Hundrað þúsund dánir í Afríku vegna Covid-19 Samúel Karl Ólason skrifar 19. febrúar 2021 16:18 Frá jarðarför í Suður-Afríku. AP/Themba Hadebe Fjöldi þeirra sem hafa dáið vegna Covid-19 í Afríku er kominn yfir hundrað þúsund, svo vitað sé. Ráðamönnum heimsálfunnar hefur verið hrósað fyrir góð viðbrögð við upphaflegu flóðbylgju heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19, en ný bylgja virðist nú ganga þar yfir. Í síðustu viku var opinberað að dauðsföllum vegna sjúkdómsins hefði fjölgað um 40 prósent undanfarinn mánuð, samanborið við mánuðinn þar á undan. Þá höfðu 22 þúsund manns dáið á einum mánuði. Heilbrigðisstarfsmenn víða í Afríku eru undir miklu álagi og þurfa þar að auki að eiga við skort á súrefni. John Nkengasong, yfirmaður Afríkudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir í viðtali við AP fréttaveituna að heimsálfan sé í viðkvæmari stöðu en talið er og óttast hann að íbúar Afríku séu farnir að taka dauðsföllum eins og sjálfsögðum hlut. Í 21 ríki heimsálfunnar er dánarhlutfallið hærra en á heimsvísu. Nkengasong segir þó að útlitið sé ekki svo slæmt þessa dagana. Hann vonast til þess að búið verði að bólusetja 35 til 40 prósent íbúa Afríku í lok þessa árs og 60 prósent í lok þess næsta. Í Afríku búa um 1,3 milljarður manna í 54 ríkjum. Í upphafi heimsfaraldursins var óttast að nýja kórónuveiran gæti leikið heimsálfuna grátt. Þar standa heilbrigðiskerfi höllum fæti og ef veiran náði mikilli dreifingu var talið að þau myndu gefa eftir. Over 3.7 million confirmed #COVID19 cases on the African continent - with more than 3.3 million recoveries & 100,000 deaths cumulatively. View country figures & more with the WHO African Region COVID-19 Dashboard: https://t.co/FKav40Cbdd pic.twitter.com/QPT56AL81b— WHO African Region (@WHOAFRO) February 19, 2021 Til marks um áhyggjurnar spáði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) því í apríl í fyrra að 300 þúsund Afríkubúar gætu dáið á árinu. Áður hafði Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður WHO, lýst Afríku sem púðurtunnu og sagði að yfirvöld heimsálfunnar þyrftu að búa sig undir það versta. Tansanía sér á báti Í Tansaníu, þar sem um sextíu milljónir búa, hættu yfirvöld að uppfæra tölfræði um faraldurinn í fyrra og John Magufuli, forseti landsins, lýsti því yfir að nýja kórónuveiran hefði verið sigruð. Guð hefði fjarlægt hana frá Tansaníu. Í frétt AP segir að á samfélagmiðlum megi greina auknar áhyggjur íbúa Tansaníu af fjölgun dauðsfalla þar í landi. Margir hafi sagt fjölskyldumeðlimi sína hafa dáið vegna öndunarerfiðleika. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tansanía Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Í síðustu viku var opinberað að dauðsföllum vegna sjúkdómsins hefði fjölgað um 40 prósent undanfarinn mánuð, samanborið við mánuðinn þar á undan. Þá höfðu 22 þúsund manns dáið á einum mánuði. Heilbrigðisstarfsmenn víða í Afríku eru undir miklu álagi og þurfa þar að auki að eiga við skort á súrefni. John Nkengasong, yfirmaður Afríkudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir í viðtali við AP fréttaveituna að heimsálfan sé í viðkvæmari stöðu en talið er og óttast hann að íbúar Afríku séu farnir að taka dauðsföllum eins og sjálfsögðum hlut. Í 21 ríki heimsálfunnar er dánarhlutfallið hærra en á heimsvísu. Nkengasong segir þó að útlitið sé ekki svo slæmt þessa dagana. Hann vonast til þess að búið verði að bólusetja 35 til 40 prósent íbúa Afríku í lok þessa árs og 60 prósent í lok þess næsta. Í Afríku búa um 1,3 milljarður manna í 54 ríkjum. Í upphafi heimsfaraldursins var óttast að nýja kórónuveiran gæti leikið heimsálfuna grátt. Þar standa heilbrigðiskerfi höllum fæti og ef veiran náði mikilli dreifingu var talið að þau myndu gefa eftir. Over 3.7 million confirmed #COVID19 cases on the African continent - with more than 3.3 million recoveries & 100,000 deaths cumulatively. View country figures & more with the WHO African Region COVID-19 Dashboard: https://t.co/FKav40Cbdd pic.twitter.com/QPT56AL81b— WHO African Region (@WHOAFRO) February 19, 2021 Til marks um áhyggjurnar spáði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) því í apríl í fyrra að 300 þúsund Afríkubúar gætu dáið á árinu. Áður hafði Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður WHO, lýst Afríku sem púðurtunnu og sagði að yfirvöld heimsálfunnar þyrftu að búa sig undir það versta. Tansanía sér á báti Í Tansaníu, þar sem um sextíu milljónir búa, hættu yfirvöld að uppfæra tölfræði um faraldurinn í fyrra og John Magufuli, forseti landsins, lýsti því yfir að nýja kórónuveiran hefði verið sigruð. Guð hefði fjarlægt hana frá Tansaníu. Í frétt AP segir að á samfélagmiðlum megi greina auknar áhyggjur íbúa Tansaníu af fjölgun dauðsfalla þar í landi. Margir hafi sagt fjölskyldumeðlimi sína hafa dáið vegna öndunarerfiðleika.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tansanía Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira