Almenningur ekki í hættu vegna morðmálsins Birgir Olgeirsson skrifar 17. febrúar 2021 18:26 Alls hafa átta verið handteknir vegna rannsóknar á manndrápi í Rauðagerði um liðna helgi. Lögreglan segir rannsókn málsins eina þá umfangsmestu í seinni tíð en tekur fram að almenningur sé ekki í hættu vegna málsins. Fjórir voru handteknir í aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu eftir að húsleit var gerð á þremur stöðum í gær. „Við höfum þegar tekið ákvörðun um að gera kröfu um þrjá í gæsluvarðhald en við erum ekki búin að taka ákvörðun með þann fjórða,“ segir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki ljóst hver beri ábyrgð á árásinni Þáttur þess fjórða sem handtekinn var í gær er enn til skoðunar og því ekki búið að taka ákvörðun um hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum. Allir fjórir sem voru handteknir í gær eru erlendir aðilar. Einn Íslendingur er á meðal þeirra átta sem hafa verið handteknir vegna rannsóknar málsins. Einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins skömmu eftir morðið sem var framið seint á laugardagskvöld. Þrír menn voru handteknir í fyrradag. Tveir þeirra hafa kært ákvörðun um gæsluvarðhald. Margeir segir ekki ljóst hver beri ábyrgð á árásinni. „Það er eitt af því sem við erum að skoða og rannsóknin miðar að. Við erum ekki með það alveg skýrt þó ýmislegt bendi til hver það er, en ég get ekki tjáð mig neitt um það,“ segir Margeir. Ekki er gefið upp hvort skotvopnið sé fundið. Við höfum lagt hald á ýmsa muni, allt frá smámunum og upp í bíla,“ segir Margeir. Njóta aðstoðar Europol og Interpol Lögreglan skoðar hvort málið tengist uppgjöri í undirheimum. „Og við getum lítið sagt um það á þessu stigi. Umfang rannsóknarinnar er mikið. Þetta er með því með stærri rannsóknum í seinni tíð sem við höfum fengist við. Við þurfum okkar tíma til að ná utan um þetta.“ Europol og Interpol aðstoðar lögreglu við upplýsingaöflun vegna rannsóknarinnar. Margeir segir lögreglu hafa heyrt umræðu um það í samfélaginu að almenningur sé mögulega í hættu vegna málsins. „Ef lögreglan hefur vitneskju um að almenningur sé í hættu af hópum eða einstaklingum þá er gripið til ráðstafana. Í þessu máli er það ekki.“ Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Fjórir handteknir til viðbótar vegna morðsins í Rauðagerði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra til viðbótar í þágu rannsóknar hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. Fjórmenningarnir voru handteknir í aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær. 17. febrúar 2021 14:54 Tveir hafa kært til Landsréttar en sá þriðji tók sér frest Tveir þeirra þriggja karlmanna sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Rauðagerði um helgina hafa kært úrskurðinn til Landsréttar. 17. febrúar 2021 10:57 Mennirnir úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald Þrír karlmenn, tveir á fertugsaldri og einn á fimmtugsaldri, voru í kvöld úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur til 23. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 16. febrúar 2021 22:57 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Fjórir voru handteknir í aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu eftir að húsleit var gerð á þremur stöðum í gær. „Við höfum þegar tekið ákvörðun um að gera kröfu um þrjá í gæsluvarðhald en við erum ekki búin að taka ákvörðun með þann fjórða,“ segir Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ekki ljóst hver beri ábyrgð á árásinni Þáttur þess fjórða sem handtekinn var í gær er enn til skoðunar og því ekki búið að taka ákvörðun um hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum. Allir fjórir sem voru handteknir í gær eru erlendir aðilar. Einn Íslendingur er á meðal þeirra átta sem hafa verið handteknir vegna rannsóknar málsins. Einn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins skömmu eftir morðið sem var framið seint á laugardagskvöld. Þrír menn voru handteknir í fyrradag. Tveir þeirra hafa kært ákvörðun um gæsluvarðhald. Margeir segir ekki ljóst hver beri ábyrgð á árásinni. „Það er eitt af því sem við erum að skoða og rannsóknin miðar að. Við erum ekki með það alveg skýrt þó ýmislegt bendi til hver það er, en ég get ekki tjáð mig neitt um það,“ segir Margeir. Ekki er gefið upp hvort skotvopnið sé fundið. Við höfum lagt hald á ýmsa muni, allt frá smámunum og upp í bíla,“ segir Margeir. Njóta aðstoðar Europol og Interpol Lögreglan skoðar hvort málið tengist uppgjöri í undirheimum. „Og við getum lítið sagt um það á þessu stigi. Umfang rannsóknarinnar er mikið. Þetta er með því með stærri rannsóknum í seinni tíð sem við höfum fengist við. Við þurfum okkar tíma til að ná utan um þetta.“ Europol og Interpol aðstoðar lögreglu við upplýsingaöflun vegna rannsóknarinnar. Margeir segir lögreglu hafa heyrt umræðu um það í samfélaginu að almenningur sé mögulega í hættu vegna málsins. „Ef lögreglan hefur vitneskju um að almenningur sé í hættu af hópum eða einstaklingum þá er gripið til ráðstafana. Í þessu máli er það ekki.“
Morð í Rauðagerði Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Fjórir handteknir til viðbótar vegna morðsins í Rauðagerði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra til viðbótar í þágu rannsóknar hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. Fjórmenningarnir voru handteknir í aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær. 17. febrúar 2021 14:54 Tveir hafa kært til Landsréttar en sá þriðji tók sér frest Tveir þeirra þriggja karlmanna sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Rauðagerði um helgina hafa kært úrskurðinn til Landsréttar. 17. febrúar 2021 10:57 Mennirnir úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald Þrír karlmenn, tveir á fertugsaldri og einn á fimmtugsaldri, voru í kvöld úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur til 23. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 16. febrúar 2021 22:57 Mest lesið Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Máttu ekki banna fréttamenn AP Erlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Innlent Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Fleiri fréttir Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Sjá meira
Fjórir handteknir til viðbótar vegna morðsins í Rauðagerði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur handtekið fjóra til viðbótar í þágu rannsóknar hennar á manndrápi í Rauðagerði um síðustu helgi. Fjórmenningarnir voru handteknir í aðgerðum lögreglu á höfuðborgarsvæðinu í gær. 17. febrúar 2021 14:54
Tveir hafa kært til Landsréttar en sá þriðji tók sér frest Tveir þeirra þriggja karlmanna sem úrskurðaðir voru í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi vegna rannsóknar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á manndrápi í Rauðagerði um helgina hafa kært úrskurðinn til Landsréttar. 17. febrúar 2021 10:57
Mennirnir úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald Þrír karlmenn, tveir á fertugsaldri og einn á fimmtugsaldri, voru í kvöld úrskurðaðir í vikulangt gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur til 23. febrúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 16. febrúar 2021 22:57