Þorvaldur hafði stýrt Þórs liðinu ásamt Halldóri Erni Tryggvasyni en Þór er í næst neðsta sæti deildarinnar með fjögur stig, fimm stigum frá öruggu sæti, eftir ellefu umferðir.
Á heimasíðu Þórs er sagt frá því að það hafi verið ósk Þorvaldar að stíga frá borði en þar er honum þakkað fyrir vel unnin störf.
„Félagið vill þakka Valda fyrir algjörlega ómetanlegt starf í þágu handknattleiksdeildar í gegnum árin og vonast að sjálfsögðu eftir því að fá að njóta krafa hans aftur einhvern tímann síðar,“ sagði í fréttinni.
Þór fær Aftureldingu í heimsókn á morgun en flautað verður til leiks klukkan 16.00 í Höllinni á Akureyri.
Þorvaldur Sigurðsson lætur af störfum sem þjálfari Þórs
Posted by Íþróttafélagið Þór on Laugardagur, 27. febrúar 2021