Safn um sögu skipsstranda verði í gömlum sveitabæ í Meðallandi Kristján Már Unnarsson skrifar 28. febrúar 2021 21:08 Vera Roth, verkefnastjóri Kirkjubæjarstofu, við bæinn að Hnausum í Meðallandi. Einar Árnason Skaftfellingar vilja taka fornfræg bæjarhús að Hnausum í Skaftárhreppi undir safn um sögu skipsstranda. Strandlengjan úti fyrir Meðallandi var illræmd fyrr á tímum sökum tíðra skipsskaða. Síðasti bóndinn á Hnausum, Vilhjálmur Eyjólfsson, lést árið 2016 og arfleiddi Landgræðsluna að jörðinni. Starfsmenn Kirkjubæjarstofu, þær Lilja Magnúsdóttir og Vera Roth, segja Skaftfellinga vilja gæða gömlu bæjarhúsin lífi á ný, þau elstu eru talin hafa verið risin þegar Eldhraunið rann árið 1783. Lilja Magnúsdóttir er kynningarfulltrúi Skaftárhrepps.Einar Árnason „Þannig að fólk hefur setið þarna í baðstofunni og horft á hraunið nálgast,“ segir Lilja Magnúsdóttir í fréttum Stöðvar 2 en hún er kynningarfulltrúi Skaftárhrepps. En gömlu húsin gegndu einnig því hlutverki að hýsa skipbrotsmenn. „Við viljum í samvinnu við Landgræðsluna setja hér á fót strandminjasafn,“ segir Vera Roth, sem er verkefnastjóri Kirkjubæjarstofu. Þær sjá einnig fyrir sér safn um sögu íslensks menningarheimilis, Vilhjálms og foreldra hans. Vilhjálmur Eyjólfsson, bóndi á Hnausum. Hann lést árið 2016.Atli Rúnar Halldórsson „Við viljum segja frá sögu hans og fjölskyldunnar. Þetta var svona menningarheimili,“ segir Lilja. „Jörðin er nátengd sögu skipsstranda,“ segir Vera en nánar má lesa um það á vefnum Eldsveitir. Þannig eru margir innanstokksmunir á Hnausum úr strönduðum skipum. „Ég mundi segja að þetta var í raun einkennandi fyrir skaftfellska bæi, að þú finnur strandgóss nánast á hverjum bæ,“ segir Vera. Séð yfir bæjarhúsin á Hnausum. Eldhraun og Eldvatn í baksýn. Jörðin er einnig þekkt fyrir brautryðjendastarf á sviði landgræðslu.Einar Árnason Bara í hreppsstjóratíð Eyjólfs Eyjólfssonar, föður Vilhjálms, urðu sextíu skipsskaðar úti fyrir Meðallandi. „Hún er átakasaga. Hún er áhrifarík. Og við teljum að það skipti miklu máli að varðveita hana því að henni er ekki haldið á lofti í dag,“ segir Vera Roth. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Nánar er sagt frá Hnausum í þættinum Um land allt, sem er á dagskrá Stöðvar 2 annaðkvöld, mánudagskvöld, og fjallar um Meðalland. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins: Skaftárhreppur Söfn Um land allt Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Síðasti bóndinn á Hnausum, Vilhjálmur Eyjólfsson, lést árið 2016 og arfleiddi Landgræðsluna að jörðinni. Starfsmenn Kirkjubæjarstofu, þær Lilja Magnúsdóttir og Vera Roth, segja Skaftfellinga vilja gæða gömlu bæjarhúsin lífi á ný, þau elstu eru talin hafa verið risin þegar Eldhraunið rann árið 1783. Lilja Magnúsdóttir er kynningarfulltrúi Skaftárhrepps.Einar Árnason „Þannig að fólk hefur setið þarna í baðstofunni og horft á hraunið nálgast,“ segir Lilja Magnúsdóttir í fréttum Stöðvar 2 en hún er kynningarfulltrúi Skaftárhrepps. En gömlu húsin gegndu einnig því hlutverki að hýsa skipbrotsmenn. „Við viljum í samvinnu við Landgræðsluna setja hér á fót strandminjasafn,“ segir Vera Roth, sem er verkefnastjóri Kirkjubæjarstofu. Þær sjá einnig fyrir sér safn um sögu íslensks menningarheimilis, Vilhjálms og foreldra hans. Vilhjálmur Eyjólfsson, bóndi á Hnausum. Hann lést árið 2016.Atli Rúnar Halldórsson „Við viljum segja frá sögu hans og fjölskyldunnar. Þetta var svona menningarheimili,“ segir Lilja. „Jörðin er nátengd sögu skipsstranda,“ segir Vera en nánar má lesa um það á vefnum Eldsveitir. Þannig eru margir innanstokksmunir á Hnausum úr strönduðum skipum. „Ég mundi segja að þetta var í raun einkennandi fyrir skaftfellska bæi, að þú finnur strandgóss nánast á hverjum bæ,“ segir Vera. Séð yfir bæjarhúsin á Hnausum. Eldhraun og Eldvatn í baksýn. Jörðin er einnig þekkt fyrir brautryðjendastarf á sviði landgræðslu.Einar Árnason Bara í hreppsstjóratíð Eyjólfs Eyjólfssonar, föður Vilhjálms, urðu sextíu skipsskaðar úti fyrir Meðallandi. „Hún er átakasaga. Hún er áhrifarík. Og við teljum að það skipti miklu máli að varðveita hana því að henni er ekki haldið á lofti í dag,“ segir Vera Roth. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Nánar er sagt frá Hnausum í þættinum Um land allt, sem er á dagskrá Stöðvar 2 annaðkvöld, mánudagskvöld, og fjallar um Meðalland. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins:
Skaftárhreppur Söfn Um land allt Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira