Frá því jarðskjálftahrinan hófst þann 24. febrúar með skjálfta af stærð 5,7 og öðrum 5,0 stærð, hafa mælst meira en 11.500 skjálftar. Um 30 þeirra hafa verið yfir 4,0 og um 200 yfir 3,0.
Um klukkan eitt mældist svo skjálfti sem var 3,7 af stærð samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum á vef Veðurstofunnar.
Í tilkynningu Veðurstofunnar segir að svona hrinur sé ekki einsdæmi á þessu svæði. Til dæmis hafi þann 10. júní 1933 mældust fimm skjálftar af stærð 4,9 til 5,9 við Fagradalsfjall.