Hálka og slæm færð á leið að gosinu: „Mannbroddafæri þarna upp að“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. mars 2021 11:32 Sigvaldi er yfirvarðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum. Hann ítrekar að leiðin að gossvæðinu geti verið erfið yfirferðar. Vísir/Samsett Áætlað er að þúsundir hafi verið saman komnar í gærkvöldi og í nótt við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Eitthvað hefur verið um slys á svæðinu. Fólk hefur snúið sig eða dottið, enda afar hált á svæðinu og það erfitt yfirferðar. Sigvaldi Arnar Lárusson, yfirvarðstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, segir hafa verið margt um manninn á svæðinu í gær. Þá var talsverð umferð um svæðið í morgun og á þriðja hundrað bílar á Suðurstrandarvegi á tíunda tímanum. „Mér sýnist svona við talningu sem er gerð fyrir ekki löngu síðan, þá er 251 bíll á Suðurstrandarveginum,“ sagði Sigvaldi við fréttastofu í morgun. Lokað fyrir umferð klukkan eitt Lokað verður fyrir umferð að gossvæðinu klukkan eitt í dag. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tók ákvörðun um það eftir samráðsfund með viðbragðsaðilum. Samkvæmt upplýsingum frá Davíð Má Bjarnsyni, upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörg, er ástæðan versnandi veðurskilyrði á svæðinu. Í kjölfar lokunarinnar verður ráðist í að rýma svæðið við gosstöðvarnar. Fólk taki nesti, vasaljós og batterí Sigvaldi hvetur fólk sem hyggst ferðast í Geldingadali á næstunni að vera vel búið. Um sé að ræða fjallgöngu að vetrarlagi, en ekki léttan göngutúr. „Þetta er náttúrulega bara fjalllendi og fólk þarf að vera mjög vel búið. Það þýðir ekkert að ætla sér að taka bara einhverja síðdegisgöngu upp að þessu eftir ísrúntinn. Þetta er bara vetrarfærð og í gærkvöldi var þetta bara til dæmis mannbroddafæri þarna upp að.“ Sigvaldi ítrekar fyrir fólki að taka með sér nesti, vasaljós og jafnvel auka hleðslu fyrir síma sína. Lögregla leitaði í nótt að konu á svæðinu sem hafði orðið viðskila við gönguhóp sinn laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. Að sögn Sigvalda var konan köld og í geðshræringu þegar hún fannst á fimmta tímanum í nótt. Hún hafi þó, sem betur fer, komið í leitirnar. „Það er svo mikið myrkur að vasaljós er bara nauðsynlegt þarna. Það er mikið myrkur og veðrið breytist fljótt. Það er mjög auðvelt að tapa áttum,“ segir Sigvaldi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Birta þrívíddarlíkan af eldgosinu Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu hefur búið til og birt þrívíddarlíkan af eldgosinu í Geldingadal. Líkanið má sjá hér neðar í fréttinni. 25. mars 2021 22:37 Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01 Birtir myndband af eldgosinu í Geldingadal og sárnar að hafa rétt misst af því Bandaríski leikarinn og stórstjarnan Will Smith birtir í dag myndband af eldgosinu í Geldingadal á Instagram-reikningi sínum og þykir mikið til þess koma. Þá má ætla af færslu Smiths að hann hafi nýlega komið á slóðir eldgossins á Reykjanesi. 25. mars 2021 20:57 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Sigvaldi Arnar Lárusson, yfirvarðstjóri lögreglunnar á Suðurnesjum, segir hafa verið margt um manninn á svæðinu í gær. Þá var talsverð umferð um svæðið í morgun og á þriðja hundrað bílar á Suðurstrandarvegi á tíunda tímanum. „Mér sýnist svona við talningu sem er gerð fyrir ekki löngu síðan, þá er 251 bíll á Suðurstrandarveginum,“ sagði Sigvaldi við fréttastofu í morgun. Lokað fyrir umferð klukkan eitt Lokað verður fyrir umferð að gossvæðinu klukkan eitt í dag. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum tók ákvörðun um það eftir samráðsfund með viðbragðsaðilum. Samkvæmt upplýsingum frá Davíð Má Bjarnsyni, upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörg, er ástæðan versnandi veðurskilyrði á svæðinu. Í kjölfar lokunarinnar verður ráðist í að rýma svæðið við gosstöðvarnar. Fólk taki nesti, vasaljós og batterí Sigvaldi hvetur fólk sem hyggst ferðast í Geldingadali á næstunni að vera vel búið. Um sé að ræða fjallgöngu að vetrarlagi, en ekki léttan göngutúr. „Þetta er náttúrulega bara fjalllendi og fólk þarf að vera mjög vel búið. Það þýðir ekkert að ætla sér að taka bara einhverja síðdegisgöngu upp að þessu eftir ísrúntinn. Þetta er bara vetrarfærð og í gærkvöldi var þetta bara til dæmis mannbroddafæri þarna upp að.“ Sigvaldi ítrekar fyrir fólki að taka með sér nesti, vasaljós og jafnvel auka hleðslu fyrir síma sína. Lögregla leitaði í nótt að konu á svæðinu sem hafði orðið viðskila við gönguhóp sinn laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. Að sögn Sigvalda var konan köld og í geðshræringu þegar hún fannst á fimmta tímanum í nótt. Hún hafi þó, sem betur fer, komið í leitirnar. „Það er svo mikið myrkur að vasaljós er bara nauðsynlegt þarna. Það er mikið myrkur og veðrið breytist fljótt. Það er mjög auðvelt að tapa áttum,“ segir Sigvaldi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Birta þrívíddarlíkan af eldgosinu Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu hefur búið til og birt þrívíddarlíkan af eldgosinu í Geldingadal. Líkanið má sjá hér neðar í fréttinni. 25. mars 2021 22:37 Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01 Birtir myndband af eldgosinu í Geldingadal og sárnar að hafa rétt misst af því Bandaríski leikarinn og stórstjarnan Will Smith birtir í dag myndband af eldgosinu í Geldingadal á Instagram-reikningi sínum og þykir mikið til þess koma. Þá má ætla af færslu Smiths að hann hafi nýlega komið á slóðir eldgossins á Reykjanesi. 25. mars 2021 20:57 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Birta þrívíddarlíkan af eldgosinu Starfsfólk verkfræðistofunnar Eflu hefur búið til og birt þrívíddarlíkan af eldgosinu í Geldingadal. Líkanið má sjá hér neðar í fréttinni. 25. mars 2021 22:37
Landeigandi segir jarðeldana hafa komið upp í haugi Ísólfs Einn af landeigendum Geldingadala segir eldgosið hafa komið upp á haugi Ísólfs landnámsmanns og því sé alveg eins gott að kenna eldstöðina við Ísólf. Verið er að bæta göngu- og akstursleiðir að svæðinu en veðurspá helgarinnar er hins vegar afleit. 25. mars 2021 22:01
Birtir myndband af eldgosinu í Geldingadal og sárnar að hafa rétt misst af því Bandaríski leikarinn og stórstjarnan Will Smith birtir í dag myndband af eldgosinu í Geldingadal á Instagram-reikningi sínum og þykir mikið til þess koma. Þá má ætla af færslu Smiths að hann hafi nýlega komið á slóðir eldgossins á Reykjanesi. 25. mars 2021 20:57