Hefur ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2021 14:36 ÍON-hótelið við Nesjavelli. Vísir/Egill Á fjórða tug hið minnsta eru í sóttkví eftir að starfsmaður ION hótela á Nesjavöllum greindist með kórónuveiruna í gær. Starfsmaðurinn hefur ekki verið við vinnu síðan í byrjun mars en sótti þó starfsmannagleði á sunnudag. Eigandi hótelsins segir starfsmanninn ekki hafa hugmynd um hvernig hann smitaðist. Greint var frá því í dag að einn hefði greinst með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær. Sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna fyrir hádegi að ekki væri búið að rekja smitið og að raðgreining lægi heldur ekki fyrir. Smitið væri vísbending um að veiran væri ekki horfin úr samfélaginu. Sigurlaug Sverrisdóttir eigandi ION hótela segir í samtali við Vísi að starfsmaðurinn, sem greindist með veiruna seint í gærkvöldi, hafi ekki verið við vinnu síðan 7. mars. Engir gestir séu því taldir í smithættu. Strax hafi verið ráðist í viðeigandi ráðstafanir; hótelið sótthreinsað og byrjað að rekja hverja starfsmaðurinn hafi verið í samskiptum við. Þá er búið að manna allar vaktir en milli þrjátíu og fjörutíu starfsmenn hótelsins og veitingastaðanna Silfru og Sumac, sem heyra undir sama fyrirtæki, eru í sóttkví eftir starfsmannagleði síðasta sunnudag, sem umræddur starfsmaður sótti. Sóttvarnareglur hafi þar verið hafðar í heiðri. Starfsmaðurinn vinnur á ION hótelinu á Nesjavöllum en hefur ekki mætt í vinnu síðan 7. mars. Sigurlaug segir að hingað til hafi sem betur fer engir aðrir starfsmenn fundið fyrir einkennum. Þá sé starfsmaðurinn jafnframt einkennalítill. Hann hafi ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist; enginn í nærumhverfi hans hafi til að mynda verið að koma frá útlöndum. Þá segir Sigurlaug að starfsemi hótelsins og Sumac haldist áfram óbreytt og opið verði um helgina. Eftirfarandi tilkynning barst frá ION Hóteli á fimmta tímanum í dag: Einn starfsmaður ION Hótela greindist með kórónuveirusmit í gær utan sóttkvíar Einn starfsmaður ION Hótela greindist með kórónuveirusmit í gær en hann var utan sóttkvíar. Starfsmaðurinn hefur ekki verið á vakt á hótelinu frá 7. mars síðastliðnum eða 10 dögum frá því að smitið kom upp. Engir gestir hótelsins eiga því að vera í smithættu. Starfsmaðurinn sem er einkennalítill ákvað að fyrra bragði að fara í covid próf í gær þar sem hann átti að mæta á vakt næstkomandi föstudag. Mikið hefur verið brýnt fyrir starfsfólki að halda sig heima ef þau finna fyrir einkennum. Síðastliðinn sunnudag hitti starfsmaðurinn, samstarfsfólk sitt á vorgleði starfsmanna sem fram fór á hótelinu á Nesjavöllum, þá var starfsmaðurinn einkennalaus. Allir starfsmenn sem sóttu vorgleðina eru nú í sóttkví. Enn sem komið er hefur enginn þeirra fundið fyrir einkennum. Starfsfólk hótelsins vinnur náið með sóttvarnaryfirvöldum að málinu. Smit starfsmannsins kom sem fyrr segir fram í gær en smitrakning stendur yfir og er búist við raðgreiningu í kvöld, samkvæmt sóttvarnarlækni. Eftir að smitið kom upp hefur öllu eftirliti og leiðbeiningum um sóttvarnir verið fylgt eftir til að tryggja öryggi og velferð gesta og starfsfólks. Búið er að manna allar vaktir og er starfsemi ION Hótela, Sumac og ÓX því óbreytt og verður opin gestum um helgina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Einn greindist utan sóttkvíar Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta kórónuveirusmitið sem greinist hér á landi utan sóttkvíar síðan 8. mars. 18. mars 2021 10:43 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Greint var frá því í dag að einn hefði greinst með kórónuveiruna utan sóttkvíar í gær. Sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna fyrir hádegi að ekki væri búið að rekja smitið og að raðgreining lægi heldur ekki fyrir. Smitið væri vísbending um að veiran væri ekki horfin úr samfélaginu. Sigurlaug Sverrisdóttir eigandi ION hótela segir í samtali við Vísi að starfsmaðurinn, sem greindist með veiruna seint í gærkvöldi, hafi ekki verið við vinnu síðan 7. mars. Engir gestir séu því taldir í smithættu. Strax hafi verið ráðist í viðeigandi ráðstafanir; hótelið sótthreinsað og byrjað að rekja hverja starfsmaðurinn hafi verið í samskiptum við. Þá er búið að manna allar vaktir en milli þrjátíu og fjörutíu starfsmenn hótelsins og veitingastaðanna Silfru og Sumac, sem heyra undir sama fyrirtæki, eru í sóttkví eftir starfsmannagleði síðasta sunnudag, sem umræddur starfsmaður sótti. Sóttvarnareglur hafi þar verið hafðar í heiðri. Starfsmaðurinn vinnur á ION hótelinu á Nesjavöllum en hefur ekki mætt í vinnu síðan 7. mars. Sigurlaug segir að hingað til hafi sem betur fer engir aðrir starfsmenn fundið fyrir einkennum. Þá sé starfsmaðurinn jafnframt einkennalítill. Hann hafi ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist; enginn í nærumhverfi hans hafi til að mynda verið að koma frá útlöndum. Þá segir Sigurlaug að starfsemi hótelsins og Sumac haldist áfram óbreytt og opið verði um helgina. Eftirfarandi tilkynning barst frá ION Hóteli á fimmta tímanum í dag: Einn starfsmaður ION Hótela greindist með kórónuveirusmit í gær utan sóttkvíar Einn starfsmaður ION Hótela greindist með kórónuveirusmit í gær en hann var utan sóttkvíar. Starfsmaðurinn hefur ekki verið á vakt á hótelinu frá 7. mars síðastliðnum eða 10 dögum frá því að smitið kom upp. Engir gestir hótelsins eiga því að vera í smithættu. Starfsmaðurinn sem er einkennalítill ákvað að fyrra bragði að fara í covid próf í gær þar sem hann átti að mæta á vakt næstkomandi föstudag. Mikið hefur verið brýnt fyrir starfsfólki að halda sig heima ef þau finna fyrir einkennum. Síðastliðinn sunnudag hitti starfsmaðurinn, samstarfsfólk sitt á vorgleði starfsmanna sem fram fór á hótelinu á Nesjavöllum, þá var starfsmaðurinn einkennalaus. Allir starfsmenn sem sóttu vorgleðina eru nú í sóttkví. Enn sem komið er hefur enginn þeirra fundið fyrir einkennum. Starfsfólk hótelsins vinnur náið með sóttvarnaryfirvöldum að málinu. Smit starfsmannsins kom sem fyrr segir fram í gær en smitrakning stendur yfir og er búist við raðgreiningu í kvöld, samkvæmt sóttvarnarlækni. Eftir að smitið kom upp hefur öllu eftirliti og leiðbeiningum um sóttvarnir verið fylgt eftir til að tryggja öryggi og velferð gesta og starfsfólks. Búið er að manna allar vaktir og er starfsemi ION Hótela, Sumac og ÓX því óbreytt og verður opin gestum um helgina.
Eftirfarandi tilkynning barst frá ION Hóteli á fimmta tímanum í dag: Einn starfsmaður ION Hótela greindist með kórónuveirusmit í gær utan sóttkvíar Einn starfsmaður ION Hótela greindist með kórónuveirusmit í gær en hann var utan sóttkvíar. Starfsmaðurinn hefur ekki verið á vakt á hótelinu frá 7. mars síðastliðnum eða 10 dögum frá því að smitið kom upp. Engir gestir hótelsins eiga því að vera í smithættu. Starfsmaðurinn sem er einkennalítill ákvað að fyrra bragði að fara í covid próf í gær þar sem hann átti að mæta á vakt næstkomandi föstudag. Mikið hefur verið brýnt fyrir starfsfólki að halda sig heima ef þau finna fyrir einkennum. Síðastliðinn sunnudag hitti starfsmaðurinn, samstarfsfólk sitt á vorgleði starfsmanna sem fram fór á hótelinu á Nesjavöllum, þá var starfsmaðurinn einkennalaus. Allir starfsmenn sem sóttu vorgleðina eru nú í sóttkví. Enn sem komið er hefur enginn þeirra fundið fyrir einkennum. Starfsfólk hótelsins vinnur náið með sóttvarnaryfirvöldum að málinu. Smit starfsmannsins kom sem fyrr segir fram í gær en smitrakning stendur yfir og er búist við raðgreiningu í kvöld, samkvæmt sóttvarnarlækni. Eftir að smitið kom upp hefur öllu eftirliti og leiðbeiningum um sóttvarnir verið fylgt eftir til að tryggja öryggi og velferð gesta og starfsfólks. Búið er að manna allar vaktir og er starfsemi ION Hótela, Sumac og ÓX því óbreytt og verður opin gestum um helgina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Einn greindist utan sóttkvíar Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta kórónuveirusmitið sem greinist hér á landi utan sóttkvíar síðan 8. mars. 18. mars 2021 10:43 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Einn greindist utan sóttkvíar Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta kórónuveirusmitið sem greinist hér á landi utan sóttkvíar síðan 8. mars. 18. mars 2021 10:43