Segir dóttur sína hafa orðið fyrir gríðarlegu áreiti Stefán Árni Pálsson skrifar 3. mars 2021 13:30 Brynjar Karl fer um víðan völl í viðtalinu við Sölva. Körfuknattleiksþjálfarinn Brynjar Karl Sigurðsson hefur undanfarin ár þjálfað ungar stúlkur í körfubolta, sem spila nú með íþróttafélaginu Aþenu en hann er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Kvikmyndin Hækkum Rána sem nýverið kom út og fjallar um ferðalag Brynjars og stúlknanna hefur vakið gífurlegt umtal í samfélaginu. Í þættinum fer hann yfir söguna alla. „Áreitið sem dóttir mín hefur orðið fyrir er þannig að ég gæti verið búinn að fara í forsíður allra blaðanna til að ræða það og kvarta undan því að það sé verið að leggja dóttur mína í einelti. Hún er kölluð lesbía eftir að hafa rakað á sér hárið og hefur orðið fyrir rosalegu áreiti. Síðast fyrir nokkrum dögum sagði stærðfræðikennarinn hennar á samfélagsmiðlum að ég væri Cult-leiðtogi og fleira í þeim dúr og hún náttúrulega les þetta allt saman. Ég spyr mig hver er að áreita börn, en við ætlum ekki að vera nein fórnarlömb í þessu,“ segir Brynjar sem segir að allir sem að verkefninu koma vilji láta gott af sér leiða. Dóttir hans fer með stóra rullu í heimildarmyndinni en hún æfir einmitt með Aþenu. Aldrei jafn stoltur „Hjá okkur í Aþenu fær enginn borgað fyrir að þjálfa, hvorki ég né aðrir. Það er enginn í þessu fyrir peninginn. Mér finnst gott að ég sé ekki að fá borgað, þó ekki nema bara til að ég sé smá fyrirmynd þar. Þegar ég var að þjálfa FSU setti ég milljónir í liðið sjálfur úr eigin vasa og ég er líka að borga með mér í þessu núna í Aþenu. Ég vil láta gott af mér leiða og og hafa góð áhrif og þetta er það sem ég kann best. Að þjálfa. Á öllum mínum 32 ára ferli sem þjálfari hef ég aldrei verið jafnstoltur af neinu liði sem ég hef þjálfað. Fólk verður aðeins að fara að kúpla sig inn á það hversu magnaðar þessar gellur eru. Þær eru algjörlega magnaðar og ég veit ekki hvað ég þarf að gera til að þjálfa aftur svona lið. Þetta var ótrúlegt lið,” segir Brynjar og getur ekki haldið aftur af tárunum þegar hann talar um stelpurnar. Frosti Logason hitti Brynjar og stelpurnar á æfingu í Íslandi í dag á Stöð 2 eins og sjá má hér að neðan. „Þessar stelpur eru svo miklar fyrirmynd og það eiginlega bara breytti heilastarfseminni hjá fólki að mæta á æfingar. Það er svo rosalega uppörvandi að horfa á þetta. En svo var hópnum tvístrað eftir að þær létu medalíurnar falla. Ég man að ég hugsaði þá að minn tími væri bara kominn og ég yrði að hætta og vonandi myndi eitthvað gott sitja eftir hjá þessum stelpum. Svo kemur dóttir mín til mín og segir: „Pabbi, flytjum bara til útlanda” og ég hugsaði með mér að það væri bara góð hugmynd, en mér fannst samt ömurlegt að það væri verið að gengisfella það sem þessar stelpur væru búnar að gera. Þú verður að átta þig á því að þetta er toppurinn á mínum þjálfaraferli. Ég mun aldrei toppa það sem gerðist þegar þær létu medalíurnar falla. Þetta var fullkomið. Ég var búin að hugsa frá byrjun að ég vildi að þessar stelpur tækju pláss, létu í sér heyra, væru óhræddar við að gera mistök og settu sinn eigin standard. Svo ákveða þær þetta sjálfar, æfa þetta og gera þetta svo. Pældu í hvað þú þarft mikið af vitund til að vera 13 ára og fá þessa hugmynd og framkvæma hana. En svo átti bara að moka þessu undir teppið og ofan í skúffu og hvorki KKÍ né íþróttafélögin ætluðu að tala um þetta við stelpurnar. Á einhverjum punkti hugsaði ég að ég ætlaði aldrei að vera gæinn sem væri búinn að standa á bak við þær allan þennan tíma og svo myndi ég bara hætta. Ég fann að ég yrði að halda þessu áfram og þetta mætti ekki deyja.“ Hann segir atvikið þegar stelpurnar létu medalíurnar falla vera magnað og sér finnist það furðulegt að fólk hafi bara talað yfir þær og fram hjá þeim eins og þær væru heilalaus vélmenni. „Ég var búinn að ræða mikið við stelpurnar um það hvort og hvernig þær vildu mótmæla og gerði þeim grein fyrir því að þeir sem tækju slaginn og stæðu í lappirnar fengju sjaldnast viðurkenninguna fyrir það, eins og sagan sýnir okkur aftur og aftur. Hausinn á þeim fór á fullt og það sem gerðist er bara magnað.“ Brynjar á langan feril sem þjálfari, en hrífst ekki af þeirri menningu sem er við lýði hjá mörgum félögum. Í þættinum ræða Sölvi og Brynjar um allt ferlið í kringum kvikmyndina og þjálfunina, feril Brynjars og aðferðir hans og margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Íþróttir barna Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Kvikmyndin Hækkum Rána sem nýverið kom út og fjallar um ferðalag Brynjars og stúlknanna hefur vakið gífurlegt umtal í samfélaginu. Í þættinum fer hann yfir söguna alla. „Áreitið sem dóttir mín hefur orðið fyrir er þannig að ég gæti verið búinn að fara í forsíður allra blaðanna til að ræða það og kvarta undan því að það sé verið að leggja dóttur mína í einelti. Hún er kölluð lesbía eftir að hafa rakað á sér hárið og hefur orðið fyrir rosalegu áreiti. Síðast fyrir nokkrum dögum sagði stærðfræðikennarinn hennar á samfélagsmiðlum að ég væri Cult-leiðtogi og fleira í þeim dúr og hún náttúrulega les þetta allt saman. Ég spyr mig hver er að áreita börn, en við ætlum ekki að vera nein fórnarlömb í þessu,“ segir Brynjar sem segir að allir sem að verkefninu koma vilji láta gott af sér leiða. Dóttir hans fer með stóra rullu í heimildarmyndinni en hún æfir einmitt með Aþenu. Aldrei jafn stoltur „Hjá okkur í Aþenu fær enginn borgað fyrir að þjálfa, hvorki ég né aðrir. Það er enginn í þessu fyrir peninginn. Mér finnst gott að ég sé ekki að fá borgað, þó ekki nema bara til að ég sé smá fyrirmynd þar. Þegar ég var að þjálfa FSU setti ég milljónir í liðið sjálfur úr eigin vasa og ég er líka að borga með mér í þessu núna í Aþenu. Ég vil láta gott af mér leiða og og hafa góð áhrif og þetta er það sem ég kann best. Að þjálfa. Á öllum mínum 32 ára ferli sem þjálfari hef ég aldrei verið jafnstoltur af neinu liði sem ég hef þjálfað. Fólk verður aðeins að fara að kúpla sig inn á það hversu magnaðar þessar gellur eru. Þær eru algjörlega magnaðar og ég veit ekki hvað ég þarf að gera til að þjálfa aftur svona lið. Þetta var ótrúlegt lið,” segir Brynjar og getur ekki haldið aftur af tárunum þegar hann talar um stelpurnar. Frosti Logason hitti Brynjar og stelpurnar á æfingu í Íslandi í dag á Stöð 2 eins og sjá má hér að neðan. „Þessar stelpur eru svo miklar fyrirmynd og það eiginlega bara breytti heilastarfseminni hjá fólki að mæta á æfingar. Það er svo rosalega uppörvandi að horfa á þetta. En svo var hópnum tvístrað eftir að þær létu medalíurnar falla. Ég man að ég hugsaði þá að minn tími væri bara kominn og ég yrði að hætta og vonandi myndi eitthvað gott sitja eftir hjá þessum stelpum. Svo kemur dóttir mín til mín og segir: „Pabbi, flytjum bara til útlanda” og ég hugsaði með mér að það væri bara góð hugmynd, en mér fannst samt ömurlegt að það væri verið að gengisfella það sem þessar stelpur væru búnar að gera. Þú verður að átta þig á því að þetta er toppurinn á mínum þjálfaraferli. Ég mun aldrei toppa það sem gerðist þegar þær létu medalíurnar falla. Þetta var fullkomið. Ég var búin að hugsa frá byrjun að ég vildi að þessar stelpur tækju pláss, létu í sér heyra, væru óhræddar við að gera mistök og settu sinn eigin standard. Svo ákveða þær þetta sjálfar, æfa þetta og gera þetta svo. Pældu í hvað þú þarft mikið af vitund til að vera 13 ára og fá þessa hugmynd og framkvæma hana. En svo átti bara að moka þessu undir teppið og ofan í skúffu og hvorki KKÍ né íþróttafélögin ætluðu að tala um þetta við stelpurnar. Á einhverjum punkti hugsaði ég að ég ætlaði aldrei að vera gæinn sem væri búinn að standa á bak við þær allan þennan tíma og svo myndi ég bara hætta. Ég fann að ég yrði að halda þessu áfram og þetta mætti ekki deyja.“ Hann segir atvikið þegar stelpurnar létu medalíurnar falla vera magnað og sér finnist það furðulegt að fólk hafi bara talað yfir þær og fram hjá þeim eins og þær væru heilalaus vélmenni. „Ég var búinn að ræða mikið við stelpurnar um það hvort og hvernig þær vildu mótmæla og gerði þeim grein fyrir því að þeir sem tækju slaginn og stæðu í lappirnar fengju sjaldnast viðurkenninguna fyrir það, eins og sagan sýnir okkur aftur og aftur. Hausinn á þeim fór á fullt og það sem gerðist er bara magnað.“ Brynjar á langan feril sem þjálfari, en hrífst ekki af þeirri menningu sem er við lýði hjá mörgum félögum. Í þættinum ræða Sölvi og Brynjar um allt ferlið í kringum kvikmyndina og þjálfunina, feril Brynjars og aðferðir hans og margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Íþróttir barna Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira