Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Þór Þorlákshöfn 100-116 | Stigastormur í Ólafssal Árni Jóhannsson skrifar 5. mars 2021 20:57 Stigunum rigndi í kvöld. vísir/hulda margrét Eftir jafnan fyrri hálfleik keyrðu Þórsarar yfir Hauka í seinni hálfleik og unnu verðskuldaðan sigur 100-116 er liðin mættust í Domino's deild karla í kvöld. Fyrir leik Hauka og Þórs frá Þorlákshöfn hefði fólki verið fyrirgefið að halda að Þór myndi vinna leikinn. Þeir eru í öðru sæti deildarinnar á meðan Haukar sitja í neðsta sæti og hafa einungis unnið tvo leiki. Leikurinn var liður í 12. umferð Dominos deildar karla og var leikinn í Ólafssal í Hafnarfirði. Leikar enduðu 100-116 fyrir Þór í leik sem bauð upp á úrvals sóknarleik en varnarleikur var af skornum skammti á löngum köflum. Halldór Garðar virðist vera kominn í ígöngur.vísir/huldamargrét Bæði liðin komu mjög heit út í byrjun leiks í kvöld og var mest áhersla lögð á að spila sóknarleik, hvort sem það var meðvitað eða ekki, en þjálfarar liðanna voru örugglega ekki sammála nálgun leikmanna á leiknum. Þegar fyrsti leikhluti var liðinn var staðan 28-29 og bæði lið hittu ótrúlega vel og þá sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línuna. Hittnin hélt áfram að vera góð í öðrum leikhluta á meðan hvorugt lið náði einhverjum tökum á því að stoppa hitt liðið. Stigin hrönnuðust upp og þegar liðin gengu til búningsklefa þá var staðan 57-62 og mikil skemmtun sem hinn borgandi áhorfandi hafði fengið í fyrri hálfleik. Haukar höfðu hitt úr 65% þriggja stiga skota sinna en 13 þannig skot rötuðu ofan. Þór hafði hitt út 58% en þeir höfðu líka reynt meira að keyra á körfuna og sækja villur ásamt því að nýta vítin sín betur og skildi það að í hálfleik. Það var hart barist í kvöld.vísir/huldamargrét Í þriðja leikhluta skildu leiðir. Þór frá Þorlákshöfn ákvað, samkvæmt þjálfara sínum, að spila vörn og náðu þeir hverju varnarstoppinu á fætur öðrum á meðan Haukar voru í rosalegu brasi með þá. Það hjálpaði ekki Haukum að Larry Thomas og Styrmir Snær Þrastarson voru í ógurlegu stuði og skoruðu samtals 68 stig í leiknum þar sem nánast allt saman fór ofan í fyrir þá. Þegar þriðja leikhluta var lokið var staðan orðin 81-96 og Haukar í vondum málum og talaði blaðamaður um það í textalýsingunni að Haukar hefðu þurft á kraftaverki að halda til að ná sigri í leiknum. Það varð raunin og Þórsarar sigldu heim leiknum og verður að segja það að á endanum var þetta öruggt, verðskuldað og ótrúlega góð frammistaða. Sérstaklega sóknarlega. Lokatölur 100-116 og Larry Thomas skilaði 36 stigum í fantaframmistöðu. Afhverju vann Þór Þ.? Þór náði takti og ryþma í varnarleik sinn í leik þar sem sókn og hittni var nafn hans. Eftir jafnan fyrri hálfleik var stigið á bremsuna Þórs megin og Haukar gátu ekki keypt sér körfu á löngum köflum. Gestirnir gengu á lagið og sölluðu stigum á mótherjann og uppskáru fínana sigur. Bestir á vellinum? Þegar velja á menn leiksins verðum við að skipa þeim í sæti 1A og 1B. Larry Thomas var ótrúlegaru og setti upp skotsýningu fyrir þriggja stiga línuna og endaði með 36 stig 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Larry lendir í sæti 1A. Styrmir Snær Þrastarson lendir í sæti 1B og heldur áfram að heilla þjóðina. Þetta tvíeyki er eiginlega fullkomið. Larry er ógnin fyrir utan á meðan Styrmir er áræðinn og kraftmikill og keyrir á körfuna til að ná í sín stig. Styrmir endaði með 32 stig en hann reyndi 13 skot í leiknum og fóru 11 ofan í. Varnarleikurinn var ekki til fyrirmyndar.vísir/huldamargrét Tölfræði sem vakti athygli? Eins og ég ræddi áðan þá skoruðu Haukar úr 65% þriggja stiga skota sinna í fyrri hálfleik og Þórsarar 58%. Haukar voru fljótt komnir undir helmingsnýtingu í seinni hálfleik og það skilaði sér í því að þeim tókst ekki að skora á löngum köflum. Þór hélt svipaðri prósentu lengur í sínum leik og það sást á forskotinu sem þeir náðu sem mest varð 21 stig. Hvað næst? Það er stórleikur í næstu umferð. Þór Þ. og Keflavík mætast í uppgjöri toppliðanna. Ef Þór vinnur þann leik jafna þeir Keflvíkingana að stigum í töflunni. Haukar taka á móti Njarðvíkingum en þeim síðastnefndu hefur ekki gengið nógu vel undanfarið og því er tækifæri fyrir Hauka að ná í sigur þar. Israel Martin: Áttu einum gír meira „Þeir virtust eiga einum gír fleiri heldur en við“, sagði Israel Martin þjálfari Hauka þegar hann var spurður að því hvað hefði skilið að í seinni hálfleik. „Þú sérð það líka að við fáum á okkur 116 stig sem er ansi mikið og við þurfum að gera miklu betur í maður á mann vörn. Þaðan þurfum við að byrja að byggja okkar leik.“ Haukar frumsýndu tvo nýja leikmenn í kvöld þá Pablo Bertone og Jalen Jackson og var Israel spurður hvað hann hafi séð í þeim, bæði gott og slæmt. „Við höfum náð núna þremur æfingum með heilan hóp og ég sé að þeir munu hjálpa okkur en þeir þurfa meiri tíma með okkur til að smella inn í liðið.“ Haukar hafa ekki skorað meira í leik á þessu tímabili og Israel var spurður að því hvort það væri þá ekki næsta skref að einbeita sér að varnarleiknum á æfingum milli leikja og hvernig hann sæi tímabilið þróast. „Jú klárlega og þetta hefur verið baráttan allt tímabilið. Við höfum verið að batna sóknarlega og eins og eins og ég sagði þá fáum við á okkur of mikið af stigum og það er mjög erfitt að vinna leiki ef við fáum á okkur 116 stig.“ „Það eru jákvæð merki á okkar leik og við þurfum bara að vera tilbúnir fyrir leikinn á mánudaginn. Við erum mjög nálægt öruggu sæti og líka eiginlega úrslitakeppnissæti þannig að við eigum ekki að vera að hugsa um stöðuna hjá okkur heldur einbeita okkur að því að vera betri og þá koma sigrarnir. Ef sigur kemur strax á móti Njarðvík í næsta leik þá er það bara frábært.“ Lárus í leikhléi í kvöld. Hann var ánægður með öll stig kvöldsins.vísir/hulda margrét Lárus: Það lið sem ákvað að spila vörn vann þetta „Ég held bara að liðið sem ákvað að spila vörn hérna í seinni hálfleik það vann þetta. Haukar hittu frábærlega og voru með 13 þriggja stiga og svo lentum við í smá mótlæti þegar Adomas er rekinn út af og þá bara peppuðumst við bara og byrjuðum að spila betur fyrir vikið“, sagði Lárus þegar hann var spurður út í það hvað skildi liðin að í kvöld. Adomas Drungilas, miðherji Þórs, virtist slá til Breka Gylfasonar um miðjan þriðja leikhluta og var það í annað skiptið í leiknum sem hann var metinn hafa framið óíþróttamannslega villu og því réttilega vikið af velli. Lárus var spurður hvað hafi verið að gerast í aðdragandum og hvort eitthvað útskýrði þetta atvik. „Það var ekkert að búið að ganga á nei sem var að ergja Adomas. Við vorum eitthvað að pirra okkur á því að skömmu áður hafði Breki Gylfa reynt að fella okkar leikmann en dómarinn sagðist ekki hafa séð það. Adomas sagði síðan við mig að Breki hafi faðmað hann að sér og Adomas reyndi að losa sig. Þeir hljóta náttúrlega bara að skoða þetta og ef þetta er rangur dómur þá hljóta þeir að laga það.“ Að lokum var Lárus spurður hvort það væri eitthvað sem hann þyrfti að ræða við sína menn á milli leikja að nenna að spila vörn en Þór frá Þorlákshöfn er rosalegt sóknarlið. „Samkvæmt fjórþáttagreiningu hjá Herði Tulinius þá erum við með besta varnarliðið en við höldum öðrum liðum í lægstu prósentu af hittum skotum. Þannig að það kom mér mjög á óvart hvað við vorum flatir varnarlega í vörninni. Fyrri hálfleikurinn var náttúrlega þannig að liðin skít hitta körfuna.“ Dominos-deild karla Haukar Þór Þorlákshöfn
Eftir jafnan fyrri hálfleik keyrðu Þórsarar yfir Hauka í seinni hálfleik og unnu verðskuldaðan sigur 100-116 er liðin mættust í Domino's deild karla í kvöld. Fyrir leik Hauka og Þórs frá Þorlákshöfn hefði fólki verið fyrirgefið að halda að Þór myndi vinna leikinn. Þeir eru í öðru sæti deildarinnar á meðan Haukar sitja í neðsta sæti og hafa einungis unnið tvo leiki. Leikurinn var liður í 12. umferð Dominos deildar karla og var leikinn í Ólafssal í Hafnarfirði. Leikar enduðu 100-116 fyrir Þór í leik sem bauð upp á úrvals sóknarleik en varnarleikur var af skornum skammti á löngum köflum. Halldór Garðar virðist vera kominn í ígöngur.vísir/huldamargrét Bæði liðin komu mjög heit út í byrjun leiks í kvöld og var mest áhersla lögð á að spila sóknarleik, hvort sem það var meðvitað eða ekki, en þjálfarar liðanna voru örugglega ekki sammála nálgun leikmanna á leiknum. Þegar fyrsti leikhluti var liðinn var staðan 28-29 og bæði lið hittu ótrúlega vel og þá sérstaklega fyrir utan þriggja stiga línuna. Hittnin hélt áfram að vera góð í öðrum leikhluta á meðan hvorugt lið náði einhverjum tökum á því að stoppa hitt liðið. Stigin hrönnuðust upp og þegar liðin gengu til búningsklefa þá var staðan 57-62 og mikil skemmtun sem hinn borgandi áhorfandi hafði fengið í fyrri hálfleik. Haukar höfðu hitt úr 65% þriggja stiga skota sinna en 13 þannig skot rötuðu ofan. Þór hafði hitt út 58% en þeir höfðu líka reynt meira að keyra á körfuna og sækja villur ásamt því að nýta vítin sín betur og skildi það að í hálfleik. Það var hart barist í kvöld.vísir/huldamargrét Í þriðja leikhluta skildu leiðir. Þór frá Þorlákshöfn ákvað, samkvæmt þjálfara sínum, að spila vörn og náðu þeir hverju varnarstoppinu á fætur öðrum á meðan Haukar voru í rosalegu brasi með þá. Það hjálpaði ekki Haukum að Larry Thomas og Styrmir Snær Þrastarson voru í ógurlegu stuði og skoruðu samtals 68 stig í leiknum þar sem nánast allt saman fór ofan í fyrir þá. Þegar þriðja leikhluta var lokið var staðan orðin 81-96 og Haukar í vondum málum og talaði blaðamaður um það í textalýsingunni að Haukar hefðu þurft á kraftaverki að halda til að ná sigri í leiknum. Það varð raunin og Þórsarar sigldu heim leiknum og verður að segja það að á endanum var þetta öruggt, verðskuldað og ótrúlega góð frammistaða. Sérstaklega sóknarlega. Lokatölur 100-116 og Larry Thomas skilaði 36 stigum í fantaframmistöðu. Afhverju vann Þór Þ.? Þór náði takti og ryþma í varnarleik sinn í leik þar sem sókn og hittni var nafn hans. Eftir jafnan fyrri hálfleik var stigið á bremsuna Þórs megin og Haukar gátu ekki keypt sér körfu á löngum köflum. Gestirnir gengu á lagið og sölluðu stigum á mótherjann og uppskáru fínana sigur. Bestir á vellinum? Þegar velja á menn leiksins verðum við að skipa þeim í sæti 1A og 1B. Larry Thomas var ótrúlegaru og setti upp skotsýningu fyrir þriggja stiga línuna og endaði með 36 stig 7 fráköst og 5 stoðsendingar. Larry lendir í sæti 1A. Styrmir Snær Þrastarson lendir í sæti 1B og heldur áfram að heilla þjóðina. Þetta tvíeyki er eiginlega fullkomið. Larry er ógnin fyrir utan á meðan Styrmir er áræðinn og kraftmikill og keyrir á körfuna til að ná í sín stig. Styrmir endaði með 32 stig en hann reyndi 13 skot í leiknum og fóru 11 ofan í. Varnarleikurinn var ekki til fyrirmyndar.vísir/huldamargrét Tölfræði sem vakti athygli? Eins og ég ræddi áðan þá skoruðu Haukar úr 65% þriggja stiga skota sinna í fyrri hálfleik og Þórsarar 58%. Haukar voru fljótt komnir undir helmingsnýtingu í seinni hálfleik og það skilaði sér í því að þeim tókst ekki að skora á löngum köflum. Þór hélt svipaðri prósentu lengur í sínum leik og það sást á forskotinu sem þeir náðu sem mest varð 21 stig. Hvað næst? Það er stórleikur í næstu umferð. Þór Þ. og Keflavík mætast í uppgjöri toppliðanna. Ef Þór vinnur þann leik jafna þeir Keflvíkingana að stigum í töflunni. Haukar taka á móti Njarðvíkingum en þeim síðastnefndu hefur ekki gengið nógu vel undanfarið og því er tækifæri fyrir Hauka að ná í sigur þar. Israel Martin: Áttu einum gír meira „Þeir virtust eiga einum gír fleiri heldur en við“, sagði Israel Martin þjálfari Hauka þegar hann var spurður að því hvað hefði skilið að í seinni hálfleik. „Þú sérð það líka að við fáum á okkur 116 stig sem er ansi mikið og við þurfum að gera miklu betur í maður á mann vörn. Þaðan þurfum við að byrja að byggja okkar leik.“ Haukar frumsýndu tvo nýja leikmenn í kvöld þá Pablo Bertone og Jalen Jackson og var Israel spurður hvað hann hafi séð í þeim, bæði gott og slæmt. „Við höfum náð núna þremur æfingum með heilan hóp og ég sé að þeir munu hjálpa okkur en þeir þurfa meiri tíma með okkur til að smella inn í liðið.“ Haukar hafa ekki skorað meira í leik á þessu tímabili og Israel var spurður að því hvort það væri þá ekki næsta skref að einbeita sér að varnarleiknum á æfingum milli leikja og hvernig hann sæi tímabilið þróast. „Jú klárlega og þetta hefur verið baráttan allt tímabilið. Við höfum verið að batna sóknarlega og eins og eins og ég sagði þá fáum við á okkur of mikið af stigum og það er mjög erfitt að vinna leiki ef við fáum á okkur 116 stig.“ „Það eru jákvæð merki á okkar leik og við þurfum bara að vera tilbúnir fyrir leikinn á mánudaginn. Við erum mjög nálægt öruggu sæti og líka eiginlega úrslitakeppnissæti þannig að við eigum ekki að vera að hugsa um stöðuna hjá okkur heldur einbeita okkur að því að vera betri og þá koma sigrarnir. Ef sigur kemur strax á móti Njarðvík í næsta leik þá er það bara frábært.“ Lárus í leikhléi í kvöld. Hann var ánægður með öll stig kvöldsins.vísir/hulda margrét Lárus: Það lið sem ákvað að spila vörn vann þetta „Ég held bara að liðið sem ákvað að spila vörn hérna í seinni hálfleik það vann þetta. Haukar hittu frábærlega og voru með 13 þriggja stiga og svo lentum við í smá mótlæti þegar Adomas er rekinn út af og þá bara peppuðumst við bara og byrjuðum að spila betur fyrir vikið“, sagði Lárus þegar hann var spurður út í það hvað skildi liðin að í kvöld. Adomas Drungilas, miðherji Þórs, virtist slá til Breka Gylfasonar um miðjan þriðja leikhluta og var það í annað skiptið í leiknum sem hann var metinn hafa framið óíþróttamannslega villu og því réttilega vikið af velli. Lárus var spurður hvað hafi verið að gerast í aðdragandum og hvort eitthvað útskýrði þetta atvik. „Það var ekkert að búið að ganga á nei sem var að ergja Adomas. Við vorum eitthvað að pirra okkur á því að skömmu áður hafði Breki Gylfa reynt að fella okkar leikmann en dómarinn sagðist ekki hafa séð það. Adomas sagði síðan við mig að Breki hafi faðmað hann að sér og Adomas reyndi að losa sig. Þeir hljóta náttúrlega bara að skoða þetta og ef þetta er rangur dómur þá hljóta þeir að laga það.“ Að lokum var Lárus spurður hvort það væri eitthvað sem hann þyrfti að ræða við sína menn á milli leikja að nenna að spila vörn en Þór frá Þorlákshöfn er rosalegt sóknarlið. „Samkvæmt fjórþáttagreiningu hjá Herði Tulinius þá erum við með besta varnarliðið en við höldum öðrum liðum í lægstu prósentu af hittum skotum. Þannig að það kom mér mjög á óvart hvað við vorum flatir varnarlega í vörninni. Fyrri hálfleikurinn var náttúrlega þannig að liðin skít hitta körfuna.“
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti