Afhentu Svandísi ríflega fimm þúsund undirskriftir Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. mars 2021 17:58 Heilbrigðisráðherra tók í dag við ríflega fimm þúsund undirskriftum frá hópnum Aðför að heilsu kvenna. Stofnandi hópsins segir bresti í þjónustu við greiningu á leghálssýnum hafa skapað vantraust. Hópurinn er vettvangur fólks sem hefur áhyggjur af öryggi skimana fyrir leghálskrabbameini vegna breytinga á þjónustunni. Þar var hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem flutningi á greiningu sýna til Danmerkur er mótmælt. „Þetta eru tæplega fimm þúsund og fimm hundruð undirskriftir sem við erum með. En í hópnum eru um þrettán þúsund manns sem hafa þannig ljáð þessi máli sína athygli og vægi,“ segir Erna Bjarnadóttir, stofnandi hópsins. Erna Bjarnadóttir, stofnandi hópsins Aðför að heilsu kvenna.Vísir/Einar Fagfélög á borð við Læknafélag Íslands, Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna hafa mótmælt flutningnum. Erna vísar í þessa gagnrýni og telur þjónustunni best borgið hér á landi. „Við teljum því miður að sá brestur sem hefur orðið í þjónustunni síðustu mánuði, að það þurfi að grípa til einhverra aðgerða til þess að endurheimta traust og tryggja að þetta sé gert með sem bestum hætti.“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tók við undirskriftunum í dag og fundaði síðan með fulltrúum hópsins. Aðspurð um næstu skref segir Svandís: „Staðan hefur breyst töluvert frá því að þessi undirskriftasöfnun hófst. Við höfum nú skrifað Landspítlanum og óskað eftir þeirra mati á því hvort spítalinn geti tekið við þessum rannsóknum sem hann gat ekki samkvæmt svari í ágúst. Þá vorum við á gatnamótum og ákváðum þá að leita til annarra aðila til þess að tryggja þetta öryggi. Þannig núna bíðum við og sjáum hvað kemur út úr því. En ég er í grunninn ekki sammála því að meginatriðið sé hvar þessar rannsóknir fara fram, heldur frekar að íslenskar konur eigi rétt á jafn miklu öryggi og konur í Evrópu,“ segir Svandís. Leiðrétting 9. mars 2021: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að embætti landlæknis væri á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt breytingar á fyrirkomulagi við greiningu á sýnum. Hið rétta er að embættið hefur ekki gert athugasemdir við breytt fyrirkomulag heldur unnið að því að framfylgja stefnu ráðherra. Í minnisblaði landlæknis um krabbameinsskimanir var lagt til að hafin yrði skimun með svokallaðri HPV-mælingu á sýkla og veirufræðideild Landspítalans. Varðandi framkvæmd frumurannsókna benti landlæknir á að tvö álit hefði borist frá fagráði og lagt var til að samráð yrði haft við forstjóra Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um hvar þeim rannsóknum yrði best fyrir komið. Alþingi Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira
Hópurinn er vettvangur fólks sem hefur áhyggjur af öryggi skimana fyrir leghálskrabbameini vegna breytinga á þjónustunni. Þar var hrundið af stað undirskriftasöfnun þar sem flutningi á greiningu sýna til Danmerkur er mótmælt. „Þetta eru tæplega fimm þúsund og fimm hundruð undirskriftir sem við erum með. En í hópnum eru um þrettán þúsund manns sem hafa þannig ljáð þessi máli sína athygli og vægi,“ segir Erna Bjarnadóttir, stofnandi hópsins. Erna Bjarnadóttir, stofnandi hópsins Aðför að heilsu kvenna.Vísir/Einar Fagfélög á borð við Læknafélag Íslands, Félag íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna hafa mótmælt flutningnum. Erna vísar í þessa gagnrýni og telur þjónustunni best borgið hér á landi. „Við teljum því miður að sá brestur sem hefur orðið í þjónustunni síðustu mánuði, að það þurfi að grípa til einhverra aðgerða til þess að endurheimta traust og tryggja að þetta sé gert með sem bestum hætti.“ Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra.vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, tók við undirskriftunum í dag og fundaði síðan með fulltrúum hópsins. Aðspurð um næstu skref segir Svandís: „Staðan hefur breyst töluvert frá því að þessi undirskriftasöfnun hófst. Við höfum nú skrifað Landspítlanum og óskað eftir þeirra mati á því hvort spítalinn geti tekið við þessum rannsóknum sem hann gat ekki samkvæmt svari í ágúst. Þá vorum við á gatnamótum og ákváðum þá að leita til annarra aðila til þess að tryggja þetta öryggi. Þannig núna bíðum við og sjáum hvað kemur út úr því. En ég er í grunninn ekki sammála því að meginatriðið sé hvar þessar rannsóknir fara fram, heldur frekar að íslenskar konur eigi rétt á jafn miklu öryggi og konur í Evrópu,“ segir Svandís. Leiðrétting 9. mars 2021: Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að embætti landlæknis væri á meðal þeirra sem hafa gagnrýnt breytingar á fyrirkomulagi við greiningu á sýnum. Hið rétta er að embættið hefur ekki gert athugasemdir við breytt fyrirkomulag heldur unnið að því að framfylgja stefnu ráðherra. Í minnisblaði landlæknis um krabbameinsskimanir var lagt til að hafin yrði skimun með svokallaðri HPV-mælingu á sýkla og veirufræðideild Landspítalans. Varðandi framkvæmd frumurannsókna benti landlæknir á að tvö álit hefði borist frá fagráði og lagt var til að samráð yrði haft við forstjóra Landspítala og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um hvar þeim rannsóknum yrði best fyrir komið.
Alþingi Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Sjá meira