Bjarki Kaldalóns Friis náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að gosið sé talið lítið og að engir gosstrókar sjáist. Tvær hrauntungur sjáist hins vegar. Önnur sé um 2,6 kílómetra frá Suðurstrandarvegi, sem búið er að loka. Mjög lágskýjað er á svæðinu og skjálftavirkni lítil.
Myndband Veðurstofunnar, sem tekið er úr þyrlu Landhelgisgæslunnar í kvöld, sést hér fyrir neðan.