Sportið í dag: Ætla Blikar að selja manninn sem gæti sótt titilinn í sumar? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. febrúar 2021 14:01 Brynjólfur Andersen Willumsson í leik með Blikum í Pepsi Max deildinni síðasta sumar. Vísir/Vilhelm Blikinn Brynjólfur Andersen Willumsson var til umræðu í nýjasta hlaðvarpsþætti Sportsins í dag og þá sérstaklega mikinn áhugi á stráknum. Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson ræddu tilboð sem hafa borist í Brynjólf sem hefur skorað 7 mörk í 41 leik í Pepsi Max deildinni undanfarin sumur. Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, sagði við fótbolta.net að það væri mikill áhugi á stráknum frá Norðurlöndum. „Einhvers staðar las ég að það sé búið að hafna tilboði frá Noregi og þá er bara tvennt sem kemur til greina. Tilboðið hafi verið lélegt eða Blikar ætla möguleika að halda Brynjólfi út þetta tímabil og reyna virkilega við Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason. „Ég held þeir reyni alltaf við Íslandsmeistaratitilinn hvort sem að Brynjólfur verður eða ekki,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Snýst þetta ekki bara um það að fá sem mest fyrir leikmennina,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Blikarnir hafa sýnt það að þeir standa almennt ekki í vegi fyrir sínum mönnum en þeir sætta sig ekki við að vera að selja sína stráka á einhverju tombóluverði. Þeir vilja bara að sínum leikmönnum sé sýnd sú virðing að þeir fari bara á eðlilegum verðum,“ sagði Henry Birgir. „Brynjólfur mun alltaf fara út í atvinnumennsku en getur hann ekki tekið eitt tímabil í viðbót hérna. Liggur það mikið á,“ spurði Ríkharð. „Það fer bara eftir því hvaða tækifæri hann fær,“ sagði Kjartan Atli. „Ég held að Brynjólfur myndi springa út í Pepsi Max deildinni í sumar,“ sagði Ríkharð. „Það yrði að sjálfsögðu högg fyrir Blikana ef hann spilar ekki með þeim. Við sáum hann bara vaxa og vaxa síðustu tvö sumur og þetta ætti að verða sumarið þar sem hann getur orðið besti leikmaður deildarinnar,“ sagði Henry Birgir. „Hann gæti sótt titilinn fyrir Blikana,“ skaut Ríkharð inn í. Það má heyra allt spjallið um framtíð Brynjólfs í Sportinu í dag en þáttur dagsins er aðgengilegur hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Breiðablik Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Íslenski boltinn Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Sjá meira
Kjartan Atli Kjartansson, Ríkharð Óskar Guðnason og Henry Birgir Gunnarsson ræddu tilboð sem hafa borist í Brynjólf sem hefur skorað 7 mörk í 41 leik í Pepsi Max deildinni undanfarin sumur. Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks, sagði við fótbolta.net að það væri mikill áhugi á stráknum frá Norðurlöndum. „Einhvers staðar las ég að það sé búið að hafna tilboði frá Noregi og þá er bara tvennt sem kemur til greina. Tilboðið hafi verið lélegt eða Blikar ætla möguleika að halda Brynjólfi út þetta tímabil og reyna virkilega við Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason. „Ég held þeir reyni alltaf við Íslandsmeistaratitilinn hvort sem að Brynjólfur verður eða ekki,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson. „Snýst þetta ekki bara um það að fá sem mest fyrir leikmennina,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson. „Blikarnir hafa sýnt það að þeir standa almennt ekki í vegi fyrir sínum mönnum en þeir sætta sig ekki við að vera að selja sína stráka á einhverju tombóluverði. Þeir vilja bara að sínum leikmönnum sé sýnd sú virðing að þeir fari bara á eðlilegum verðum,“ sagði Henry Birgir. „Brynjólfur mun alltaf fara út í atvinnumennsku en getur hann ekki tekið eitt tímabil í viðbót hérna. Liggur það mikið á,“ spurði Ríkharð. „Það fer bara eftir því hvaða tækifæri hann fær,“ sagði Kjartan Atli. „Ég held að Brynjólfur myndi springa út í Pepsi Max deildinni í sumar,“ sagði Ríkharð. „Það yrði að sjálfsögðu högg fyrir Blikana ef hann spilar ekki með þeim. Við sáum hann bara vaxa og vaxa síðustu tvö sumur og þetta ætti að verða sumarið þar sem hann getur orðið besti leikmaður deildarinnar,“ sagði Henry Birgir. „Hann gæti sótt titilinn fyrir Blikana,“ skaut Ríkharð inn í. Það má heyra allt spjallið um framtíð Brynjólfs í Sportinu í dag en þáttur dagsins er aðgengilegur hér fyrir ofan. Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Breiðablik Mest lesið Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Íslenski boltinn Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Enski boltinn Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla „Við erum að reyna að skapa vonir og trú á þetta verkefni“ Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur „Ég skil ekki hvernig við náum ekki að klára þetta“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH VAR í Bestu deildina? Völsungur vann vítaspyrnukeppni á afmælisdeginum Adam Ægir á heimleið Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn
Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn