Maðurinn fundinn sem leitað var að við gosstöðvarnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 22. mars 2021 10:01 Frá gosstöðvunum í Geldingadal. Vísir/Vilhelm Maður sem leitað hefur verið í nágrenni gosstöðvanna í Geldingadal er fundinn. Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við Vísi. Gunnar Schram hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir í samtali við fréttastofu að leitað hafi verið að fólki úr nokkrum bílum snemma í morgun. Það fólk komst í leitirnar eitt af öðru en eftir stóð einn maður sem hafði verið á bíl á þýskum númerum. Nú skömmu fyrir klukkan 10 spurðist til mannsins heilum á húfi í Grindavík og skömmu síðar var staðfest að um væri að ræða manninn sem leitað var að. Mikill viðbúnaður var við leitina og töluverður fjöldi sem leitaði að manninum að sögn Gunnars. Björgunarsveitarfólk leitaði að manninum gangandi í svokallaðri hraðleit frá bílnum að gosstöðvunum. Þá voru aðrir björgunarsveitarmenn sem komu sér fyrir á sjónpóstum uppi á fellum auk þess sem drónar voru notaðir við leitina. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út og flaug hún yfir gossvæðið. Björgunarsveitarfólk er nú hætt að leita og þyrlan lenti í Reykjavík klukkan 10. Davíð Már segir að þyrlusveit Gæslunnar hafi ekki séð neinn á ferli við gosstöðvarnar. Gossvæðinu var lokað í morgun vegna hættulegrar gasmengunar. Almannavarnir biðja fólk um að virða þá lokun. Þá er veðurspáin mjög slæm fyrir Suðurnesin og þar með gossvæðið mjög slæm; gul viðvörun er í gildi vegna hvassviðris eða storms og gætu hviður farið í allt að þrjátíu metra á sekúndu. Mikið mæddi á björgunarsveitarfólki í nótt þar sem tugum einstaklinga var komið til aðstoðar sem höfðu lent í vandræðum í nágrenni gosstöðvanna vegna veðurs. Rúmlega 140 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðunum og um fjörutíu manns leituðu í fjöldahjálparstöð Rauða krossins sem komið var upp í Grindavík. „Þeir sem voru hérna i nótt lýsa því svoleiðis að í raun hafi þeir bjargað mannslífum í einhverjum tilvikum,“ segir Gunnar. Davíð Már segir að nú verði skoðað hvernig hægt sé að skipuleggja hlutina betur svo minnka megi líkurnar á því að ástand sambærilegt því sem skapaðist í nótt endurtaki sig. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Grindavík Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Gunnar Schram hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir í samtali við fréttastofu að leitað hafi verið að fólki úr nokkrum bílum snemma í morgun. Það fólk komst í leitirnar eitt af öðru en eftir stóð einn maður sem hafði verið á bíl á þýskum númerum. Nú skömmu fyrir klukkan 10 spurðist til mannsins heilum á húfi í Grindavík og skömmu síðar var staðfest að um væri að ræða manninn sem leitað var að. Mikill viðbúnaður var við leitina og töluverður fjöldi sem leitaði að manninum að sögn Gunnars. Björgunarsveitarfólk leitaði að manninum gangandi í svokallaðri hraðleit frá bílnum að gosstöðvunum. Þá voru aðrir björgunarsveitarmenn sem komu sér fyrir á sjónpóstum uppi á fellum auk þess sem drónar voru notaðir við leitina. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út og flaug hún yfir gossvæðið. Björgunarsveitarfólk er nú hætt að leita og þyrlan lenti í Reykjavík klukkan 10. Davíð Már segir að þyrlusveit Gæslunnar hafi ekki séð neinn á ferli við gosstöðvarnar. Gossvæðinu var lokað í morgun vegna hættulegrar gasmengunar. Almannavarnir biðja fólk um að virða þá lokun. Þá er veðurspáin mjög slæm fyrir Suðurnesin og þar með gossvæðið mjög slæm; gul viðvörun er í gildi vegna hvassviðris eða storms og gætu hviður farið í allt að þrjátíu metra á sekúndu. Mikið mæddi á björgunarsveitarfólki í nótt þar sem tugum einstaklinga var komið til aðstoðar sem höfðu lent í vandræðum í nágrenni gosstöðvanna vegna veðurs. Rúmlega 140 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðunum og um fjörutíu manns leituðu í fjöldahjálparstöð Rauða krossins sem komið var upp í Grindavík. „Þeir sem voru hérna i nótt lýsa því svoleiðis að í raun hafi þeir bjargað mannslífum í einhverjum tilvikum,“ segir Gunnar. Davíð Már segir að nú verði skoðað hvernig hægt sé að skipuleggja hlutina betur svo minnka megi líkurnar á því að ástand sambærilegt því sem skapaðist í nótt endurtaki sig. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Grindavík Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira