Vonar að stærstur hluti þjóðarinnar hafi fengið bólusetningu í sumar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 11:55 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi í liðinni viku. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, vonar að það sama muni vera uppi á teningnum hér á landi hvað bólusetningar varðar og stefnt er að í Danmörku, það er að stærstur hluti þjóðarinnar verði búinn að fá bólusetningu gegn Covid-19 í sumar. Hann minnir þó á að hægt sé að nota ýmsar aðferðir við að reikna sig niður á það hve stóran hluta þjóðarinnar búið verði að bólusetja á ákveðnum tímapunkti. „Það er hægt að nota tölur um dreifingaráætlun fyrirtækjanna, það er hægt að nota tölur um áætlun miðað við það magn sem við ætlum að kaupa og svo framvegis. Þannig að menn geta gert þetta á ýmsa vegu og það er bara mjög ánægjulegt ef Danir reikna sig fram á það á þennan hátt. Ég held að við munum þá geta flotið með þeim og verið í nokkurn veginn í sömu sporum og þeir,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann sagðist sjálfur ætla að halda sig við það hvernig dreifingaráætlun bóluefnaframleiðendanna lítur út og hún liggur ekki fyrir nema út marsmánuð. Þórólfur sagði dreifingaráætlunina enn vera að breytast en sem betur fer frekar á þann veg að við værum að fara fá meira bóluefni heldur en minna. „Við erum hins vegar einungis ennþá með dreifingaráætlun bóluefna út mars og samkvæmt þeim áætlunum sem fyrir liggja þá munum við fá rúmlega 70 þúsund skammta í lok mars en inni í þeirri tölu er ekki magn bóluefna frá AstraZeneca í mars þannig að það er ýmislegt óljóst í þessu en ég held að við getum verið vongóð um það að við munum fara að fá meira af bóluefnum. Raunar bárust þær fréttir frá Danmörku að þeir telja sig geta verið búna að bólusetja flesta núna í sumar og vonandi mun það gilda einnig um okkur,“ sagði Þórólfur og bætti við að hann teldi að betur muni ganga að bólusetja næstu mánuði en talið hefur verið. „En það er erfitt að segja nákvæmlega hversu stóran hluta þjóðarinnar verður búið að bólusetja í sumar, þetta ræðst allt af þeim dreifingaráætlunum sem við munum fá frá framleiðendum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Hann minnir þó á að hægt sé að nota ýmsar aðferðir við að reikna sig niður á það hve stóran hluta þjóðarinnar búið verði að bólusetja á ákveðnum tímapunkti. „Það er hægt að nota tölur um dreifingaráætlun fyrirtækjanna, það er hægt að nota tölur um áætlun miðað við það magn sem við ætlum að kaupa og svo framvegis. Þannig að menn geta gert þetta á ýmsa vegu og það er bara mjög ánægjulegt ef Danir reikna sig fram á það á þennan hátt. Ég held að við munum þá geta flotið með þeim og verið í nokkurn veginn í sömu sporum og þeir,“ sagði Þórólfur á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Hann sagðist sjálfur ætla að halda sig við það hvernig dreifingaráætlun bóluefnaframleiðendanna lítur út og hún liggur ekki fyrir nema út marsmánuð. Þórólfur sagði dreifingaráætlunina enn vera að breytast en sem betur fer frekar á þann veg að við værum að fara fá meira bóluefni heldur en minna. „Við erum hins vegar einungis ennþá með dreifingaráætlun bóluefna út mars og samkvæmt þeim áætlunum sem fyrir liggja þá munum við fá rúmlega 70 þúsund skammta í lok mars en inni í þeirri tölu er ekki magn bóluefna frá AstraZeneca í mars þannig að það er ýmislegt óljóst í þessu en ég held að við getum verið vongóð um það að við munum fara að fá meira af bóluefnum. Raunar bárust þær fréttir frá Danmörku að þeir telja sig geta verið búna að bólusetja flesta núna í sumar og vonandi mun það gilda einnig um okkur,“ sagði Þórólfur og bætti við að hann teldi að betur muni ganga að bólusetja næstu mánuði en talið hefur verið. „En það er erfitt að segja nákvæmlega hversu stóran hluta þjóðarinnar verður búið að bólusetja í sumar, þetta ræðst allt af þeim dreifingaráætlunum sem við munum fá frá framleiðendum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira