Arnar Daði: Við erum bara f******* góðir Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. febrúar 2021 21:26 Grótta - ÍR Olís deild karla vetur 2021 handbolti HSÍ „Þetta er bara frábær sigur, og ég var að segja við strákana að þetta er ekkert sjálfsagt,“ sagði Arnar Daði Arnarsson þjálfari Gróttu eftir sigurinn gegn Selfoss í kvöld. „Miðað við hvað strákarnir eru tilbúnir að leggja á sig og hversu vel undirbúnir strákarnir eru fyrir hvern leik og vinnusemin og allt það þá er þetta kannski ekkert skrítið. Handbolti snýst um að berjast og vera skynsamir og hafa trú á verkefninu, þetta eru ótrúlegir gæjar.“ Mikið jafnræði var með liðunum fyrsta korterið en svo hægt og bítandi tók Grótta völdin og náði góðu forskoti sem þeir létu aldrei af hendi. „Við erum búnir að mæta til leiks í alla leiki hingað til og kannski bara einhver smá skrekkur í byrjun. Auðvitað verður maður að hafa trú á því að maður geti unnið Selfoss, þetta er náttúrulega Íslandsmeistaralið og eitt dýrasta lið landsins þannig við þurfum bara að hafa trú á þessu. Við sjáum svo bara eftir korter að við erum í leik og förum að hafa trú á þessu og við erum bara fokking góðir. Maður reynir að kalla eftir trúnni alla vikuna og þegar að þeir sjá það í miðjum leik, til hvers að hætta þá?“ Grótta spilar gegn Haukum í næsta leik og Arnar talaði stuttlega um hann. „Það eru komnir tveir sigurleikir í röð núna, bæði á móti Fram og Selfoss og Haukarnir eru næstir. Þeir eru eitt af betri liðum landsins þannig að það verður erfitt en við ætlum að reyna að vera eins undirbúnir og við getum fyrir þann leik en maður veit aldrei hvernig leikurinn þróast fyrir fram en við ætlum að vera tilbúnir og grípa tækifærið þegar það gefst.“ Arnar Daði vildi svo ekkert hugsa of mikið út í stöðuna í töflunni, en Grótta getur nú með nokkrum góðum úrslitum í viðbót gert atlögu að úrslitakeppninni. „Ég gerði smá mistök fyrir Þórsleikinn með því að horfa aðeins upp fyrir okkur, en ég talaði um það strax eftir þann leik að við þyrftum að finna grunninn og fylgja okkar gildum og eins ógeðslega leiðinlegt og það hljómar, taka einn leik í einu. Það er bara þannig, við erum að taka einn leik í einu og við reynum að vera tilbúnir fyrir hvern leik. Ég veit að það er viðbjóðslegt að heyra þetta en það er það sem er að koma okkur á þann stað sem við erum, við erum ekkert að hugsa eitthvað lengra.“ Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Grótta 20-26 | Grótta skellti heimamönnum Grótta vann í kvöld sterkan sex marka sigur gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni, lokatölur 20-26. Stefán Huldar átti stórleik í marki Gróttu og var með 19 varin skot, eða um 49% markvörslu. Gestirnir voru sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins og sigurinn verðskuldaður gegn ríkjandi Íslandsmeisturum. 22. febrúar 2021 20:53 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
„Miðað við hvað strákarnir eru tilbúnir að leggja á sig og hversu vel undirbúnir strákarnir eru fyrir hvern leik og vinnusemin og allt það þá er þetta kannski ekkert skrítið. Handbolti snýst um að berjast og vera skynsamir og hafa trú á verkefninu, þetta eru ótrúlegir gæjar.“ Mikið jafnræði var með liðunum fyrsta korterið en svo hægt og bítandi tók Grótta völdin og náði góðu forskoti sem þeir létu aldrei af hendi. „Við erum búnir að mæta til leiks í alla leiki hingað til og kannski bara einhver smá skrekkur í byrjun. Auðvitað verður maður að hafa trú á því að maður geti unnið Selfoss, þetta er náttúrulega Íslandsmeistaralið og eitt dýrasta lið landsins þannig við þurfum bara að hafa trú á þessu. Við sjáum svo bara eftir korter að við erum í leik og förum að hafa trú á þessu og við erum bara fokking góðir. Maður reynir að kalla eftir trúnni alla vikuna og þegar að þeir sjá það í miðjum leik, til hvers að hætta þá?“ Grótta spilar gegn Haukum í næsta leik og Arnar talaði stuttlega um hann. „Það eru komnir tveir sigurleikir í röð núna, bæði á móti Fram og Selfoss og Haukarnir eru næstir. Þeir eru eitt af betri liðum landsins þannig að það verður erfitt en við ætlum að reyna að vera eins undirbúnir og við getum fyrir þann leik en maður veit aldrei hvernig leikurinn þróast fyrir fram en við ætlum að vera tilbúnir og grípa tækifærið þegar það gefst.“ Arnar Daði vildi svo ekkert hugsa of mikið út í stöðuna í töflunni, en Grótta getur nú með nokkrum góðum úrslitum í viðbót gert atlögu að úrslitakeppninni. „Ég gerði smá mistök fyrir Þórsleikinn með því að horfa aðeins upp fyrir okkur, en ég talaði um það strax eftir þann leik að við þyrftum að finna grunninn og fylgja okkar gildum og eins ógeðslega leiðinlegt og það hljómar, taka einn leik í einu. Það er bara þannig, við erum að taka einn leik í einu og við reynum að vera tilbúnir fyrir hvern leik. Ég veit að það er viðbjóðslegt að heyra þetta en það er það sem er að koma okkur á þann stað sem við erum, við erum ekkert að hugsa eitthvað lengra.“
Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Leik lokið: Selfoss - Grótta 20-26 | Grótta skellti heimamönnum Grótta vann í kvöld sterkan sex marka sigur gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni, lokatölur 20-26. Stefán Huldar átti stórleik í marki Gróttu og var með 19 varin skot, eða um 49% markvörslu. Gestirnir voru sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins og sigurinn verðskuldaður gegn ríkjandi Íslandsmeisturum. 22. febrúar 2021 20:53 Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Óðni héldu engin bönd í toppslagnum Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Sjá meira
Leik lokið: Selfoss - Grótta 20-26 | Grótta skellti heimamönnum Grótta vann í kvöld sterkan sex marka sigur gegn Selfoss í Hleðsluhöllinni, lokatölur 20-26. Stefán Huldar átti stórleik í marki Gróttu og var með 19 varin skot, eða um 49% markvörslu. Gestirnir voru sterkari aðilinn stærstan hluta leiksins og sigurinn verðskuldaður gegn ríkjandi Íslandsmeisturum. 22. febrúar 2021 20:53