Mottur ársins Stefán Árni Pálsson skrifar 25. mars 2021 12:30 Á myndinni má sjá Guðmund bakara með fegurstu mottu ársins 2021, þá Stefán Þór Sigurðsson og Sigurð Svansson frá HS Orku, og loks Sigurþór Jónsson, réttnefnda mottu ársins 2021. Motta ársins, fallegasta mottan, og mottulið ársins eru ekki orð eða hugtök sem heyrast oft. En hjá Krabbameinsfélaginu voru þau í hávegum höfð þegar sigurvegarar í Mottukeppninni árið 2021 voru krýndir. Mottukeppnin var hluti árveknisátaks Krabbameinsfélagsins, Mottumars, þar sem þátttakendur söfnuðu yfirvaraskeggi, eða mottu, og um leið áheitum, til stuðnings starfi í þágu krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra. Sigurvegarar í áheitakeppninni voru ótvíræðir. Í einstaklingsflokki var það Sigurþór Jónsson, eða Sissó, sem var hlutskarpastur og safnaði hann alls 545.000 krónum. Sigurþór á sér sögu þegar kemur að krabbameinum. Hann missti föður sinn fyrir tíu árum þegar hann lést eftir langvarandi veikindi. Sigurþór ætlar því miður ekki að halda áfram að skarta yfirvaraskeggi, eða að minnsta kosti ekki fyrr en Mottumars 2022 hefst. Í liðaflokki voru það starfsmenn HS Orku sem náðu í flest áheit. Söfnuðu þeir alls fyrir 1.239.000 krónur, sem verður að teljast afar frábær árangur. Hjá HS Orku voru þátttakendur í átakinu, eða þeir sem söfnuðu yfirvaraskeggi, alls 13 talsins og fengu þeir allir gjafapoka að launum. Miðað við myndirnar litu þeir líka allir einstaklega vel út með yfirvaraskegg og samkvæmt heimildum Krabbameinsfélagsins ætla einhverjir að taka það upp sem varanlegt „lúkk“. Rétt er að taka fram að HS Orka tvöfaldaði framlag síns hóps í áheitum. Rakarastofan Herramenn í Kópavogi sá síðan um að velja „fegurstu mottuna“, það yfirvaraskegg sem skaraði fram úr á fagurfræðilegan hátt. Þar var það Guðmundur bakari frá Selfossi sem var ósnertanlegur. Hann sagði við tilefnið að það hafi verið bandaríski kvikmyndaleikarinn Val Kilmer, þá sérstaklega í vestranum Tombstone eða Legsteinn, sem hafi verið honum innblástur. Alls söfnuðust 12.210.726 krónur í áheitakeppni Mottumars í ár og voru þátttakendur á sjöunda hundraðið. Áheitavefurinn verður þá enn opinn út marsmánuð, vilji fólk enn styðja sinn mann, og verður hægt að kaupa Mottumarssokka í verslunum um allt land, sem og í vefverslun Krabbameinsfélagsins. Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Les þeim sem „hata gleðina“ páskaeggjapistilinn Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Sjá meira
Mottukeppnin var hluti árveknisátaks Krabbameinsfélagsins, Mottumars, þar sem þátttakendur söfnuðu yfirvaraskeggi, eða mottu, og um leið áheitum, til stuðnings starfi í þágu krabbameinsgreindra og aðstandenda þeirra. Sigurvegarar í áheitakeppninni voru ótvíræðir. Í einstaklingsflokki var það Sigurþór Jónsson, eða Sissó, sem var hlutskarpastur og safnaði hann alls 545.000 krónum. Sigurþór á sér sögu þegar kemur að krabbameinum. Hann missti föður sinn fyrir tíu árum þegar hann lést eftir langvarandi veikindi. Sigurþór ætlar því miður ekki að halda áfram að skarta yfirvaraskeggi, eða að minnsta kosti ekki fyrr en Mottumars 2022 hefst. Í liðaflokki voru það starfsmenn HS Orku sem náðu í flest áheit. Söfnuðu þeir alls fyrir 1.239.000 krónur, sem verður að teljast afar frábær árangur. Hjá HS Orku voru þátttakendur í átakinu, eða þeir sem söfnuðu yfirvaraskeggi, alls 13 talsins og fengu þeir allir gjafapoka að launum. Miðað við myndirnar litu þeir líka allir einstaklega vel út með yfirvaraskegg og samkvæmt heimildum Krabbameinsfélagsins ætla einhverjir að taka það upp sem varanlegt „lúkk“. Rétt er að taka fram að HS Orka tvöfaldaði framlag síns hóps í áheitum. Rakarastofan Herramenn í Kópavogi sá síðan um að velja „fegurstu mottuna“, það yfirvaraskegg sem skaraði fram úr á fagurfræðilegan hátt. Þar var það Guðmundur bakari frá Selfossi sem var ósnertanlegur. Hann sagði við tilefnið að það hafi verið bandaríski kvikmyndaleikarinn Val Kilmer, þá sérstaklega í vestranum Tombstone eða Legsteinn, sem hafi verið honum innblástur. Alls söfnuðust 12.210.726 krónur í áheitakeppni Mottumars í ár og voru þátttakendur á sjöunda hundraðið. Áheitavefurinn verður þá enn opinn út marsmánuð, vilji fólk enn styðja sinn mann, og verður hægt að kaupa Mottumarssokka í verslunum um allt land, sem og í vefverslun Krabbameinsfélagsins.
Skimun fyrir krabbameini Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Les þeim sem „hata gleðina“ páskaeggjapistilinn Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp