Pakistanski herinn mun halda til í grunnbúðum K2 áfram en fylgdarlið göngumannanna er nú á leið heim. Þetta segir Vanessa O‘Brien, sem er í fylgdarliðinu, á Twitter.
Yfirgripsmikil leit hefur farið fram að göngumönnunum í fjallinu, gervihnattamyndir verið skoðaðar, fjallið gengið að hluta og pakistanski herinn hefur leitað úr lofti. Að sögn O‘Brien fundust svefnpokar, rifin tjöld og dýnur á fjallinu en engin ummerki fundust um mennina.
Update on K2 missing #climbers - Pakistan army keeps base camp open, while expedition staff goes home @john_snorri @ali_sadpara @RandhawaAli @AbdulKhalidPTI @RNAKOfficial @GBPolice1422 @rao_ahmad_khan @gilmour_wendy #k2 #K2winter #K2rescue #Legacy pic.twitter.com/JIm9Zem9Te
— Vanessa O'Brien (@vobonline) February 14, 2021
Raja Nasir Ali Kahn, ferðamálaráðherrann á svæðinu sem hefur haft leitina á sínu borði, segir á Twitter að John Snorri hafi verið með tvö tæki, sem gefa frá sér staðsetningarupplýsingar, með sér á fjallinu og fartölvu að auki. Hann hafi skilið fartölvuna og annað staðsetningartækið eftir í grunnbúðunum á K2.
... The last signal was received on 5th Feb at 7:13 am PST at elevation 7843m through that device by LO and other climbers at BC. Sajid was accompanying them during this time. And no signal was received afterward...
— Raja Nasir Ali Khan (@RNAKOfficial) February 14, 2021
Hitt staðsetningartækið hafi hætt að senda frá sér merki 5. febrúar klukkan 7:13 að staðartíma og hafi hann þá verið í 7843 metra hæð. Sajid hafi verið með honum á þeim tímapunkti en engin merki hafa borist frá tækinu síðan.
... Sajid had to fall back to C3 from an elevation of 8100m due to the malfunctioning of his Oxygen Regulator. The LO Capt Haris sent the laptop of Snorri along @EliaSaikaly to Skardu via Heli, whereas the Garmin Tracking Device was still there at BC until 13/2/21 8:00 am.
— Raja Nasir Ali Khan (@RNAKOfficial) February 14, 2021
O‘Brien segir teymið þakklátt stuðningum sem það hefur fundið fyrir frá íbúum Gilgit Baltistan og Skardu en heimamenn hafa hjálpað til við leitina.
Hún segir mikilvægan blaðamannafund fara fram á morgun, mánudaginn 15. febrúar, og segir hún fréttirnar sem þar verða tilkynntar sérstaklega tengjast Ali Sadpara.
„Í dag er Valentínusardagurinn haldinn hátíðlega víða um heim þannig að þið skulið muna að vera góð við hvort annað og minna þá sem standa ykkur nærri á það hvað ykkur þykir vænt um þá,“ skrifar hún í tilkynningunni.
„Þessir þrír sterku og hugrökku fjallagarpar eiga 13 börn, John Snorri Sigurjónsson á 6, Ali Sadpara á 4 og Juan Pablo Mohr á 3, og ég veit að þeir vissu allir hvað fjölskyldur þeirra elska þá mikið,“ skrifar hún.