Fékk eiginhandaráritun á óléttubumbuna Sindri Sverrisson skrifar 22. febrúar 2021 12:31 Barnið kemur í heiminn á næstu dögum og spurning hvort foreldrarnir glaðbeittu velji nafn sem á einhvern hátt vísi í Novak Djokovic, sem glaður mundaði pennann. Getty/Graham Denholm Novak Djokovic fékk nokkuð óvenjulega beiðni þegar hann hitti fjölmiðla og aðdáendur á Brighton-ströndinni í Melbourne eftir sigurinn á Opna ástralska mótinu í tennis. Ólétt kona, sem á von á sér eftir aðeins tvo daga, bað nefnilega Djokovic um eiginhandaráritun á magann. Djokovic tók vel í það og eftir að hafa snert maga aðdáandans gætilega teiknaði hann lítið hjarta og skrifaði nafnið sitt. Djokovic á sjálfur tvö börn og sagði fyrr í dag það hafa tekið sinn toll að vera löngum stundum í burtu frá fjölskyldu sinni, sérstaklega nú þegar kórónuveirufaraldurinn geysar og fjölskyldan getur ekki ferðast með honum. „Stundum er eins og hjartað mitt brotni í mél. Ég þarf að endurskoða dagskrána hjá mér miðað við síðasta ár, og árin þar á undan. Auðvitað er það þannig að tíminn í burtu frá fjölskyldunni minni hefur áhrif á mig. Ég þarf að sjá til hvað hægt er að gera vegna þeirra reglna og banna sem eru í gangi um allan heim. Það að geta ekki ferðast með fjölskyldunni er mér mjög erfitt,“ sagði Djokovic. Novak Djokovic með verðlaunagripinn á ströndinni.Getty/Graham Denholm Djokovic ræddi við fleiri aðdáendur á ströndinni og klappaði hundi eins þeirra á milli þess sem hann stillti sér upp með Norman Brookes verðlaunagripinn, sem Serbinn hefur nú unnið níu sinnum. Hann hefur nú unnið 18 risamót og er tveimur titlum frá meti Rogers Federer og Rafaels Nadal. Tennis Ástralía Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Ólétt kona, sem á von á sér eftir aðeins tvo daga, bað nefnilega Djokovic um eiginhandaráritun á magann. Djokovic tók vel í það og eftir að hafa snert maga aðdáandans gætilega teiknaði hann lítið hjarta og skrifaði nafnið sitt. Djokovic á sjálfur tvö börn og sagði fyrr í dag það hafa tekið sinn toll að vera löngum stundum í burtu frá fjölskyldu sinni, sérstaklega nú þegar kórónuveirufaraldurinn geysar og fjölskyldan getur ekki ferðast með honum. „Stundum er eins og hjartað mitt brotni í mél. Ég þarf að endurskoða dagskrána hjá mér miðað við síðasta ár, og árin þar á undan. Auðvitað er það þannig að tíminn í burtu frá fjölskyldunni minni hefur áhrif á mig. Ég þarf að sjá til hvað hægt er að gera vegna þeirra reglna og banna sem eru í gangi um allan heim. Það að geta ekki ferðast með fjölskyldunni er mér mjög erfitt,“ sagði Djokovic. Novak Djokovic með verðlaunagripinn á ströndinni.Getty/Graham Denholm Djokovic ræddi við fleiri aðdáendur á ströndinni og klappaði hundi eins þeirra á milli þess sem hann stillti sér upp með Norman Brookes verðlaunagripinn, sem Serbinn hefur nú unnið níu sinnum. Hann hefur nú unnið 18 risamót og er tveimur titlum frá meti Rogers Federer og Rafaels Nadal.
Tennis Ástralía Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira