mannfalli. Yfir 20.000 manns létust en skjálftinn olli flóðbylgju og gríðarlegum skemmdum á kjarnorkuveri í Fukushima.
Skjálftinn í gær olli því að rafmagn fór af tæplega milljón heimilum í gær en því hefur nú verið komið aftur á. Þá urðu talsverðar samgöngutruflanir þar sem fresta þurfti lestarferðum á því svæði þar sem skjálftans gætti hvað mest, auk þess sem skjálftinn setti af stað aurskriður sem stífluðu vegi. Búddistahof í borginni Soma hrundi þá til grunna.
Hér að neðan má sjá myndefni frá Japan sem sýnir greinilega þá eyðileggingu sem skjálftinn hafði í för með sér.