Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2021 18:55 Sérsveitarmenn rýma svæðið við gosstöðvarnar nú síðdegis. Vísir/Vilhelm Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. Nágrenni eldgossins í Geldingadal var rýmt klukkan 17 í dag en Veðurstofan varar við því að hættulegar gastegundir geti safnast fyrir í lægðum og dældum þegar veður lægir. Styrkur gassins þar gæti verið lífshættulegur. Jóhann K. Jóhansson fréttamaður var á vettvangi á Suðurnesjum í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræddi við Sigurð Bergmann, aðalvarðstjóra hjá lögreglu á Suðurnesjum. Rýming var enn í gangi þegar kvöldfréttir hófust um klukkan 18:30. Sigurður sagði að svo virtist sem gengið hefði nokkuð vel að rýma svæðið. Þá hefði lögregla búist við því að fleiri yrðu á svæðinu þegar rýming hæfist. Mikið öngþveiti varð á Suðurstrandarvegi í dag, sem opnaður var í aðra áttina í gær til að auðvelda aðkomu göngufólks á svæðinu. Bílaröðin sem myndaðist eftir því sem leið á daginn var líkast til lengri en gönguleiðin frá Suðurstrandarvegi að gosstöðvunum. Inntur eftir því hvort gerðar yrðu einhverjar ráðstafanir til að bæta ástandið sagði Sigurður að rýnt yrði í stöðuna og fundað. „Þetta gekk ekki upp, það var alltof mikil aðsókn miðað við skipulagið,“ sagði Sigurður. Skipulagið yrði með öðrum hætti á morgun. Þá yrði að koma í ljós hvort svæðið yrði yfir höfuð opið á morgun. „Það er óvíst,“ sagði Sigurður. Viðtal Jóhanns K. Jóhannssonar við Sigurð og umfjöllun Jóhanns frá gosstöðvunum í dag má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Grindavík Tengdar fréttir Ofan í auga gígsins Hundruð ef ekki þúsundir lögðu leið sína til Grindavíkur í dag og áfram Suðurstrandarveginn í átt að gosstöðvunum. Göngufólk hefur upplifað sólskin og haglél en áfram kraumar í gígnum í Geldingadal. 23. mars 2021 16:08 Ótrúlegt að dróninn hafi lifað þetta af Myndir og myndbönd frá gosinu á Reykjanesskaga hafa vakið mikla athygli síðustu daga, bæði hér á landi og langt út fyrir landsteinana. Björn Steinbekk hefur farið tvær ferðir til að mynda gosið. 23. mars 2021 15:29 Fólk verður að yfirgefa svæðið í síðasta lagi klukkan fimm Seinni partinn í dag og á morgun verður ekki óhætt að vera nálægt eldstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar. Náttúruvársérfræðingur segir að fólk verði að hafa yfirgefið svæðið fyrir klukkan fimm, í síðasta lagi. Við eldgosið séu skaðlegar gastegundir og meðal annars ein sem fólk hvorki sér né finnur lykt af. 23. mars 2021 12:10 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Nágrenni eldgossins í Geldingadal var rýmt klukkan 17 í dag en Veðurstofan varar við því að hættulegar gastegundir geti safnast fyrir í lægðum og dældum þegar veður lægir. Styrkur gassins þar gæti verið lífshættulegur. Jóhann K. Jóhansson fréttamaður var á vettvangi á Suðurnesjum í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 og ræddi við Sigurð Bergmann, aðalvarðstjóra hjá lögreglu á Suðurnesjum. Rýming var enn í gangi þegar kvöldfréttir hófust um klukkan 18:30. Sigurður sagði að svo virtist sem gengið hefði nokkuð vel að rýma svæðið. Þá hefði lögregla búist við því að fleiri yrðu á svæðinu þegar rýming hæfist. Mikið öngþveiti varð á Suðurstrandarvegi í dag, sem opnaður var í aðra áttina í gær til að auðvelda aðkomu göngufólks á svæðinu. Bílaröðin sem myndaðist eftir því sem leið á daginn var líkast til lengri en gönguleiðin frá Suðurstrandarvegi að gosstöðvunum. Inntur eftir því hvort gerðar yrðu einhverjar ráðstafanir til að bæta ástandið sagði Sigurður að rýnt yrði í stöðuna og fundað. „Þetta gekk ekki upp, það var alltof mikil aðsókn miðað við skipulagið,“ sagði Sigurður. Skipulagið yrði með öðrum hætti á morgun. Þá yrði að koma í ljós hvort svæðið yrði yfir höfuð opið á morgun. „Það er óvíst,“ sagði Sigurður. Viðtal Jóhanns K. Jóhannssonar við Sigurð og umfjöllun Jóhanns frá gosstöðvunum í dag má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Grindavík Tengdar fréttir Ofan í auga gígsins Hundruð ef ekki þúsundir lögðu leið sína til Grindavíkur í dag og áfram Suðurstrandarveginn í átt að gosstöðvunum. Göngufólk hefur upplifað sólskin og haglél en áfram kraumar í gígnum í Geldingadal. 23. mars 2021 16:08 Ótrúlegt að dróninn hafi lifað þetta af Myndir og myndbönd frá gosinu á Reykjanesskaga hafa vakið mikla athygli síðustu daga, bæði hér á landi og langt út fyrir landsteinana. Björn Steinbekk hefur farið tvær ferðir til að mynda gosið. 23. mars 2021 15:29 Fólk verður að yfirgefa svæðið í síðasta lagi klukkan fimm Seinni partinn í dag og á morgun verður ekki óhætt að vera nálægt eldstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar. Náttúruvársérfræðingur segir að fólk verði að hafa yfirgefið svæðið fyrir klukkan fimm, í síðasta lagi. Við eldgosið séu skaðlegar gastegundir og meðal annars ein sem fólk hvorki sér né finnur lykt af. 23. mars 2021 12:10 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Ofan í auga gígsins Hundruð ef ekki þúsundir lögðu leið sína til Grindavíkur í dag og áfram Suðurstrandarveginn í átt að gosstöðvunum. Göngufólk hefur upplifað sólskin og haglél en áfram kraumar í gígnum í Geldingadal. 23. mars 2021 16:08
Ótrúlegt að dróninn hafi lifað þetta af Myndir og myndbönd frá gosinu á Reykjanesskaga hafa vakið mikla athygli síðustu daga, bæði hér á landi og langt út fyrir landsteinana. Björn Steinbekk hefur farið tvær ferðir til að mynda gosið. 23. mars 2021 15:29
Fólk verður að yfirgefa svæðið í síðasta lagi klukkan fimm Seinni partinn í dag og á morgun verður ekki óhætt að vera nálægt eldstöðvunum í Geldingadal vegna gasmengunar. Náttúruvársérfræðingur segir að fólk verði að hafa yfirgefið svæðið fyrir klukkan fimm, í síðasta lagi. Við eldgosið séu skaðlegar gastegundir og meðal annars ein sem fólk hvorki sér né finnur lykt af. 23. mars 2021 12:10