Björgunarsveitin birti myndbandsupptökur úr öryggismyndavélum bílasalarins á Facebook þar sem má sjá björgunarsveitabíla og tæki hristast vegna skjálftans.
Skjálftinn reið yfir klukkan 14:15 og átti hann upptök sín um 2,5 kílómetra vestur af Nátthaga. Skjálftinn fannst víða um land, meðal annars á Suðurlandi, í Stykkishólmi og Búðardal. Þá segir í tilkynningu frá Veðurstofu að skjálftinn hafi fundist norður á Sauðárkrók og suður í Vestmannaeyjar.