Ekkert bendi til tengsla AstraZeneca við blóðtappa Kristín Ólafsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 11. mars 2021 16:55 Björn Rúnar Lúðvíksson, yfirlæknir á ónæmisfræðideild. Vísir/Egill Sérfræðingur í ónæmissfræðum segir ekkert benda til þess að tilfelli blóðtappa í Evrópu tengist bólusetningu með bóluefni AstraZeneca. Lyfjastofnun Evrópu heldur hinu sama fram í tilkynningu í dag og mælir áfram með bóluefni AstraZeneca. Tilkynnt var í dag að bólusetning með bóluefni AstraZeneca yrði stöðvuð tímabundið hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum tengdum blóðtöppum af efninu í Evrópu. 8.882 hafa þegar fengið fyrsta skammt af bóluefninu hér á landi en seinni skammtur er ekki gefinn fyrr en þremur mánuðum síðar. „Það er náttúrulega alltaf áhyggjuefni þegar þarf að stöðva notkun á svona mikilvægu lyfi eins og bóluefni gegn Covid-19 er og við tökum því mjög alvarlega,“ segir Björn Rúnar Lúðvíksson sérfræðingur í ónæmisræðum í samtali við fréttastofu. Kostir efnisins vegi þyngra en möguleg áhætta Fram kemur í tilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu í dag að ekkert bendi til þess að bólusetning með AstraZeneca hafi valdið blóðtöppum. Þá séu slík veikindi jafnframt ekki skráð sem aukaverkanir af efninu. „Afstaða PRAC, öryggisnefndar Lyfjastofnunar Evrópu, er að kostir bóluefnisins vega áfram þyngra en áhættan sem af því hlýst og að áfram má bólusetja með efninu á meðan tilfelli blóðtappa eru rannsökuð,“ segir í tilkynningu Lyfjastofnunar Evrópu. Hlutfall slíkra tilfella sé jafnframt ekki hærra hjá bólusettum en öðrum. Frá og með 10. mars hafi þrjátíu tilfelli blóðtappa verið tilkynnt meðal þeirra fimm milljóna sem fengið höfðu AstraZeneca-bóluefnið í Evrópu. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis verður engin ákvörðun tekin um notkun á bóluefni AstraZeneca hér á landi í dag. Mikilvægt að vera varkár „Það er sambærileg tíðni og gerist meðal þýðisins, án þess að fólk sé bólusett. Þannig að það er ekkert sem bendir til þess á þessari stundu að tengsl séu þarna á milli,“ segir Björn „Menn hafa helst verið að tengja þetta ákveðnu framleiðsluferli, einni lotu, af lyfinu og það er það sem menn eru að skoða og fáum vonandi fréttir af því mjög fljótlega. Það er mikilvægt að við höldum áfram að vera dugleg að tilkynna inn aukaverkanir og vera varkár varðandi notkun á þessu lyfi eins og notkun á öðrum lyfjum. En enn sem komið er eru engar klárar vísbendingar sem benda til þess að fólk þurfi að óttast.“ Megum ekki gleyma því af hverju við bólusetjum Þá minnir Björn á það sem oft hefur verið bent á í tengslum við umræðu um mögulegar aukaverkanir af bóluefnum gegn Covid. Þeir sem fengið hafi bólusetningu tilheyri margir viðkvæmum hópum. „Þegar við tilkynnum um hliðarverkanir lyfja er oft um að ræða fólk með undirliggjandi sjúkdóma, alvarleg veikindi, og maður er ekki alveg alltaf klár á því hvort viðkomandi uppákoma eða sjúkdómseinkenni hjá sjúklingnum eigi í beinu samhengi við lyfið eða ekki.“ Þá segir Björn að ekki bendi heldur til þess hvort mistök hafi verið gerð við framleiðslu efnisins. Virknin virðist jafnframt mjög góð hjá öldruðum og ónæmisbældum. „Við megum ekki gleyma því af hverju við erum að bólusetja. Við erum að bólusetja gegn mjög alvarlegum sjúkdómi sem smitast greiðlega og uppákoman núna nýlega sýnir það. Ég þurfti sjálfur að fara í sóttkví út af því tiltekna máli en sem betur fer reyndist ég ekki smitaður. Þannig að þetta er alvarlegt,“ segir Björn. Þá bendir hann á að blóðsegasjúkdómur sé mjög algengur meðal þeirra sem fá Covid. „Allt upp undir þriðjungur þeirra sem sýkjast af Covid-19 eiga á hættu að fá blóðsegasjúkdóm, annað hvort í lungu eða í útæðar, þannig að það er ástæðan fyrir því að við erum að bólusetja. Við erum að reyna að koma í veg fyrir þessa alvarlegu sjúkdóma hjá mjög stórum hópi fólks.“ Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Tilkynnt var í dag að bólusetning með bóluefni AstraZeneca yrði stöðvuð tímabundið hér á landi vegna fregna af hugsanlegum alvarlegum aukaverkunum tengdum blóðtöppum af efninu í Evrópu. 8.882 hafa þegar fengið fyrsta skammt af bóluefninu hér á landi en seinni skammtur er ekki gefinn fyrr en þremur mánuðum síðar. „Það er náttúrulega alltaf áhyggjuefni þegar þarf að stöðva notkun á svona mikilvægu lyfi eins og bóluefni gegn Covid-19 er og við tökum því mjög alvarlega,“ segir Björn Rúnar Lúðvíksson sérfræðingur í ónæmisræðum í samtali við fréttastofu. Kostir efnisins vegi þyngra en möguleg áhætta Fram kemur í tilkynningu frá Lyfjastofnun Evrópu í dag að ekkert bendi til þess að bólusetning með AstraZeneca hafi valdið blóðtöppum. Þá séu slík veikindi jafnframt ekki skráð sem aukaverkanir af efninu. „Afstaða PRAC, öryggisnefndar Lyfjastofnunar Evrópu, er að kostir bóluefnisins vega áfram þyngra en áhættan sem af því hlýst og að áfram má bólusetja með efninu á meðan tilfelli blóðtappa eru rannsökuð,“ segir í tilkynningu Lyfjastofnunar Evrópu. Hlutfall slíkra tilfella sé jafnframt ekki hærra hjá bólusettum en öðrum. Frá og með 10. mars hafi þrjátíu tilfelli blóðtappa verið tilkynnt meðal þeirra fimm milljóna sem fengið höfðu AstraZeneca-bóluefnið í Evrópu. Samkvæmt upplýsingum frá embætti landlæknis verður engin ákvörðun tekin um notkun á bóluefni AstraZeneca hér á landi í dag. Mikilvægt að vera varkár „Það er sambærileg tíðni og gerist meðal þýðisins, án þess að fólk sé bólusett. Þannig að það er ekkert sem bendir til þess á þessari stundu að tengsl séu þarna á milli,“ segir Björn „Menn hafa helst verið að tengja þetta ákveðnu framleiðsluferli, einni lotu, af lyfinu og það er það sem menn eru að skoða og fáum vonandi fréttir af því mjög fljótlega. Það er mikilvægt að við höldum áfram að vera dugleg að tilkynna inn aukaverkanir og vera varkár varðandi notkun á þessu lyfi eins og notkun á öðrum lyfjum. En enn sem komið er eru engar klárar vísbendingar sem benda til þess að fólk þurfi að óttast.“ Megum ekki gleyma því af hverju við bólusetjum Þá minnir Björn á það sem oft hefur verið bent á í tengslum við umræðu um mögulegar aukaverkanir af bóluefnum gegn Covid. Þeir sem fengið hafi bólusetningu tilheyri margir viðkvæmum hópum. „Þegar við tilkynnum um hliðarverkanir lyfja er oft um að ræða fólk með undirliggjandi sjúkdóma, alvarleg veikindi, og maður er ekki alveg alltaf klár á því hvort viðkomandi uppákoma eða sjúkdómseinkenni hjá sjúklingnum eigi í beinu samhengi við lyfið eða ekki.“ Þá segir Björn að ekki bendi heldur til þess hvort mistök hafi verið gerð við framleiðslu efnisins. Virknin virðist jafnframt mjög góð hjá öldruðum og ónæmisbældum. „Við megum ekki gleyma því af hverju við erum að bólusetja. Við erum að bólusetja gegn mjög alvarlegum sjúkdómi sem smitast greiðlega og uppákoman núna nýlega sýnir það. Ég þurfti sjálfur að fara í sóttkví út af því tiltekna máli en sem betur fer reyndist ég ekki smitaður. Þannig að þetta er alvarlegt,“ segir Björn. Þá bendir hann á að blóðsegasjúkdómur sé mjög algengur meðal þeirra sem fá Covid. „Allt upp undir þriðjungur þeirra sem sýkjast af Covid-19 eiga á hættu að fá blóðsegasjúkdóm, annað hvort í lungu eða í útæðar, þannig að það er ástæðan fyrir því að við erum að bólusetja. Við erum að reyna að koma í veg fyrir þessa alvarlegu sjúkdóma hjá mjög stórum hópi fólks.“
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira