Krefjast svara Landspítala í kjölfar ummæla yfirlæknis Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. mars 2021 17:44 Landspítalinn í Fossvogi. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðuneytið hefur óskað eftir því að Landspítalinn staðfesti vilja sinn til þess að annast greiningu leghálssýna vegna krabbameinsskimunar. Fyrirhugað er að skimunin verði flutt til Danmerkur. Í fréttum Ríkisútvarpsins þann 25. febrúar var haft eftir Jóni Gunnlaugi Jónassyni að meinafræðideild Landspítalans gæti tekið að sér rannsókn á leghálssýnum en ekki hafi verið óskað eftir því. Sagði hann „synd að sýni úr íslensku fólki séu send úr landi ef það er óþarfi.“ Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu er óskað eftir því að spítalinn geri grein fyrir því til hvaða aðgerða þyrfti að grípa til að annast skimunina þannig að hún uppfylli viðmið um gæði, öryggi og skilvirkni. Þá er tekið fram að Heilsugæslan hefði beint erindi til Landspítala í júlí á síðasta ári, varðandi greiningu sýna úr leghálskrabbameinsskimunum. Landspítali hafi svarað erindinu í águst og í svarinu hafi komið fram að rannsóknir og greiningar frumusýna í tengslum við skimunina væru frábrugðnar starfi meinafræðideildar spítalans, þarfnaðist sérhæfðs starfsfólks og mjög sérhæfðs tækjabúnaðar, auk viðeigandi húsnæðis. „Mjög lítið af þessu er til staðar á meinafræðideildinni og verður að segjast […] að við teljum ekki ástæðu til að óska eftir að sinna þessari rannsóknarstarfsemi,“ sagði í svari Landspítalans við erindi Heilsugæslunnar á síðasta ári. „Tilvitnað bréf og umræður í kjölfar þess leiddu til þess að heilsugæslan leitaði annarra lausna um greiningu á sýnum og gerði samning til þriggja ára við rannsóknarstofu sjúkrahússins í Hvidovre í Danmörku. Sá samningur er uppsegjanlegur með þriggja mánaða fyrirvara,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins, sem óskar eftir svörum Landspítala við erindinu fyrir 15. mars næstkomandi. Uppfært: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar var því slegið föstu að ummæli yfirlæknis sem vísað er til í tilkynningu stjórnarráðsins væru frá Karli G. Kristinssyni, yfirlækni sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Þetta hefur verið leiðrétt. Heilbrigðismál Heilsugæsla Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Tengdar fréttir Um 350 leghálssýni reyndust „óeðlileg“ Af þeim konum sem fóru í leghálssýnatöku í lok árs 2020 og höfðu ekki fengið niðurstöðu þegar krabbameinsskimanir færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar og Landspítala um áramótin þurfa um 350 að mæta aftur í sýnatöku. 27. febrúar 2021 12:15 Yfirlæknar á Landspítalanum vilja óháða úttekt á flutningi krabbameinsskimunar Samtök yfirlækna á Landspítala segja að yfirvöld hafi hunsað álit fjölmargra fagaðila þegar ákvörðun var tekin um að allar rannsóknir á leghálsskimunarsýnum verði fluttar frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 26. febrúar 2021 18:22 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Í fréttum Ríkisútvarpsins þann 25. febrúar var haft eftir Jóni Gunnlaugi Jónassyni að meinafræðideild Landspítalans gæti tekið að sér rannsókn á leghálssýnum en ekki hafi verið óskað eftir því. Sagði hann „synd að sýni úr íslensku fólki séu send úr landi ef það er óþarfi.“ Í tilkynningu frá heilbrigðisráðuneytinu er óskað eftir því að spítalinn geri grein fyrir því til hvaða aðgerða þyrfti að grípa til að annast skimunina þannig að hún uppfylli viðmið um gæði, öryggi og skilvirkni. Þá er tekið fram að Heilsugæslan hefði beint erindi til Landspítala í júlí á síðasta ári, varðandi greiningu sýna úr leghálskrabbameinsskimunum. Landspítali hafi svarað erindinu í águst og í svarinu hafi komið fram að rannsóknir og greiningar frumusýna í tengslum við skimunina væru frábrugðnar starfi meinafræðideildar spítalans, þarfnaðist sérhæfðs starfsfólks og mjög sérhæfðs tækjabúnaðar, auk viðeigandi húsnæðis. „Mjög lítið af þessu er til staðar á meinafræðideildinni og verður að segjast […] að við teljum ekki ástæðu til að óska eftir að sinna þessari rannsóknarstarfsemi,“ sagði í svari Landspítalans við erindi Heilsugæslunnar á síðasta ári. „Tilvitnað bréf og umræður í kjölfar þess leiddu til þess að heilsugæslan leitaði annarra lausna um greiningu á sýnum og gerði samning til þriggja ára við rannsóknarstofu sjúkrahússins í Hvidovre í Danmörku. Sá samningur er uppsegjanlegur með þriggja mánaða fyrirvara,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins, sem óskar eftir svörum Landspítala við erindinu fyrir 15. mars næstkomandi. Uppfært: Í upprunalegri útgáfu fréttarinnar var því slegið föstu að ummæli yfirlæknis sem vísað er til í tilkynningu stjórnarráðsins væru frá Karli G. Kristinssyni, yfirlækni sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Þetta hefur verið leiðrétt.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Skimun fyrir krabbameini Landspítalinn Tengdar fréttir Um 350 leghálssýni reyndust „óeðlileg“ Af þeim konum sem fóru í leghálssýnatöku í lok árs 2020 og höfðu ekki fengið niðurstöðu þegar krabbameinsskimanir færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar og Landspítala um áramótin þurfa um 350 að mæta aftur í sýnatöku. 27. febrúar 2021 12:15 Yfirlæknar á Landspítalanum vilja óháða úttekt á flutningi krabbameinsskimunar Samtök yfirlækna á Landspítala segja að yfirvöld hafi hunsað álit fjölmargra fagaðila þegar ákvörðun var tekin um að allar rannsóknir á leghálsskimunarsýnum verði fluttar frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 26. febrúar 2021 18:22 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Um 350 leghálssýni reyndust „óeðlileg“ Af þeim konum sem fóru í leghálssýnatöku í lok árs 2020 og höfðu ekki fengið niðurstöðu þegar krabbameinsskimanir færðust frá Krabbameinsfélaginu til heilsugæslunnar og Landspítala um áramótin þurfa um 350 að mæta aftur í sýnatöku. 27. febrúar 2021 12:15
Yfirlæknar á Landspítalanum vilja óháða úttekt á flutningi krabbameinsskimunar Samtök yfirlækna á Landspítala segja að yfirvöld hafi hunsað álit fjölmargra fagaðila þegar ákvörðun var tekin um að allar rannsóknir á leghálsskimunarsýnum verði fluttar frá Íslandi til rannsóknarstofu í Danmörku til greininga. 26. febrúar 2021 18:22