Segja aðgerðir lögreglu á minningarsamkomu hafa verið nauðsynlegar Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2021 08:40 Minningarsamkoman var haldin nærri götunni þar sem Everard sást síðast í Suður-London. Til átaka koma á milli lögreglu og viðstaddra. Vísir/EPA Aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar í London segir að aðgerðir lögreglu gegn konum sem söfnuðust saman til að minnast ungrar konu sem var myrt í borginni hafi verið nauðsynlegar. Borgarstjóri London og innanríkisráðherra Bretlands eru á meðal þeirra sem hafa krafið lögregluna skýringa á framgöngu hennar gegn konunum. Lögreglumenn stöðvuðu minningarathöfn um Söruh Everard, unga konu sem var rænt og myrt fyrr í þessum mánuði, sem var haldin í Clapham í suðurhluta London í gærkvöldi. Nokkur hundruð manns voru þar saman komin þrátt fyrir að skipuleggjendur viðburðarins hefðu formlega hætt við hann. Til nokkurra átaka kom þegar lögreglumenn ætluðu að leysa samkomuna upp. Þeir handjárnuðu konur og eru sakaðir um að hafa rifið í þær. Að sögn lögreglu voru fjórir handteknir til að tryggja öryggi fólks vegna kórónuveirufaraldursins. Priti Patel, innanríkisráðherra úr Íhaldsflokknum, sagði myndir frá viðburðinum sem birtust á samfélagsmiðlum hafi verið óþægilegar á að horfa. Hún hafi beðið lögregluna um skýrslu um hvað gerðist. Sadiq Khan, borgarstjóri London úr Verkamannaflokknum, sagði það sem gerðist á viðburðinum óásættanlegt og að hann krefði lögreglustjórann einnig skýringa, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Lögreglan hefur skyldu til að framfylgja lögum vegna Covid en af þeim myndum sem ég hef séð að dæma er ljóst að viðbrögðin voru á köflum hvorki viðeigandi né í samræmi við tilefnið,“ tísti Khan. Helen Ball, aðstoðarlögreglustjóri í London, ver aðgerðir lögreglunnar. Hún hafi verið sett í aðstæður þar sem nauðsynlegt reyndist að framfylgja lögum til að tryggja öryggi fólks. „Hundruð manns voru þétt saman með raunverulegri hættu á að Covid-19 smitaðist auðveldlega,“ hefur The Guardian eftir Ball. Hún segir að lögreglumenn hafi rætt við fólkið ítrekað áður en gripið var til aðgerða. Morðið á Everard hefur orðið kveikjan að umræðu um öryggi kvenna almennt. Lögreglumaður á fimmtugsaldri var handtekinn í síðustu viku, grunaður um að hafa rænt Everard og myrt hana. Hann var ákærður og leiddur fyrir dómara í gær. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Morðið á Söruh Everard Tengdar fréttir Átök milli lögreglu og gesta við minningarathöfn Everard Átök hafa brotist út á milli lögreglu og fólks sem var viðstatt minningarathöfn fyrir Söruh Everard í Lundúnum. Minningarathafnir fyrir Everard fóru fram víða um Bretland, bæði rafrænt og í persónu. 13. mars 2021 22:38 Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Fleiri fréttir Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Sjá meira
Lögreglumenn stöðvuðu minningarathöfn um Söruh Everard, unga konu sem var rænt og myrt fyrr í þessum mánuði, sem var haldin í Clapham í suðurhluta London í gærkvöldi. Nokkur hundruð manns voru þar saman komin þrátt fyrir að skipuleggjendur viðburðarins hefðu formlega hætt við hann. Til nokkurra átaka kom þegar lögreglumenn ætluðu að leysa samkomuna upp. Þeir handjárnuðu konur og eru sakaðir um að hafa rifið í þær. Að sögn lögreglu voru fjórir handteknir til að tryggja öryggi fólks vegna kórónuveirufaraldursins. Priti Patel, innanríkisráðherra úr Íhaldsflokknum, sagði myndir frá viðburðinum sem birtust á samfélagsmiðlum hafi verið óþægilegar á að horfa. Hún hafi beðið lögregluna um skýrslu um hvað gerðist. Sadiq Khan, borgarstjóri London úr Verkamannaflokknum, sagði það sem gerðist á viðburðinum óásættanlegt og að hann krefði lögreglustjórann einnig skýringa, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Lögreglan hefur skyldu til að framfylgja lögum vegna Covid en af þeim myndum sem ég hef séð að dæma er ljóst að viðbrögðin voru á köflum hvorki viðeigandi né í samræmi við tilefnið,“ tísti Khan. Helen Ball, aðstoðarlögreglustjóri í London, ver aðgerðir lögreglunnar. Hún hafi verið sett í aðstæður þar sem nauðsynlegt reyndist að framfylgja lögum til að tryggja öryggi fólks. „Hundruð manns voru þétt saman með raunverulegri hættu á að Covid-19 smitaðist auðveldlega,“ hefur The Guardian eftir Ball. Hún segir að lögreglumenn hafi rætt við fólkið ítrekað áður en gripið var til aðgerða. Morðið á Everard hefur orðið kveikjan að umræðu um öryggi kvenna almennt. Lögreglumaður á fimmtugsaldri var handtekinn í síðustu viku, grunaður um að hafa rænt Everard og myrt hana. Hann var ákærður og leiddur fyrir dómara í gær.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Morðið á Söruh Everard Tengdar fréttir Átök milli lögreglu og gesta við minningarathöfn Everard Átök hafa brotist út á milli lögreglu og fólks sem var viðstatt minningarathöfn fyrir Söruh Everard í Lundúnum. Minningarathafnir fyrir Everard fóru fram víða um Bretland, bæði rafrænt og í persónu. 13. mars 2021 22:38 Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Fleiri fréttir Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Sjá meira
Átök milli lögreglu og gesta við minningarathöfn Everard Átök hafa brotist út á milli lögreglu og fólks sem var viðstatt minningarathöfn fyrir Söruh Everard í Lundúnum. Minningarathafnir fyrir Everard fóru fram víða um Bretland, bæði rafrænt og í persónu. 13. mars 2021 22:38
Leiddur fyrir dómara og ákærður fyrir morðið á Everard Breski lögreglumaðurinn Wayne Couzens, sem var í gærkvöldi ákærður fyrir að hafa rænt og myrt Söruh Everard, sem hvarf 3. mars síðastliðinn, var leiddur fyrir dómara í dag og ákæran á hendur honum formlega staðfest. 13. mars 2021 13:58