Nær tvöfalt fleiri munu eiga rétt á skimun fyrir lungnakrabba Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. mars 2021 21:25 Árleg tölvusneiðmyndarannsókn einstaklinga í áhættuhópum getur minnkað dánartíðni af völdu krabbameinsins um 20 til 25 prósent. Skimunarráð Bandaríkjanna hefur uppfært tillögur sínar varðandi skimun fyrir lungnakrabbameinum, sem mun gera það að verkum að nær tvöfalt fleirum er ráðlagt að gangast undir árlega tölvusneiðmyndarannsókn en áður var. Breytingin mun gera það að verkum að fleiri konur og svartir Bandaríkjamenn munu falla undir tilmælin en umræddir hópar virðast bæði viðkvæmari fyrir tóbaksreykingum en hvítir karlmenn og eru yngri þegar þeir fá krabbamein. Lungnakrabbamein er helsta dánarorsök af völdum krabbameina í Bandaríkjunum en það finnst vanalega seint og er þá illmeðhöndlanlegt. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að árleg tölvusneiðmyndarannsókn hjá áhættuhópum getur lækkað dánartíðnina um 20 til 25 prósent. Samkvæmt nýju tilmælunum er þeim ráðlagt að gangast undir árlega rannsókn sem eru á aldrinum 50 til 80 ára og hafa reykt pakka á dag í tuttugu ár eða meira, þeim sem enn reykja og þeim sem hafa hætt að reykja á síðustu fimmtán árum. Skimunarráðið er skipað af forstjóra alríkisstofnunarinnar sem hefur eftirlit með rannsóknum og gæðum í heilbrigðisþjónustu en er sjálfstætt í störfum sínum. Ef ráðleggingar þess taka gildi mun þeim sem býðst skimun fjölga um 6.4 milljónir einstaklinga, í 14,5 milljónir. En jafnvel þótt fleirum muni nú standa skimun til boða er aðeins hálf sagan sögð. Þátttaka hefur verið dræm en það er ekki síst talið vera vegna þess að rannsóknin kostar jafnvirði um 40 þúsund króna. Hið svokallaða Affordable Care Act, oft kallað „Obamacare“, kveður á um að rannsóknin sé innifalin í sjúkratryggingum en rannsóknir hafa leitt í ljós að nærri helmingur þeirra sem falla undir skimunarviðmiðin eru ótryggðir. Þá virðast margir ekki vita af möguleikanum, þar sem minna er fjallað um hann en skimun fyrir öðrum krabbameinum. Í Bandaríkjunum greindust 228.820 með lungnakrabbamein árið 2020 og 135.720 létu lífið af völdum sjúkdómsins. Um 90 prósent þeirra sem greinast með meinið hafa reykt og þá er reykingafólk tuttugu sinnum líklegra til að fá sjúkdóminn en þeir sem ekki reykja. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Bandaríkin Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira
Breytingin mun gera það að verkum að fleiri konur og svartir Bandaríkjamenn munu falla undir tilmælin en umræddir hópar virðast bæði viðkvæmari fyrir tóbaksreykingum en hvítir karlmenn og eru yngri þegar þeir fá krabbamein. Lungnakrabbamein er helsta dánarorsök af völdum krabbameina í Bandaríkjunum en það finnst vanalega seint og er þá illmeðhöndlanlegt. Rannsóknir hafa hins vegar sýnt að árleg tölvusneiðmyndarannsókn hjá áhættuhópum getur lækkað dánartíðnina um 20 til 25 prósent. Samkvæmt nýju tilmælunum er þeim ráðlagt að gangast undir árlega rannsókn sem eru á aldrinum 50 til 80 ára og hafa reykt pakka á dag í tuttugu ár eða meira, þeim sem enn reykja og þeim sem hafa hætt að reykja á síðustu fimmtán árum. Skimunarráðið er skipað af forstjóra alríkisstofnunarinnar sem hefur eftirlit með rannsóknum og gæðum í heilbrigðisþjónustu en er sjálfstætt í störfum sínum. Ef ráðleggingar þess taka gildi mun þeim sem býðst skimun fjölga um 6.4 milljónir einstaklinga, í 14,5 milljónir. En jafnvel þótt fleirum muni nú standa skimun til boða er aðeins hálf sagan sögð. Þátttaka hefur verið dræm en það er ekki síst talið vera vegna þess að rannsóknin kostar jafnvirði um 40 þúsund króna. Hið svokallaða Affordable Care Act, oft kallað „Obamacare“, kveður á um að rannsóknin sé innifalin í sjúkratryggingum en rannsóknir hafa leitt í ljós að nærri helmingur þeirra sem falla undir skimunarviðmiðin eru ótryggðir. Þá virðast margir ekki vita af möguleikanum, þar sem minna er fjallað um hann en skimun fyrir öðrum krabbameinum. Í Bandaríkjunum greindust 228.820 með lungnakrabbamein árið 2020 og 135.720 létu lífið af völdum sjúkdómsins. Um 90 prósent þeirra sem greinast með meinið hafa reykt og þá er reykingafólk tuttugu sinnum líklegra til að fá sjúkdóminn en þeir sem ekki reykja. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Bandaríkin Heilbrigðismál Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Launmorð á götum New York Erlent Fleiri fréttir Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Sjá meira