Slæðubann samþykkt í Sviss Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2021 10:25 Þrátt fyrir að ekki hafi verið minnst á íslam með nafni í tillögunnni um bann við slæðum hefur almennt verið rætt um hana sem „búrkubann“ í Sviss. Þetta áróðursspjald í þorpinu Bouchs sýnir búrkuklædda konu með slagorðinu „Stöðvum öfgahyggju“. AP/Urs Flueeler Naumur meirihluti Svisslendinga samþykkti bann við andlitsdulum í þjóðaratkvæðagreiðslu á sunnudag. Bannið nær til slæða sem konu af múslimatrúa klæðast, þar á meðal til búrkna og andlitsslæða. Svissneski þjóðarflokkurinn af hægri væng svissneskra stjórnmála lagði tillöguna fram og sagði henni ætlað að berjast gegn öfgahyggju. Ríkisstjórnin lagðist gegn tillögunni þar sem hún taldi það ekki hlutverk ríkisins að hlutast til um klæðaburð kvenna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Tillagan var samþykkt með 52,1% atkvæða gegn 48,8%. Miðstjórn múslima, áhrifamestu samtök múslima í Sviss, lýsa niðurstöðunni sem „myrkum degi“ fyrir múslima í landinu. „Ákvörðun dagsins ýfir upp gömul sár, eykur enn á mismunun gagnvart lögum og sendir skýr skilaboð um útskúfun minnihlutahóps múslima,“ sagði í yfirlýsingu frá samtökunum sem hyggjast skjóta niðurstöðunni til dómstóla. Um 5% þeirra 8,6 milljóna manna sem búa í Sviss eru múslimar. Flestir þeirra eiga rætur sínar að rekja til Tyrklands, Bosníu og Kósovó. Rannsóknir benda til þess að nánast engar svissneskar konur gangi með búrku. Aðeins um þrjátíu konur gangi með níkab-andlitsslæðu. Sviss Trúmál Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira
Svissneski þjóðarflokkurinn af hægri væng svissneskra stjórnmála lagði tillöguna fram og sagði henni ætlað að berjast gegn öfgahyggju. Ríkisstjórnin lagðist gegn tillögunni þar sem hún taldi það ekki hlutverk ríkisins að hlutast til um klæðaburð kvenna, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Tillagan var samþykkt með 52,1% atkvæða gegn 48,8%. Miðstjórn múslima, áhrifamestu samtök múslima í Sviss, lýsa niðurstöðunni sem „myrkum degi“ fyrir múslima í landinu. „Ákvörðun dagsins ýfir upp gömul sár, eykur enn á mismunun gagnvart lögum og sendir skýr skilaboð um útskúfun minnihlutahóps múslima,“ sagði í yfirlýsingu frá samtökunum sem hyggjast skjóta niðurstöðunni til dómstóla. Um 5% þeirra 8,6 milljóna manna sem búa í Sviss eru múslimar. Flestir þeirra eiga rætur sínar að rekja til Tyrklands, Bosníu og Kósovó. Rannsóknir benda til þess að nánast engar svissneskar konur gangi með búrku. Aðeins um þrjátíu konur gangi með níkab-andlitsslæðu.
Sviss Trúmál Mest lesið Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Fleiri fréttir Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Sjá meira