Línan er frá RARIK og eru menn frá fyrirtækinu rétt ókomnir á staðinn. Það liggur því ekki hvað gerðist nákvæmlega; hvernig línan slitnaði eða hvaðan hún féll.
Vegurinn þar sem línan liggur er lokaður og stjórnar lögreglan umferð um hjáleið sem liggur um Vatnsnesveg (711) og Síðuveg (716). Hjáleiðin er einungis fær jeppum og fólksbílum en þungatakmörkun er 3,5 tonn á þeirri leið.
Vetrarfærð er um norðan- og austanvert landið en þó aðallega á fjallvegum. Vegir eru að mestu greiðfærir um landið sunnanvert.
Þá er óvissustig í gildi í Ólafsfjarðarmúla vegna snjóflóðahættu og vegurinn um Almenninga er opinn en óvissustig er einnig í gildi þar vegna snjóflóðahættu.
Hálka eða hálkublettir eru á vegum á Austurlandi. Þá er ófært á Vatnsskarði eystra og lokað yfir Fjarðarheiði en opnun í bígerð.
Hreindýrahjarðir eru víða við vegi á Austurlandi og hafa meðal annars sést á Jökuldal, Fagradal, Reyðarfirði og í Álftafirði. Vegfarendur eru beðnir um að sýna aðgát.
Nánar um færð og aðstæður á vegum á vef Vegagerðarinnar.
Fréttin var uppfærð kl. 08:34.