Eldfjallahópur háskólans vill ekki útiloka kvikuhreyfingar á meira dýpi Elísabet Inga Sigurðardóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 28. febrúar 2021 17:37 Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur hefur unnið að mati á jarðvá á Reykjanesskaga undanfarin ár. Vísir/vilhelm Eldfjalla- og náttúruvárhópur Háskóla Íslands hefur skoðað eldgosavá á Reykjanesskaga frá árinu 2001. Hópurinn segir engin skýr ummerki um kvikuhreyfingar í grynnsta hluta skorpunnar, það er efstu fimm til sex kílómetrar. Hópurinn segir þó ekki hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að jarðeðlisfræðilega vöktunin nær aðeins yfir efsta stökka hluta skorpunnar, þ.e. niður á fimm til sex kílómetra dýpi. „Af þeim sökum segir þessi vöktun lítið sem ekkert um það sem er í gangi í mið- og neðri hluta skorpunnar,“ segir í færslu hópsins. Óvisst hvað sé um að vera neðar í skorpunni Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur er í ofangreindum hópi. Í samtali við fréttastofu segir hann mikilvægt að hafa það í huga að ekki sé hægt að draga ályktanir af því sem er í gangi neðar í skorpunni. Þorvaldur bendir á að bergfræði hrauna á Reykjanesskaga gefi til kynna að stór hluti af þeirri kviku sem hefur myndað hraunin á Reykjanesskaga komi frá kviku geymslum á átta til tíu kílómetra dýpi og í sumum tilfellum hafi kvikan komið af enn meira dýpi. „Viðstaða kviku í grynnsta hluta skorpunnar tengist því fyrst og fremst grunnstæðum innskotum og/eða myndun aðfærsluæða rétt fyrir gos,“ segir í færslunni. Hópurinn segir rétt ályktað að litlar líkur séu á því að atburðir síðustu daga endi með gosi. „En við getum ekki útilokað þann möguleika ef við lítum til lengri tíma, þá gæti svæðið verið að undirbúa sig fyrir eldsumbrot. Hvaða tímaskali það er - það er opið til umræðu,“ segir Þorvaldur í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að ef þessir skjálftar sem riðið hafa yfir undanfarna daga tengjast mikilli færslu á flekaskilunum þá sé líklegt að sú hreyfing sé ekki bundin við efsta hluta skorpunnar. „Heldur nái alveg í gegnum skorpuna og þar af leiðandi hlýtur hún að hafa afleiðingar fyrir hluti sem eru dýpra í skorpunni.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Mælir gegn gönguferðum á Keili vegna skjálfta Kristín Jónsdóttir, jarðvásérfræðingur, mælir ekki með gönguferðum á Keili vegna skjálfta sem nú ganga yfir. 28. febrúar 2021 16:59 Skjálfti að stærðinni 4,3 nú síðdegis Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hann yfir 4,3 að stærð og upptökin einn kílómetra vestur af Keili. 28. febrúar 2021 16:31 Skjálfti að stærð 3,7 mældist kílómetra frá Grindavík GPS mælar voru settir upp hjá Fagradalsfjalli í dag. 28. febrúar 2021 15:09 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira
Hópurinn segir þó ekki hægt að horfa fram hjá þeirri staðreynd að jarðeðlisfræðilega vöktunin nær aðeins yfir efsta stökka hluta skorpunnar, þ.e. niður á fimm til sex kílómetra dýpi. „Af þeim sökum segir þessi vöktun lítið sem ekkert um það sem er í gangi í mið- og neðri hluta skorpunnar,“ segir í færslu hópsins. Óvisst hvað sé um að vera neðar í skorpunni Þorvaldur Þórðarson, jarðfræðingur er í ofangreindum hópi. Í samtali við fréttastofu segir hann mikilvægt að hafa það í huga að ekki sé hægt að draga ályktanir af því sem er í gangi neðar í skorpunni. Þorvaldur bendir á að bergfræði hrauna á Reykjanesskaga gefi til kynna að stór hluti af þeirri kviku sem hefur myndað hraunin á Reykjanesskaga komi frá kviku geymslum á átta til tíu kílómetra dýpi og í sumum tilfellum hafi kvikan komið af enn meira dýpi. „Viðstaða kviku í grynnsta hluta skorpunnar tengist því fyrst og fremst grunnstæðum innskotum og/eða myndun aðfærsluæða rétt fyrir gos,“ segir í færslunni. Hópurinn segir rétt ályktað að litlar líkur séu á því að atburðir síðustu daga endi með gosi. „En við getum ekki útilokað þann möguleika ef við lítum til lengri tíma, þá gæti svæðið verið að undirbúa sig fyrir eldsumbrot. Hvaða tímaskali það er - það er opið til umræðu,“ segir Þorvaldur í samtali við fréttastofu. Hann bendir á að ef þessir skjálftar sem riðið hafa yfir undanfarna daga tengjast mikilli færslu á flekaskilunum þá sé líklegt að sú hreyfing sé ekki bundin við efsta hluta skorpunnar. „Heldur nái alveg í gegnum skorpuna og þar af leiðandi hlýtur hún að hafa afleiðingar fyrir hluti sem eru dýpra í skorpunni.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Mælir gegn gönguferðum á Keili vegna skjálfta Kristín Jónsdóttir, jarðvásérfræðingur, mælir ekki með gönguferðum á Keili vegna skjálfta sem nú ganga yfir. 28. febrúar 2021 16:59 Skjálfti að stærðinni 4,3 nú síðdegis Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hann yfir 4,3 að stærð og upptökin einn kílómetra vestur af Keili. 28. febrúar 2021 16:31 Skjálfti að stærð 3,7 mældist kílómetra frá Grindavík GPS mælar voru settir upp hjá Fagradalsfjalli í dag. 28. febrúar 2021 15:09 Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Sjá meira
Mælir gegn gönguferðum á Keili vegna skjálfta Kristín Jónsdóttir, jarðvásérfræðingur, mælir ekki með gönguferðum á Keili vegna skjálfta sem nú ganga yfir. 28. febrúar 2021 16:59
Skjálfti að stærðinni 4,3 nú síðdegis Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu rétt í þessu. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var hann yfir 4,3 að stærð og upptökin einn kílómetra vestur af Keili. 28. febrúar 2021 16:31
Skjálfti að stærð 3,7 mældist kílómetra frá Grindavík GPS mælar voru settir upp hjá Fagradalsfjalli í dag. 28. febrúar 2021 15:09