Fyrsti skjálftinn reið yfir kl. 23.01 og mældist 4 að stærð. Þá fylgdi annar upp á 3,7 í kjölfarið kl. 23.04 og einn upp á 3,6 kl. 23.45.
Í athugasemdum jarðvísindamanns á vef Veðurstofu Íslands sagði eftirfarandi nú í kvöld:
„Kl. 23:01 varð skjálfti af stærð 4,0 í Fagradalsfjalli. Stuttu síðar kl. 23:04 varð skjálfti 3,7 að stærð á sömu slóðum. Tilkynningar hafa borist frá SV-horninu um að hann hafi fundist. Kl. 21:38 mældist skjálfti af stærð 3,5.“
Frá kl. 19.22 hafa þrettán skjálftar mælst stærri en 3.
Uppfært klukkan 00:49
Skjálfti fannst vel á suðvesturhorninu um klukkan 00:26 í nótt. Stærð hans reyndist vera 3,5 og upptökin 2,3 kílómetra suður af Fagradalsfjalli.