„Verði honum að góðu“ Jakob Bjarnar skrifar 22. mars 2021 09:25 Guðmundur Franklín er harla kátur með nýja auglýsingu frá Kjörís sem hann telur gagnast Frjálslynda lýðræðisflokknum afar vel. Guðrún Hafsteinsdóttir hjá Kjörís, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, vonar að honum líki ísinn en vonar að hann fari ekki að ganga um í Kjörísbol. Foringi Frjálslynda lýðræðisflokksins telur „XOXO“ í auglýsingu Kjöríss minna rækilega á flokkinn sem hefur listabókstafinn O. Guðrún Hafsteinsdóttir hjá Kjörís, sem ætlar sér efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins segist fagna væntanlegum viðskiptum frá Guðmundi Franklín. „Ég bara vona að markaðsstjóri Kjöríss sendi mér ekki reikninginn. Því ég er farinn að sjá um auglýsingar fyrir flokkinn um allt land. Kann henni bestu þakkir fyrir þetta og vona að fólk kunni að meta þennan ís, að hann sé bragðgóður,“ segir Guðmundur Franklín í samtali við Vísi. Telur ísauglýsinguna nýtast flokknum sínum vel Guðmundur telur heldur betur hafa hlaupið á snærið hjá sér og Frjálslynda lýðræðisflokknum sem hann stofnaði og ætlar fram með í komandi Alþingiskosningum en áletrunin við mynd af nýjum toppís frá Kjörís; XOXO segir hann minna kjósendur rækilega á að kjósa flokkinn. O er listabókstafur Frjálslynda lýðræðisflokksins. En vert er að geta þess að þarna er um að ræða vísun í þekkta kveðju í skilaboðum og bréfum sem standa fyrir kossa og knús. „Hún má búast við miklum viðskiptum frá öllum mínum flokksmönnum og velunnurum sem þykir ís góður,“ segir Guðmundur Franklín og skríkir af kátínu. Já helgin verður alltaf góð með Frjálslynda lýðræðisflokknum...XOXO kossar og knús Posted by Guðmundur Franklín Jónsson on Miðvikudagur, 17. mars 2021 Hann segir þetta ótrúlega tilviljun því litirnir auglýsingunni séu nákvæmlega þeir sömu og til stendur að nota í lógó, eða einkennismerki flokksins. Guðmundur Franklín telur víst að þessi tiltekni Lakkr-ís verði einskonar einkennisgóðgæti Frjálslynda lýðræðisflokksins. Það verði keypt í stórum stíl og dreift til stuðningsmanna. Markaðsstjóri Kjöríss og einn eigenda er Guðrún Hafsteinsdóttir en Guðrún hefur gefið það út að hún vilji leiða Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi. Þar mun hún meðal annars kljást við þá Pál Magnússon sem situr í efsta sæti í því kjördæmi sem og Vilhjálm Árnason þingmann sem stefnir að því einnig. Bara að hann fari ekki að ganga um í Kjörís-bol „Nú ertu að segja mér fréttir,“ segir Guðrún þegar blaðamaður Vísis bar þetta undir hana nú skömmu fyrir helgi, að Guðmundur vilji tengja sig og flokk sinn við auglýsinguna. „Þetta er nú pínu fyndið verð ég að segja. Fyrstu viðbrögð mín eru að ég „couldn't care less!“ Kjörís ehf. tengist engum stjórnmálaflokki og við erum í engu sambandi við Frjálslynda lýðræðisflokkinn.“ Hún segir jafnframt að þeim hjá Kjörís þyki alltaf gaman þegar viðskiptavinir deili efni frá þeim. „En við eigum erfitt að stýra því hvernig efni okkar er notað eins og í þessu tilfelli. Guðmundur Franklín getur vitaskuld farið út í búð og keypt vöru frá okkur og gefið fólki. Við höfum enga stjórn á því. Ég verð samt að segja að ef hann fer að ganga um í Kjörísbol eða stilla upp merki flokks síns við hliðina á okkar merki að það þætti mér ekki í lagi. En akkúrat þetta truflar mig ekki. Mér finnst þetta bara pínu fyndið eins og ég sagði í upphafi. Verði honum svo bara að góðu.“ Auglýsinga- og markaðsmál Alþingiskosningar 2021 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
„Ég bara vona að markaðsstjóri Kjöríss sendi mér ekki reikninginn. Því ég er farinn að sjá um auglýsingar fyrir flokkinn um allt land. Kann henni bestu þakkir fyrir þetta og vona að fólk kunni að meta þennan ís, að hann sé bragðgóður,“ segir Guðmundur Franklín í samtali við Vísi. Telur ísauglýsinguna nýtast flokknum sínum vel Guðmundur telur heldur betur hafa hlaupið á snærið hjá sér og Frjálslynda lýðræðisflokknum sem hann stofnaði og ætlar fram með í komandi Alþingiskosningum en áletrunin við mynd af nýjum toppís frá Kjörís; XOXO segir hann minna kjósendur rækilega á að kjósa flokkinn. O er listabókstafur Frjálslynda lýðræðisflokksins. En vert er að geta þess að þarna er um að ræða vísun í þekkta kveðju í skilaboðum og bréfum sem standa fyrir kossa og knús. „Hún má búast við miklum viðskiptum frá öllum mínum flokksmönnum og velunnurum sem þykir ís góður,“ segir Guðmundur Franklín og skríkir af kátínu. Já helgin verður alltaf góð með Frjálslynda lýðræðisflokknum...XOXO kossar og knús Posted by Guðmundur Franklín Jónsson on Miðvikudagur, 17. mars 2021 Hann segir þetta ótrúlega tilviljun því litirnir auglýsingunni séu nákvæmlega þeir sömu og til stendur að nota í lógó, eða einkennismerki flokksins. Guðmundur Franklín telur víst að þessi tiltekni Lakkr-ís verði einskonar einkennisgóðgæti Frjálslynda lýðræðisflokksins. Það verði keypt í stórum stíl og dreift til stuðningsmanna. Markaðsstjóri Kjöríss og einn eigenda er Guðrún Hafsteinsdóttir en Guðrún hefur gefið það út að hún vilji leiða Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi. Þar mun hún meðal annars kljást við þá Pál Magnússon sem situr í efsta sæti í því kjördæmi sem og Vilhjálm Árnason þingmann sem stefnir að því einnig. Bara að hann fari ekki að ganga um í Kjörís-bol „Nú ertu að segja mér fréttir,“ segir Guðrún þegar blaðamaður Vísis bar þetta undir hana nú skömmu fyrir helgi, að Guðmundur vilji tengja sig og flokk sinn við auglýsinguna. „Þetta er nú pínu fyndið verð ég að segja. Fyrstu viðbrögð mín eru að ég „couldn't care less!“ Kjörís ehf. tengist engum stjórnmálaflokki og við erum í engu sambandi við Frjálslynda lýðræðisflokkinn.“ Hún segir jafnframt að þeim hjá Kjörís þyki alltaf gaman þegar viðskiptavinir deili efni frá þeim. „En við eigum erfitt að stýra því hvernig efni okkar er notað eins og í þessu tilfelli. Guðmundur Franklín getur vitaskuld farið út í búð og keypt vöru frá okkur og gefið fólki. Við höfum enga stjórn á því. Ég verð samt að segja að ef hann fer að ganga um í Kjörísbol eða stilla upp merki flokks síns við hliðina á okkar merki að það þætti mér ekki í lagi. En akkúrat þetta truflar mig ekki. Mér finnst þetta bara pínu fyndið eins og ég sagði í upphafi. Verði honum svo bara að góðu.“
Auglýsinga- og markaðsmál Alþingiskosningar 2021 Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira