Tóku íþróttasalinn í gegn og úr varð fullbúið leikhús Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. mars 2021 17:08 Frá uppsetningu leikhússins. Aðsend Það heyrir almennt ekki til tíðinda að framhaldsskólar setji á svið leikrit, tónleika eða söngleiki, enda hefur slíkt tíðkast hjá nemendafélögum víðs vegar um landið svo lengi sem elstu stúdentar muna. Á tímum kórónuveirunnar hefur það þó reynst menntaskólanemum ærið verkefni, þar sem samkomutakmarkanir og minna aðgengi að sýningarstöðum hefur haft sitt að segja. Nemendamótsnefnd Verzlunarskóla Íslands dó þó ekki ráðalaus, en á vormánuðum hvers árs hefur nefndin yfirumsjón með uppsetningu söngleiks á vegum nemendafélagsins, þar sem öllu er oftar en ekki tjaldað til. Í ár þurfti þó að leggja höfuðið í bleyti, þar sem ekki var hægt að ganga að stórum sýningarsal vísum. Því var brugðið á það ráð að byggja í raun fullbúið leikhús, innan veggja Verzlunarskólans, svo hægt væri að setja upp sýninguna Feim, sem byggir á bandarísku söngleikjamyndinni Fame. Langaði að gera salinn eins leikhúslegan og hægt var „Við þurftum út af þessum breyttu aðstæðum í samfélaginu að fara einhverja aðra leið og þá kom upp sú hugmynd að hafa söngleikinn í skólanum sjálfum. Það hefur aldrei verið gert, söngleikurinn hefur alltaf verið í Austurbæ eða í Háskólabíói. Okkur langaði auðvitað að gera þetta eins mikið eins og leikhús og hægt var,“ segir Kara Kristín Ákadóttir, formaður nemendamótsnefndarinnar, sem fer með yfirumsjón með uppsetningu sýningarinnar. Nefndin fékk hjálp úr ýmsum áttum, þannig að hægt var að gera íþróttasalinn, sem venjulega hýsir misáhugasama Verzlinga í blaki og bandí, að fullbúnu leikhúsi. Vinnan við uppsetningu var þó mikil, en Kara segir það til að mynda hafi tekið um þrjá daga að setja upp stúku fyrir leikhúsgesti. Eins þurfti að setja upp drapperingar og tjöld, og leggja sérstakar gólfplötur undir sviðið, auk uppsetningar hljóð- og ljósabúnaðar. Uppsetning á stúkunni tók um þrjá daga.Aðsend „Þegar allir þessir litlu hlutir voru komnir saman, þá varð þetta að mjög flottu leikhúsi,“ segir Kara. Takmarkanir torvelduðu æfingar Kara segir þá að miðað við aðstæður í samfélaginu hafi ferlið gengið vel, þar sem allir hafi lagst á eitt. „Við vorum með prufur fyrir áramót og tókum inn 37 krakka í leikhópinn. Prufurnar voru bara í miðju Covid, og stundum voru sex manns í prufum. Svo vorum við líka með rafrænar prufur,“ segir Kara og bætir því við að samkomutakmarkanir hafi oft gert leikhópnum erfitt fyrir að æfa. „Stóran hluta af ferlinu máttu bara tíu manns koma saman, þannig að leikhópurinn gat ekki hist allur til að æfa. Um leið og takmarkanir leyfðu okkur að hittast, þá gátum við haft æfingar. Þá æfðum við bara mjög ákaft og mikið á meðan við máttum. Þess vegna náðum við að setja sýninguna upp á þessum stutta tíma, miðað við hversu lítið við vorum búin að ná að hittast og æfa,“ segir Kara og þakkar það metnaði leikhópsins og annarra sem að sýningunni komu að tekist hafi að koma sýningunni á fjalir leikhússins í íþróttasalnum. Úr sýningunni. Erfitt er að sjá að leikarar séu staddir í íþróttasal í framhaldsskóla.Aðsend/Þorgeir H. Níelsson Kara segist þá merkja það hjá leikhúsgestum að margir hafi verið spenntir að komast í leikhús, eða bara gera eitthvað yfir höfuð. Gestir á sýningunni þurfa að bera grímur og sæti eru á milli ótengdra hópa, sökum sóttvarnareglna, sem Kara segir þó ekki koma að sök. „Þó fólk sé með grímur þá heyrir maður alveg og sér að fólk er að skemmta sér. Þegar allir hvetja og klappa mikið þá veit leikhópurinn að fólk sé að njóta sín á sýningunni,“ segir Kara. Leikhús Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Sjá meira
Nemendamótsnefnd Verzlunarskóla Íslands dó þó ekki ráðalaus, en á vormánuðum hvers árs hefur nefndin yfirumsjón með uppsetningu söngleiks á vegum nemendafélagsins, þar sem öllu er oftar en ekki tjaldað til. Í ár þurfti þó að leggja höfuðið í bleyti, þar sem ekki var hægt að ganga að stórum sýningarsal vísum. Því var brugðið á það ráð að byggja í raun fullbúið leikhús, innan veggja Verzlunarskólans, svo hægt væri að setja upp sýninguna Feim, sem byggir á bandarísku söngleikjamyndinni Fame. Langaði að gera salinn eins leikhúslegan og hægt var „Við þurftum út af þessum breyttu aðstæðum í samfélaginu að fara einhverja aðra leið og þá kom upp sú hugmynd að hafa söngleikinn í skólanum sjálfum. Það hefur aldrei verið gert, söngleikurinn hefur alltaf verið í Austurbæ eða í Háskólabíói. Okkur langaði auðvitað að gera þetta eins mikið eins og leikhús og hægt var,“ segir Kara Kristín Ákadóttir, formaður nemendamótsnefndarinnar, sem fer með yfirumsjón með uppsetningu sýningarinnar. Nefndin fékk hjálp úr ýmsum áttum, þannig að hægt var að gera íþróttasalinn, sem venjulega hýsir misáhugasama Verzlinga í blaki og bandí, að fullbúnu leikhúsi. Vinnan við uppsetningu var þó mikil, en Kara segir það til að mynda hafi tekið um þrjá daga að setja upp stúku fyrir leikhúsgesti. Eins þurfti að setja upp drapperingar og tjöld, og leggja sérstakar gólfplötur undir sviðið, auk uppsetningar hljóð- og ljósabúnaðar. Uppsetning á stúkunni tók um þrjá daga.Aðsend „Þegar allir þessir litlu hlutir voru komnir saman, þá varð þetta að mjög flottu leikhúsi,“ segir Kara. Takmarkanir torvelduðu æfingar Kara segir þá að miðað við aðstæður í samfélaginu hafi ferlið gengið vel, þar sem allir hafi lagst á eitt. „Við vorum með prufur fyrir áramót og tókum inn 37 krakka í leikhópinn. Prufurnar voru bara í miðju Covid, og stundum voru sex manns í prufum. Svo vorum við líka með rafrænar prufur,“ segir Kara og bætir því við að samkomutakmarkanir hafi oft gert leikhópnum erfitt fyrir að æfa. „Stóran hluta af ferlinu máttu bara tíu manns koma saman, þannig að leikhópurinn gat ekki hist allur til að æfa. Um leið og takmarkanir leyfðu okkur að hittast, þá gátum við haft æfingar. Þá æfðum við bara mjög ákaft og mikið á meðan við máttum. Þess vegna náðum við að setja sýninguna upp á þessum stutta tíma, miðað við hversu lítið við vorum búin að ná að hittast og æfa,“ segir Kara og þakkar það metnaði leikhópsins og annarra sem að sýningunni komu að tekist hafi að koma sýningunni á fjalir leikhússins í íþróttasalnum. Úr sýningunni. Erfitt er að sjá að leikarar séu staddir í íþróttasal í framhaldsskóla.Aðsend/Þorgeir H. Níelsson Kara segist þá merkja það hjá leikhúsgestum að margir hafi verið spenntir að komast í leikhús, eða bara gera eitthvað yfir höfuð. Gestir á sýningunni þurfa að bera grímur og sæti eru á milli ótengdra hópa, sökum sóttvarnareglna, sem Kara segir þó ekki koma að sök. „Þó fólk sé með grímur þá heyrir maður alveg og sér að fólk er að skemmta sér. Þegar allir hvetja og klappa mikið þá veit leikhópurinn að fólk sé að njóta sín á sýningunni,“ segir Kara.
Leikhús Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Laufey ástfangin í eitt ár Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Fleiri fréttir Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Sjá meira