Jarðskjálfti 8 að stærð á Nýja-Sjáland Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. mars 2021 20:39 Upptök skjálftans voru úti fyrir ströndum Nýja-Sjálands. Getty/Matthew Williams-Ellis/Universal Images Group Jarðskjálfti sem mældist 8 að stærð reið yfir úti fyrir norðurströndum Nýja-Sjálands nú fyrir stundu, eða að morgni föstudags að staðartíma. Þetta er þriðji stóri skjálftinn sem mælst hefur á svæðinu í dag en sá fyrsti mældist 7,2 að stærð um klukkan hálf þrjú að nóttu að staðartíma. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið gefin út vegna skjálftanna. Íbúar sem búa nærri strandlengjunni á Norður-Eyju Nýja-Sjálands eru hvattir til að forða sér hið snarasta hærra upp á land og rýming hefur verið fyrirskipuð á skilgreindum hættusvæðum vegna flóðbylgju. Enn sem komið er hafa ekki borist tilkynningar um tjón eða slys á fólki vegna jarðskjálftanna að því er fram kemur í frétt Guardian. Fyrsti skjálftinn vakti þúsundir íbúa Nýja-Sjálands upp af værum svefni og fannst mörgum sem skjálftinn hafi varað í um eina mínútu að því er fram kemur í umfjöllun nýsjálenska miðilsins New Zealand Herald. Í kjölfarið fylgdu nokkrir eftirskjálftar. „Þetta er sá stærsti sem ég hef nokkurn tímann fundið. Hann hélt endalaust áfram. Ég bý gömlu steinhúsi og ég vissi ekki hvar ég ætti að standa vegna þess að það er allt úr grjóti,“ er haft eftir Helen Bint, íbúa á Chatham-eyju. TSUNAMI WARNING issued following Kermadecs earthquake. People near coast from the BAY OF ISLANDS to WHANGAREI, from MATATA to TOLAGA BAY, and GREAT BARRIER ISLAND must MOVE IMMEDIATELY to nearest high ground, out of all tsunami evacuation zones, or as far inland as possible— National Emergency Management Agency (@NZcivildefence) March 4, 2021 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, tjáir sig um skjálftana á Instagram þar sem hún segist vona að allir séu heilir á húfi. View this post on Instagram A post shared by Jacinda Ardern (@jacindaardern) Fréttin hefur verið uppfærð. Nýja-Sjáland Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Íbúar sem búa nærri strandlengjunni á Norður-Eyju Nýja-Sjálands eru hvattir til að forða sér hið snarasta hærra upp á land og rýming hefur verið fyrirskipuð á skilgreindum hættusvæðum vegna flóðbylgju. Enn sem komið er hafa ekki borist tilkynningar um tjón eða slys á fólki vegna jarðskjálftanna að því er fram kemur í frétt Guardian. Fyrsti skjálftinn vakti þúsundir íbúa Nýja-Sjálands upp af værum svefni og fannst mörgum sem skjálftinn hafi varað í um eina mínútu að því er fram kemur í umfjöllun nýsjálenska miðilsins New Zealand Herald. Í kjölfarið fylgdu nokkrir eftirskjálftar. „Þetta er sá stærsti sem ég hef nokkurn tímann fundið. Hann hélt endalaust áfram. Ég bý gömlu steinhúsi og ég vissi ekki hvar ég ætti að standa vegna þess að það er allt úr grjóti,“ er haft eftir Helen Bint, íbúa á Chatham-eyju. TSUNAMI WARNING issued following Kermadecs earthquake. People near coast from the BAY OF ISLANDS to WHANGAREI, from MATATA to TOLAGA BAY, and GREAT BARRIER ISLAND must MOVE IMMEDIATELY to nearest high ground, out of all tsunami evacuation zones, or as far inland as possible— National Emergency Management Agency (@NZcivildefence) March 4, 2021 Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, tjáir sig um skjálftana á Instagram þar sem hún segist vona að allir séu heilir á húfi. View this post on Instagram A post shared by Jacinda Ardern (@jacindaardern) Fréttin hefur verið uppfærð.
Nýja-Sjáland Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira