Byrja að þróa tækni til að sækja sýni Perseverance og koma þeim til jarðar Samúel Karl Ólason skrifar 5. mars 2021 12:59 Tölvuteiknuð mynd af því hvernig hægt væri að senda jarðvegssýnin frá Mars. NASA/JPL-Caltech Geimvísindastofnun Bandaríkjanna hefur gert samning við fyrirtækið Northrop Gumman Systems um að þróa leið til að koma jarðvegssýnum af yfirborði Mars og til jarðarinnar. Vinna NGS á að hefjast strax og standa yfir í minnst fjórtán mánuði. Vélmennið Perseverance verður notað til að taka sýnin og rannsaka þau og kanna hvort þar megi finna ummerki örvera en með samvinnu NASA og Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) verða þau flutt aftur til jarðar svo hægt verði að rannsaka þau nánar. Ferlið virkar á þá leið að Perseverance sem lenti nýverið á Mars, verður notað til að safna sýnum og koma þeim fyrir í sérstökum ílátum. NASA og ESA munu senda far til Mars sem mun lenda og safna sýnunum saman. Nothrop Gumman Systems á að þróa búnað til að koma sýnunum frá yfirborði Mars til geimfars ESA, sem mun þá vera á braut um Mars og á að flytja sýnin aftur til jarðarinnar. Það mun gera vísindamönnum jarðarinn kleift að rannsaka jarðvegssýnin á mun nákvæmari máta hægt er að gera með þeim vélmennum sem send hafa verið til Mars. Sömuleiðis verður hægt að rannsaka þau seinna meir með tækni sem er ekki til staðar í dag, eins og gert hefur verið við jarðvegssýnin sem flutt voru frá tunglinu árum áður. Markmiðið er auðvitað að finna hvort sýnin innihaldi ummerki örvera sem talið er að gætu hafa lifað á Mars þegar vatn flæddi um yfirborð plánetunnar, fyrir um 3,5 milljörðum ára. Vonast var til þess að hægt yrði að skjóta farinu á loft árið 2026, lenda því á Mars árið 2028 og koma sýnunum til jarðarinnar fyrir árið 2031. Sú áætlun er þó í lausu lofti, ef svo má að orði komast, eftir að nefnd lagði til að henni yrði seinkað. Frekari og ítarlegri upplýsingar um verkefni Perseverance má finna í fréttinni hér að neðan. Geimurinn Tækni Mars Tengdar fréttir NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar. 22. febrúar 2021 23:03 Segir lendingu jeppans mikið afrek Þrautseigja, nýjasti jeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, lenti á Mars í gær. Rektor Háskólans í Reykjavík segir lendinguna stórmerkilegan áfanga. 19. febrúar 2021 19:31 Bein útsending: Sjö mínútur af ótta Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, munu í kvöld gera tilraun til að lenda vélmenninu Perseverance, eða Þrautseigja, á yfirborði Mars eftir tæplega 500 milljón kílómetra ferðalag yfir hálft ár. 18. febrúar 2021 17:00 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Vinna NGS á að hefjast strax og standa yfir í minnst fjórtán mánuði. Vélmennið Perseverance verður notað til að taka sýnin og rannsaka þau og kanna hvort þar megi finna ummerki örvera en með samvinnu NASA og Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) verða þau flutt aftur til jarðar svo hægt verði að rannsaka þau nánar. Ferlið virkar á þá leið að Perseverance sem lenti nýverið á Mars, verður notað til að safna sýnum og koma þeim fyrir í sérstökum ílátum. NASA og ESA munu senda far til Mars sem mun lenda og safna sýnunum saman. Nothrop Gumman Systems á að þróa búnað til að koma sýnunum frá yfirborði Mars til geimfars ESA, sem mun þá vera á braut um Mars og á að flytja sýnin aftur til jarðarinnar. Það mun gera vísindamönnum jarðarinn kleift að rannsaka jarðvegssýnin á mun nákvæmari máta hægt er að gera með þeim vélmennum sem send hafa verið til Mars. Sömuleiðis verður hægt að rannsaka þau seinna meir með tækni sem er ekki til staðar í dag, eins og gert hefur verið við jarðvegssýnin sem flutt voru frá tunglinu árum áður. Markmiðið er auðvitað að finna hvort sýnin innihaldi ummerki örvera sem talið er að gætu hafa lifað á Mars þegar vatn flæddi um yfirborð plánetunnar, fyrir um 3,5 milljörðum ára. Vonast var til þess að hægt yrði að skjóta farinu á loft árið 2026, lenda því á Mars árið 2028 og koma sýnunum til jarðarinnar fyrir árið 2031. Sú áætlun er þó í lausu lofti, ef svo má að orði komast, eftir að nefnd lagði til að henni yrði seinkað. Frekari og ítarlegri upplýsingar um verkefni Perseverance má finna í fréttinni hér að neðan.
Geimurinn Tækni Mars Tengdar fréttir NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar. 22. febrúar 2021 23:03 Segir lendingu jeppans mikið afrek Þrautseigja, nýjasti jeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, lenti á Mars í gær. Rektor Háskólans í Reykjavík segir lendinguna stórmerkilegan áfanga. 19. febrúar 2021 19:31 Bein útsending: Sjö mínútur af ótta Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, munu í kvöld gera tilraun til að lenda vélmenninu Perseverance, eða Þrautseigja, á yfirborði Mars eftir tæplega 500 milljón kílómetra ferðalag yfir hálft ár. 18. febrúar 2021 17:00 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
NASA birtir myndband af lendingu Preseverance á Mars NASA birti í dag myndband af sögulegri lendingu vélmennisins Preseverance á Mars í síðustu viku. Myndbandið sýnir síðustu mínúturnar af, að margra mati spennuþrungnum, aðdragandanum að lendingunni og af lendingunni sjálfri þegar hjól vélmennisins, eða geimjeppans, snertu loks yfirborð plánetunnar. 22. febrúar 2021 23:03
Segir lendingu jeppans mikið afrek Þrautseigja, nýjasti jeppi bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA, lenti á Mars í gær. Rektor Háskólans í Reykjavík segir lendinguna stórmerkilegan áfanga. 19. febrúar 2021 19:31
Bein útsending: Sjö mínútur af ótta Vísindamenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna, NASA, munu í kvöld gera tilraun til að lenda vélmenninu Perseverance, eða Þrautseigja, á yfirborði Mars eftir tæplega 500 milljón kílómetra ferðalag yfir hálft ár. 18. febrúar 2021 17:00