„Þessir biðlistar eru erfiðir og skaðlegir, sérstaklega fyrir unga krakka“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 2. mars 2021 12:32 Atli Magnússon framkvæmdarstjóri Arnarskóla talar um starf skólans og hvernig hann mætir þörfum barna með þroskafrávik í nýjasta þætti Spjallið með Góðvild. Skjáskot „Með því að byggja upp skólastarfið eins og okkur er kleift að gera þá fá þessir krakkar sama tíma og aðrir krakkar, í öðrum skólum til þess að læra,“ segir Atli Magnússon framkvæmdarstjóri Arnarskóla í viðtali við Spjallið Góðvild. „Þetta er lítill skóli sem við hugsuðum fyrir börn með einhverfu og þroskafrávik sem þurfa mikinn stuðning og heildstætt úrræði til þess að læra og dafna. Við fórum af stað fyrir nokkuð mörgum árum síðan, hópur starfsfólks og foreldra, til að velta fyrir okkur hvernig skóla vantaði í íslenskt skólaumhverfi.“ Arnarskóli er staðsettur á Kópavogsbraut í húsnæði sem er hluti af gamla Kópavogshæli, húsnæði sem er byggt fyrir fötluð börn. Atli segir því húsnæðið henta vel þörfum barnanna og staðsetninguna virkilega góða. Skólastarfið segir hann hannað til að mæta einstaklingsþörfum hvers og eins og megin markmiðið vera það að öll börn geti fengið það skólaumhverfi sem hentar þeirra þörfum. Í ljósi hans reynslu, foreldranna og fagmanna sem voru með í þróuninni, segir hann þörfina á skóla sem gat boðið upp á heildstætt úrræði fyrir börnin hafa verið mjög mikla. Þar sem skóla- og frístundastarfi er fléttað saman. Þar sem krakkarnir eru á sama staðnum, með sama starfsmannahópnum og með fólki sem þeir treysta. Atli segir inntökuna í skólann ekki háða sérstökum greiningum heldur hafi þau ákveðið að líta öðrum augum á það hvernig inngöngunni sé háttað. „Okkar þekking er að vinna með börnum með þroskafrávik. Við hugsum skólann fyrst og fremst fyrir börn með þroskafrávik en það eru engar sérstakar greiningar eða viðmið með þroskatölur. Við viljum þjónusta börn sem þurfa mikinn stuðning. Börn sem við höldum að þurfi á þessum samfellda degi að halda.“ Við leggjum mikla áherslu á einstaklingsmiðað nám og einstaklingsmiðað starf. En á sama tíma erum við að stefna á að geta tekið þátt í hópum og styðja börnin í því að vinna saman, leika saman og læra saman. Við gerum það í skrefum sem hentar hverjum og einum. Atli segir enga tilviljun að flestir skólar Íslandi séu byggðir þannig upp að það sé lært fyrripart dags og svo frístundir seinnipart dags. „Það hentar langflestum börnum að hafa það þannig. En það hentar alls ekki öllum. Þess vegna fórum við af stað með Arnarskóla.“ Þegar hann er spurður hvar íslenskt samfélag standi í málefnum fatlaðra barna segir hann margt á Íslandi vera vel gert en þó vanti þar herslumuninn til að gera það enn betur sem snýr að foreldrum og börnum. „Þessir biðlistar eru erfiðir og skaðlegir, sérstaklega fyrir unga krakka.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Atli Magnússon Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi tvisvar í mánuði en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020. Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Öflugur liðsauki í þættina Spjallið með Góðvild Spjallið með Góðvild eru vikulegir þættir á Vísi þar sem rætt er um málefni langveikra og fatlaðra barna. Megin markmið þáttanna er að lyfta upp umræðu þessa hóps og draga fram í dagsbirtuna málefni sem betur mega fara ásamt því hrósa því sem vel er gert. 25. febrúar 2021 07:01 „Svo eignast ég hjartveikt barn og er bara kýld í magann“ „Það veit enginn hvernig þetta er nema að hafa lent í því. Það getur enginn gert sér það í hugarlund. Þegar ég var að læra hjúkrunarfræði var ég bara með þetta. Svo þegar ég eignast hjartveikt barn er ég bara kýld í magann. Þetta var bara hræðilegt, það hræðilegasta sem hefur gerst og af hverju skilur mig enginn?“ Þetta segir Ellen Helga Steingrímsdóttir móðir hjartveiks barns. 24. febrúar 2021 13:30 Erum við öll geðveik? Í bókinni Vertu úlfur fjallar Héðinn Unnsteinsson um aðdáunarverða baráttu hans við lífið og kerfið. Héðinn hefur látið í sér heyra síðustu ár varðandi geðheilbrigðismál með því að berskjalda sig og sína sögu ásamt því að tala fyrir því að greiningarkerfið sem er notað við að greina geðsjúkdóma sé takmarkað. 24. febrúar 2021 10:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Sjá meira
„Þetta er lítill skóli sem við hugsuðum fyrir börn með einhverfu og þroskafrávik sem þurfa mikinn stuðning og heildstætt úrræði til þess að læra og dafna. Við fórum af stað fyrir nokkuð mörgum árum síðan, hópur starfsfólks og foreldra, til að velta fyrir okkur hvernig skóla vantaði í íslenskt skólaumhverfi.“ Arnarskóli er staðsettur á Kópavogsbraut í húsnæði sem er hluti af gamla Kópavogshæli, húsnæði sem er byggt fyrir fötluð börn. Atli segir því húsnæðið henta vel þörfum barnanna og staðsetninguna virkilega góða. Skólastarfið segir hann hannað til að mæta einstaklingsþörfum hvers og eins og megin markmiðið vera það að öll börn geti fengið það skólaumhverfi sem hentar þeirra þörfum. Í ljósi hans reynslu, foreldranna og fagmanna sem voru með í þróuninni, segir hann þörfina á skóla sem gat boðið upp á heildstætt úrræði fyrir börnin hafa verið mjög mikla. Þar sem skóla- og frístundastarfi er fléttað saman. Þar sem krakkarnir eru á sama staðnum, með sama starfsmannahópnum og með fólki sem þeir treysta. Atli segir inntökuna í skólann ekki háða sérstökum greiningum heldur hafi þau ákveðið að líta öðrum augum á það hvernig inngöngunni sé háttað. „Okkar þekking er að vinna með börnum með þroskafrávik. Við hugsum skólann fyrst og fremst fyrir börn með þroskafrávik en það eru engar sérstakar greiningar eða viðmið með þroskatölur. Við viljum þjónusta börn sem þurfa mikinn stuðning. Börn sem við höldum að þurfi á þessum samfellda degi að halda.“ Við leggjum mikla áherslu á einstaklingsmiðað nám og einstaklingsmiðað starf. En á sama tíma erum við að stefna á að geta tekið þátt í hópum og styðja börnin í því að vinna saman, leika saman og læra saman. Við gerum það í skrefum sem hentar hverjum og einum. Atli segir enga tilviljun að flestir skólar Íslandi séu byggðir þannig upp að það sé lært fyrripart dags og svo frístundir seinnipart dags. „Það hentar langflestum börnum að hafa það þannig. En það hentar alls ekki öllum. Þess vegna fórum við af stað með Arnarskóla.“ Þegar hann er spurður hvar íslenskt samfélag standi í málefnum fatlaðra barna segir hann margt á Íslandi vera vel gert en þó vanti þar herslumuninn til að gera það enn betur sem snýr að foreldrum og börnum. „Þessir biðlistar eru erfiðir og skaðlegir, sérstaklega fyrir unga krakka.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Spjallið með Góðvild - Atli Magnússon Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi tvisvar í mánuði en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Þættirnir Spjallið með Góðvild eru sýndir á Vísi tvisvar í mánuði en einnig er hægt að hlusta á flestum hlaðvarpsstöðvum. Verkefnið er afurð margra ára samstarfs Sigurðar Hólmars Jóhannessonar framkvæmdastjóra Góðvildar og Ágústu Fanneyjar Snorradóttur kvikmyndagerðarkonu og eiganda Mission Framleiðslu. Þættirnir eru nýr vettvangur til að koma málefnum langveikra og fatlaðra barna á framfæri og auka í leiðinni sýnileika fyrir mikilvæg málefni. Hægt er að hafa samband við Sigurð og Ágústu Fanney vegna þáttanna í gegnum vefsíðuna godvild.is eða samfélagsmiðla félagsins. Með því að styrkja Góðvild þá ertu að styðja við langveik og fötluð börn á Íslandi. Styrktarreikningur 0301-26-660117, kennitala 6601172020.
Spjallið með Góðvild Börn og uppeldi Skóla- og menntamál Tengdar fréttir Öflugur liðsauki í þættina Spjallið með Góðvild Spjallið með Góðvild eru vikulegir þættir á Vísi þar sem rætt er um málefni langveikra og fatlaðra barna. Megin markmið þáttanna er að lyfta upp umræðu þessa hóps og draga fram í dagsbirtuna málefni sem betur mega fara ásamt því hrósa því sem vel er gert. 25. febrúar 2021 07:01 „Svo eignast ég hjartveikt barn og er bara kýld í magann“ „Það veit enginn hvernig þetta er nema að hafa lent í því. Það getur enginn gert sér það í hugarlund. Þegar ég var að læra hjúkrunarfræði var ég bara með þetta. Svo þegar ég eignast hjartveikt barn er ég bara kýld í magann. Þetta var bara hræðilegt, það hræðilegasta sem hefur gerst og af hverju skilur mig enginn?“ Þetta segir Ellen Helga Steingrímsdóttir móðir hjartveiks barns. 24. febrúar 2021 13:30 Erum við öll geðveik? Í bókinni Vertu úlfur fjallar Héðinn Unnsteinsson um aðdáunarverða baráttu hans við lífið og kerfið. Héðinn hefur látið í sér heyra síðustu ár varðandi geðheilbrigðismál með því að berskjalda sig og sína sögu ásamt því að tala fyrir því að greiningarkerfið sem er notað við að greina geðsjúkdóma sé takmarkað. 24. febrúar 2021 10:00 Mest lesið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Heitustu trendin árið 2025 Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Heimili Hanks rétt slapp Lífið Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Fleiri fréttir Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Sjá meira
Öflugur liðsauki í þættina Spjallið með Góðvild Spjallið með Góðvild eru vikulegir þættir á Vísi þar sem rætt er um málefni langveikra og fatlaðra barna. Megin markmið þáttanna er að lyfta upp umræðu þessa hóps og draga fram í dagsbirtuna málefni sem betur mega fara ásamt því hrósa því sem vel er gert. 25. febrúar 2021 07:01
„Svo eignast ég hjartveikt barn og er bara kýld í magann“ „Það veit enginn hvernig þetta er nema að hafa lent í því. Það getur enginn gert sér það í hugarlund. Þegar ég var að læra hjúkrunarfræði var ég bara með þetta. Svo þegar ég eignast hjartveikt barn er ég bara kýld í magann. Þetta var bara hræðilegt, það hræðilegasta sem hefur gerst og af hverju skilur mig enginn?“ Þetta segir Ellen Helga Steingrímsdóttir móðir hjartveiks barns. 24. febrúar 2021 13:30
Erum við öll geðveik? Í bókinni Vertu úlfur fjallar Héðinn Unnsteinsson um aðdáunarverða baráttu hans við lífið og kerfið. Héðinn hefur látið í sér heyra síðustu ár varðandi geðheilbrigðismál með því að berskjalda sig og sína sögu ásamt því að tala fyrir því að greiningarkerfið sem er notað við að greina geðsjúkdóma sé takmarkað. 24. febrúar 2021 10:00