Hvað eiga skógrækt og pizzur sameiginlegt? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. mars 2021 20:43 Hæstu trén á Snæfoksstöðum í Grímsnesi eru orðin vel yfir tuttugu metrar. Við grisjun eru trjábolirnir sagaðir í sundur í nýju vélinni og viðarkubbar verða til, sem eru m.a. notaðir á Pizzastöðum landsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Klifur“ er nafni á nýrri vél fyrir skógræktarfélög landsins en hún klífur trjáboli til að búa til eldivið. Viðurinn er mjög vinsæll á pizzastöðum landsins. Snæfoksstaðir í Grímsnesi er stórt og mikið skógræktarsvæði í eigu Skógræktarfélags Árnesinga. Mikið hefur verið grisjað í skóginum undanfarin ár, sem þýðir að mikið af trjábolum verða til. Þeir eru nú settir í nýja vél, sem félagið var að kaupa frá Finnlandi en vélin er sú eina sinnar tegundar á Íslandi. Hún kallast „Klifur“ því hún er notuð til að kljúfa trjáboli. „Vélin er fullkomin og krefst lítils mannafla og við erum svo heppin að eiga inniaðstöðu á Snæfoksstöðum þannig að þarf nánast aldrei að fara út með þessa vél. Við tökum timbrið úr skóginum í vélina, svo í grindur og þurrkum inni,“ segir Kjartan Ólafsson, formaður Skógræktarfélags Árnesinga. Kjartan Ólafsson, formaður Skógræktarfélags Árnesinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er gert við við afurðina, sem kemur úr vélinni? „Afurðin er seld en það er mikið af pizzastöðum, sem kaupa og síðan fer þetta sem arinviður hjá sumarbústaðaeigendum og íbúðarhúsum. Pizzastaðirnir sumir hverjir eru með eldbakaðar pizzur og þá nota þeir mikinn eldivið,“ segir Kjartan. Bergur Þór Björnsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Árnesinga að koma með trjábol í nýju vélina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kjartan segir að nýja vélin sé mjög afkastamikil og eigi eftir að margborga sig fyrir félagið. „Á næstu tíu til fimmtán árum verður gríðarlega mikil viðarframleiðsla á Íslandi og við þurfum að koma þeirri framleiðslu auðvitað í not, gera verðmæti úr þessari miklu viðarframleiðslu, sem er að koma í gagnið hérna“, segir Kjartan enn fremur. Nýja vélin var keypt frá Finnlandi og hefur reynst einstaklega vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira
Snæfoksstaðir í Grímsnesi er stórt og mikið skógræktarsvæði í eigu Skógræktarfélags Árnesinga. Mikið hefur verið grisjað í skóginum undanfarin ár, sem þýðir að mikið af trjábolum verða til. Þeir eru nú settir í nýja vél, sem félagið var að kaupa frá Finnlandi en vélin er sú eina sinnar tegundar á Íslandi. Hún kallast „Klifur“ því hún er notuð til að kljúfa trjáboli. „Vélin er fullkomin og krefst lítils mannafla og við erum svo heppin að eiga inniaðstöðu á Snæfoksstöðum þannig að þarf nánast aldrei að fara út með þessa vél. Við tökum timbrið úr skóginum í vélina, svo í grindur og þurrkum inni,“ segir Kjartan Ólafsson, formaður Skógræktarfélags Árnesinga. Kjartan Ólafsson, formaður Skógræktarfélags Árnesinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er gert við við afurðina, sem kemur úr vélinni? „Afurðin er seld en það er mikið af pizzastöðum, sem kaupa og síðan fer þetta sem arinviður hjá sumarbústaðaeigendum og íbúðarhúsum. Pizzastaðirnir sumir hverjir eru með eldbakaðar pizzur og þá nota þeir mikinn eldivið,“ segir Kjartan. Bergur Þór Björnsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Árnesinga að koma með trjábol í nýju vélina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kjartan segir að nýja vélin sé mjög afkastamikil og eigi eftir að margborga sig fyrir félagið. „Á næstu tíu til fimmtán árum verður gríðarlega mikil viðarframleiðsla á Íslandi og við þurfum að koma þeirri framleiðslu auðvitað í not, gera verðmæti úr þessari miklu viðarframleiðslu, sem er að koma í gagnið hérna“, segir Kjartan enn fremur. Nýja vélin var keypt frá Finnlandi og hefur reynst einstaklega vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Sjá meira