Flugvallarstæði í Hvassahrauni á hættusvæði Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2021 19:21 Mögulegt flugvallastæði í Hvassahrauni. Grafík/HÞ Samgönguráðherra segir að ef umbrotin á Reykjanesi leiði til eldgoss kalli það á endurmat á Hvassahrauni sem flugvallarkosti. Sérfræðingar segja Hvassahraun á hættusvæði, fari að gjósa. Í nýju hraunflæðilíkani er gert ráð fyrir að hraun muni renna í nágrenni og jafnvel yfir mögulegt flugvallastæði í Hvassahrauni eins og sést á bleiku flekkjunum á meðfylgjandi mynd, ef gos hæfist á Reykjanesi í yfirstandandi jarðhræringum. Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur ekki vænlegt að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Hann er einn helstu baráttumanna fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur fái að starfa áfram.Vísir/Vilhelm Njáll Trausti Friðbertsson kom inn á þessi mál í sérstakri umræðu um innviði og þjóðaröryggi á Alþingi í dag. „Værum við til dæmis þessa dagana vel sett með innanlandsflugvöll í Hvassahrauni. Væri það skynsamlegt ef til meiriháttar hamfara kæmi að vera með innanlandsflugið í uppnámi vegna staðsetningar í Hvassahrauni, Reykjanesbrautina lokaða vegna hraunrennslis og þar af leiðandi ótryggar samgöngur við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík,“ spurði Njáll Trausti en hann hefur farið framarlega í baráttunni fyrir því að ekki verði hreyft við Reykjavíkurflugvelli. Samgönguráðherra segir samkomulag við Reykjavíkurborg frá nóvember 2019 um tveggja ára rannsóknir á kostum flugvallar í Hvassahrauni standa. En núverandi staða hljóti að koma til skoðunar í þeim efnum.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samkomulag ríkis og borgar um könnun á kostum Hvassahrauns enn standa. En fyrstu rannsóknum á að ljúka undir lok þessa árs. „Hins vegar er náttúrlega ljóst að ef þarna er að fara að gerast atburðir af þessari stærðargráðu þá mun það örugglega koma til endurmats,“ segir Sigurður Ingi. Þorvaldur Þórðarson sem er einn helsti sérfræðingur landsins í hraunflæði segir að ef eldgos verði á þeim stað sem mestar líkur væru á því nú yrði flugvallarstæði í Hvassahrauni á hættusvæði.Stöð 2/Sigurjón Þorvaldur Þórðarson eldfjallasérfræðingur segir að samkvæmt nýjustu spá myndi annað hvort gjósa rétt sunnan við Keili eða austan við Trölladyngju í Móhálsadal, gjósi á annað borð á næstunni. „Þá myndi hraun flæða norður og niður Hrútagjágengjuna í átt að Hafnarfirði og síðan í áttina líka að fyrirætluðu flugvallarstæði.“ Að hraun færi að minnsta kosti í kringum flugvallarsvæðið og jafnvel á það? „Það gæti þess vegna farið yfir það. En mjög líklega í grennd við það. Einfaldasta leiðin til að líta á þetta er að flugvallarstæðið er inn á hættusvæði hvað hraunflæði varðar,“ segir Þorvaldur Þórðarson. Ljós- og dökkbleiku flekkirnir á þessari mynd frá sérfræðingum Háskóla Íslands sýna hvar hraun mun líklegast flæða gjósi þar sem mestar líkur eru á gosi miðað við stöðuna í dag. Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Í nýju hraunflæðilíkani er gert ráð fyrir að hraun muni renna í nágrenni og jafnvel yfir mögulegt flugvallastæði í Hvassahrauni eins og sést á bleiku flekkjunum á meðfylgjandi mynd, ef gos hæfist á Reykjanesi í yfirstandandi jarðhræringum. Njáll Trausti Friðbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins telur ekki vænlegt að byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Hann er einn helstu baráttumanna fyrir því að Reykjavíkurflugvöllur fái að starfa áfram.Vísir/Vilhelm Njáll Trausti Friðbertsson kom inn á þessi mál í sérstakri umræðu um innviði og þjóðaröryggi á Alþingi í dag. „Værum við til dæmis þessa dagana vel sett með innanlandsflugvöll í Hvassahrauni. Væri það skynsamlegt ef til meiriháttar hamfara kæmi að vera með innanlandsflugið í uppnámi vegna staðsetningar í Hvassahrauni, Reykjanesbrautina lokaða vegna hraunrennslis og þar af leiðandi ótryggar samgöngur við alþjóðaflugvöllinn í Keflavík,“ spurði Njáll Trausti en hann hefur farið framarlega í baráttunni fyrir því að ekki verði hreyft við Reykjavíkurflugvelli. Samgönguráðherra segir samkomulag við Reykjavíkurborg frá nóvember 2019 um tveggja ára rannsóknir á kostum flugvallar í Hvassahrauni standa. En núverandi staða hljóti að koma til skoðunar í þeim efnum.Vísir/Vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir samkomulag ríkis og borgar um könnun á kostum Hvassahrauns enn standa. En fyrstu rannsóknum á að ljúka undir lok þessa árs. „Hins vegar er náttúrlega ljóst að ef þarna er að fara að gerast atburðir af þessari stærðargráðu þá mun það örugglega koma til endurmats,“ segir Sigurður Ingi. Þorvaldur Þórðarson sem er einn helsti sérfræðingur landsins í hraunflæði segir að ef eldgos verði á þeim stað sem mestar líkur væru á því nú yrði flugvallarstæði í Hvassahrauni á hættusvæði.Stöð 2/Sigurjón Þorvaldur Þórðarson eldfjallasérfræðingur segir að samkvæmt nýjustu spá myndi annað hvort gjósa rétt sunnan við Keili eða austan við Trölladyngju í Móhálsadal, gjósi á annað borð á næstunni. „Þá myndi hraun flæða norður og niður Hrútagjágengjuna í átt að Hafnarfirði og síðan í áttina líka að fyrirætluðu flugvallarstæði.“ Að hraun færi að minnsta kosti í kringum flugvallarsvæðið og jafnvel á það? „Það gæti þess vegna farið yfir það. En mjög líklega í grennd við það. Einfaldasta leiðin til að líta á þetta er að flugvallarstæðið er inn á hættusvæði hvað hraunflæði varðar,“ segir Þorvaldur Þórðarson. Ljós- og dökkbleiku flekkirnir á þessari mynd frá sérfræðingum Háskóla Íslands sýna hvar hraun mun líklegast flæða gjósi þar sem mestar líkur eru á gosi miðað við stöðuna í dag.
Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjavíkurflugvöllur Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira