Flagga í hálfa stöng við bandaríska sendiráðið Eiður Þór Árnason skrifar 23. febrúar 2021 16:29 Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað öllum erlendum sendiráðum að flagga fánanum í hálfa stöng fram á föstudag. Bandaríska sendiráðið Bandaríska fánanum hefur verið flaggað í hálfa stöng við bandaríska sendiráðið hér á landi til að minnast þeirra 500 þúsund einstaklinga sem hafa látist í Bandaríkjunum vegna Covid-19. Hvergi í heiminum eru fleiri skráð dauðsföll af völdum sjúkdómsins og ávarpaði Joe Biden Bandaríkjaforseti þjóð sína í gær í tilefni af þessum sorglega áfanga. Hefur faraldurinn þar með lagt fleiri Bandaríkjamenn að velli en báðar heimsstyrjaldirnar og Víetnamstríðið til samans. Vegna þessa fyrirskipaði Biden að bandaríski fáninn yrði hífður í hálfa stöng fram til sólseturs á föstudag við allar opinberar byggingar, þar með talið erlend sendiráð og herstöðvar. Rúmlega 28 milljónir manna hafa nú smitast af Covid-19 í Bandaríkjunum og er það sömuleiðis hærri tala en í nokkru öðru ríki. Biden bað fólk í gær um að nýta stundina til að minnast þeirra sem látist hafa í faraldrinum og var höfð mínútu þögn á lóðinni fyrir utan Hvíta húsið. Þá hvatti forsetinn landsmenn til að snúa bökum saman í baráttunni við veiruna. Birtu táknræna forsíðu Stórblaðið New York Times minntist áfangans á sunnudag með því að birta hálfa milljón svartra punkta á forsíðu sinni sem tákn fyrir hvern þann sem látið hefur lífið af völdum Covid-19 í landinu. Rétt um ár er síðan fyrsta andlátið var staðfest í Bandaríkjunum. Þann 24. maí í fyrra birti New York Times lista með nöfnum hluta þeirra Bandaríkjamanna sem höfðu týnt lífinu af völdum sjúkdómsins. Þótt þeim hafi farið fækkandi sem greinast með veiruna á degi hverjum í Bandaríkjunum og nú horfi á margan hátt til betri vegar með tilkomu bóluefna eru þó vaxandi áhyggjur uppi vegna nýrra afbrigða veirunnar. Our flag flies at half-staff to honor the more than 500,000 Americans lost to COVID-19. Proclamation by President Joe Biden: https://bitly.com/37DtYnhPosted by US Embassy Reykjavik Iceland on Tuesday, February 23, 2021 Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Biden minntist þeirra sem hafa látist í faraldrinum Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi í tilefni af þeim sorglega áfanga að nú hafa 500 þúsund Bandaríkjamenn dáið af völdum Covid-19, fleiri en í nokkru öðru landi. 23. febrúar 2021 06:49 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Fleiri fréttir Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Sjá meira
Hvergi í heiminum eru fleiri skráð dauðsföll af völdum sjúkdómsins og ávarpaði Joe Biden Bandaríkjaforseti þjóð sína í gær í tilefni af þessum sorglega áfanga. Hefur faraldurinn þar með lagt fleiri Bandaríkjamenn að velli en báðar heimsstyrjaldirnar og Víetnamstríðið til samans. Vegna þessa fyrirskipaði Biden að bandaríski fáninn yrði hífður í hálfa stöng fram til sólseturs á föstudag við allar opinberar byggingar, þar með talið erlend sendiráð og herstöðvar. Rúmlega 28 milljónir manna hafa nú smitast af Covid-19 í Bandaríkjunum og er það sömuleiðis hærri tala en í nokkru öðru ríki. Biden bað fólk í gær um að nýta stundina til að minnast þeirra sem látist hafa í faraldrinum og var höfð mínútu þögn á lóðinni fyrir utan Hvíta húsið. Þá hvatti forsetinn landsmenn til að snúa bökum saman í baráttunni við veiruna. Birtu táknræna forsíðu Stórblaðið New York Times minntist áfangans á sunnudag með því að birta hálfa milljón svartra punkta á forsíðu sinni sem tákn fyrir hvern þann sem látið hefur lífið af völdum Covid-19 í landinu. Rétt um ár er síðan fyrsta andlátið var staðfest í Bandaríkjunum. Þann 24. maí í fyrra birti New York Times lista með nöfnum hluta þeirra Bandaríkjamanna sem höfðu týnt lífinu af völdum sjúkdómsins. Þótt þeim hafi farið fækkandi sem greinast með veiruna á degi hverjum í Bandaríkjunum og nú horfi á margan hátt til betri vegar með tilkomu bóluefna eru þó vaxandi áhyggjur uppi vegna nýrra afbrigða veirunnar. Our flag flies at half-staff to honor the more than 500,000 Americans lost to COVID-19. Proclamation by President Joe Biden: https://bitly.com/37DtYnhPosted by US Embassy Reykjavik Iceland on Tuesday, February 23, 2021
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Biden minntist þeirra sem hafa látist í faraldrinum Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi í tilefni af þeim sorglega áfanga að nú hafa 500 þúsund Bandaríkjamenn dáið af völdum Covid-19, fleiri en í nokkru öðru landi. 23. febrúar 2021 06:49 Mest lesið Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Innlent Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Erlent Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Erlent Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Erlent „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Innlent Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Erlent Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Fleiri fréttir Viðvarandi glitský yfir höfuðstað Norðurlands Þrjátíu ár liðin frá harmleiknum í Súðavík Vilja rektor sem afþakkar „illa fengið fé“ Reikna með 8,4 milljónum farþega Tilkynningum um barnaníð fjölgaði verulega Varað við ísingu með umskiptum í veðri Almennir starfsmenn geti verið leið inn fyrir tölvuþrjóta Foreldrar barna á Brákarborg langþreyttir á fáliðun og reglulegum lokunum Þrjátíu ár liðin frá snjóflóðunum á Súðavík Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Sjá meira
Biden minntist þeirra sem hafa látist í faraldrinum Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði þjóð sína í gærkvöldi í tilefni af þeim sorglega áfanga að nú hafa 500 þúsund Bandaríkjamenn dáið af völdum Covid-19, fleiri en í nokkru öðru landi. 23. febrúar 2021 06:49