Miller varð heimsmeistari í hundrað metra flugsundi 1995 og vann svo til silfurverðlauna í sömu grein á Ólympíuleikunum í Atlanta ári seinna. Hann var einnig hluti af áströlsku boðsundssveitinni sem vann brons á Ólympíuleikunum á heimavelli 2000.
Eftir að Miller hætti að synda virðist hann hafa tekið upp slæma siði. Hann var handtekinn í Sydney í gær ásamt öðrum manni á fimmtugsaldri.
Þeir hafa verið kærðir fyrir eiturlyfjasölu eftir að ástralska lögreglan fann metamfetamín að verðmæti 1,6 milljóna Bandaríkjadala.
Ekki nóg með að vera umsvifamikill dópsali þá gaf lögreglustjórinn John Watson í skyn að Miller stjórnaði glæpasamtökum. „Þetta var ekki lítil aðgerð,“ sagði Watson. „Þeir voru vel skipulagðir og fjársterkir.“
Miller og félagi hans eru nú í gæsluvarðhaldi og hafa verið kærðir fyrir sölu eiturlyfja.