Eldgosið sem hófst í kvöld er talið vera lítið og gossprungan á bilinu 0,5 til einn kílómetri að lengd. Hraunið er talið vera minna en einn ferkílómetri að stærð.
Lítil gosstrókavirkni er á svæðinu en í fluginu verður kannað hvernig þróunin hefur verið í nótt. Starfsfólk Veðurstofunnar verður með í för, en það hefur verið í gasmælingum frá því að gosið hófst.
Tæplega þúsund jarðskjálftar mældust í gær og var sá stærsti 3,7 að stærð klukkan 05:48 við Reykjanestá. Frá miðnætti hafa um 160 jarðskjálftar mælst og sá stærsti 2,3 um klukkan fimm.
Sigurjón Guðni Ólason, tökumaður Stöðvar 2, flaug í þyrlu yfir gosstöðvarnar í Geldingadal í kvöld. Rauðglóandi hraunið sást vel úr lofti og má sjá myndband hér að neðan.