Exit 2: Tuskulegri typpastrákar betri en flest annað Heiðar Sumarliðason skrifar 29. mars 2021 14:31 Auðsýnar metafórur plaga Exit 2. Standpínustrákarnir frá Osló í sjónvarpsþáttaröðinni Exit voru að sjálfsögðu klappaðir upp eftir frábæra fyrstu þáttaröð og hafa nú snúið aftur á sviðið. Þeir eru reyndar búnir að spila öll bestu lögin sín, en þeirra síðri lög eru þó töluvert betri en bestu lög flestra annarra. Því kvartar maður ekki undan þessari nýjustu viðbót, þó hún nái ekki sömu hæðum og fyrirrennari hennar. Eftir stutta senu með ofsaakstri Hermine (Agnes Kittelsen) förum við tvo daga aftur í tímann í upphafi fyrsta þáttar í seríu tvö. Þar hittum við Tobias (Henrik Kranz), þar sem hann er að sofa hjá vændiskonu í kofaskrifli í Mósambík. Þetta setur tóninn og gefur til kynna að Exit 2 verði jafn blöskranleg og fyrri þáttaröðinni. Það er þó ekki neinn beinstífur til sýnis hér, líkt og í upphafsatriði fyrsta þáttar frá því í fyrra. Gefið þeim bara tíma, það er gengið enn lengra síðar (já, ég er vísa í Jeppe og stripparann). Hermine lætur til sín taka. Þéttofinn vefur gefur eftir Fyrri þáttröð Exit var ekki aðeins yfirgengilega hneykslanleg, heldur var framvinda hennar þéttofinn vefur þar sem hvert augnablik þjónaði tilgangi. Því miður er vefurinn eilítið farinn að gefa eftir og þræðirnir ganga misvel upp. Best heppnuð af sögulínum karlanna er Williams (Pål Sverre Hagen), sem nú er edrú og „zen-aður.“ Sögulína Jeppes (Jon Øigarden), sem reynir að sætta foreldra sína sem skyldu margt fyrir löngu, hljómar vel á pappír en úrvinnslan ekki nægilega spennandi. Adam (Simon J. Berger) er við sama heygarðshornið, að ofsækja Hermine, á meðan Tobias (Henrik Kranz) á sennilega veikustu sögulínuna, þar sem hann skilur við eiginkonu sína (að því virðist hálfpartinn upp úr þurru) og hefur stórfurðulegt samband við vændiskonu. Henrik og vændiskonan, ekkert Pretty Woman hér. Eiginkonur kappanna eru sumar hverjar meira áberandi þetta skiptið. Hermine er aftur í mjög stóru hlutverki, og er meira í ökumannssætinu hér heldur en síðast, þegar hún var meira að bregðast við geðveikislegri hegðun Adams. Hér tekur hún örlög sín í eigin hendur og keyrir framvinduna áfram. Celine var í fyrri þáttaröðinni mest í því að úthúða eiginmanni sínum Willam, en fær nú meira rými á skjánum eftir að henni er sparkað af fjölskylduheimilinu af hefnigjörnum eiginmanninum. Hennar saga felst þó aðallega í því að vera grátbólgin, svipað og Sonia eiginkona Henriks, sem einnig vælir, drekkur brennivín og reykir gras. Eiginkona Jeppe, hún Mile, fær minnst pláss og ég gæti sennilega ekki einu sinni þekkt hana í sakamannaábendingu. Aldrei leiðinlegir Það er ávallt erfitt að fylgja eftir slíkri dúndur byrjun sem Exit sannarlega átti. Það tekst ekki fyllilega, þar sem götin í sögunni eru of mörg og einum of mikið af uppfyllingarefni. T.d. er furðu miklu púðri eytt í sögulínu um humarveiðimanninn Pål, sem á endanum verður hvorki fugl né fiskur, humar eða rækja. Einnig stinga í stúf langar einræður persónanna um viðskiptasiðferði, sem verða til þess að skilaboðin verða full augljós. Humarveiðimaðurinn Pål fær furðu mikið rými. En þó svo að ýmislegt sé gagnrýnisvert í þessari nýju Exit-þáttaröð, verður samt að viðurkennast að mér leiddist aldrei. Það er bara eitthvað við það að eyða tíma með þessum fávitum sem fáar aðrar þáttaraðir toppa. Ég verð að játa að ég er ekki alveg viss hvort sé búið að taka ákvörðun um áframhald, en það nýjasta sem ég finn um þetta á netinu er síðan 8. mars, en þar segja forsvarsmenn NRK að enn sé allt opið en að engin ákvörðun hafi verið tekin. Ég er á báðum áttum með hvort ég vilji meira Exit. Oftast þegar byrjar að halla eilítið undan fæti í þáttaröð númer tvö, er það ávísun á að enn frekar halli undan fæti í þeirri þriðju. En hvernig sem er þá mun ég horfa á þriðju þáttaröðina ef hún kemur. Niðurstaða: Önnur þáttaröð Exit nær ekki sömu hæðum og sú fyrsta og er töluvert lausari í reipunum. Það breytir því ekki að enn er hægt að hafa gaman af þessum norsku klikkhausum. Hægt er að hlýða á Heiðar Sumarliðason og Snæbjörn Brynjarsson ræða þáttaröðina hér að neðan. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Noregur Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið KSI kýlir út í íslenska loftið Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Eftir stutta senu með ofsaakstri Hermine (Agnes Kittelsen) förum við tvo daga aftur í tímann í upphafi fyrsta þáttar í seríu tvö. Þar hittum við Tobias (Henrik Kranz), þar sem hann er að sofa hjá vændiskonu í kofaskrifli í Mósambík. Þetta setur tóninn og gefur til kynna að Exit 2 verði jafn blöskranleg og fyrri þáttaröðinni. Það er þó ekki neinn beinstífur til sýnis hér, líkt og í upphafsatriði fyrsta þáttar frá því í fyrra. Gefið þeim bara tíma, það er gengið enn lengra síðar (já, ég er vísa í Jeppe og stripparann). Hermine lætur til sín taka. Þéttofinn vefur gefur eftir Fyrri þáttröð Exit var ekki aðeins yfirgengilega hneykslanleg, heldur var framvinda hennar þéttofinn vefur þar sem hvert augnablik þjónaði tilgangi. Því miður er vefurinn eilítið farinn að gefa eftir og þræðirnir ganga misvel upp. Best heppnuð af sögulínum karlanna er Williams (Pål Sverre Hagen), sem nú er edrú og „zen-aður.“ Sögulína Jeppes (Jon Øigarden), sem reynir að sætta foreldra sína sem skyldu margt fyrir löngu, hljómar vel á pappír en úrvinnslan ekki nægilega spennandi. Adam (Simon J. Berger) er við sama heygarðshornið, að ofsækja Hermine, á meðan Tobias (Henrik Kranz) á sennilega veikustu sögulínuna, þar sem hann skilur við eiginkonu sína (að því virðist hálfpartinn upp úr þurru) og hefur stórfurðulegt samband við vændiskonu. Henrik og vændiskonan, ekkert Pretty Woman hér. Eiginkonur kappanna eru sumar hverjar meira áberandi þetta skiptið. Hermine er aftur í mjög stóru hlutverki, og er meira í ökumannssætinu hér heldur en síðast, þegar hún var meira að bregðast við geðveikislegri hegðun Adams. Hér tekur hún örlög sín í eigin hendur og keyrir framvinduna áfram. Celine var í fyrri þáttaröðinni mest í því að úthúða eiginmanni sínum Willam, en fær nú meira rými á skjánum eftir að henni er sparkað af fjölskylduheimilinu af hefnigjörnum eiginmanninum. Hennar saga felst þó aðallega í því að vera grátbólgin, svipað og Sonia eiginkona Henriks, sem einnig vælir, drekkur brennivín og reykir gras. Eiginkona Jeppe, hún Mile, fær minnst pláss og ég gæti sennilega ekki einu sinni þekkt hana í sakamannaábendingu. Aldrei leiðinlegir Það er ávallt erfitt að fylgja eftir slíkri dúndur byrjun sem Exit sannarlega átti. Það tekst ekki fyllilega, þar sem götin í sögunni eru of mörg og einum of mikið af uppfyllingarefni. T.d. er furðu miklu púðri eytt í sögulínu um humarveiðimanninn Pål, sem á endanum verður hvorki fugl né fiskur, humar eða rækja. Einnig stinga í stúf langar einræður persónanna um viðskiptasiðferði, sem verða til þess að skilaboðin verða full augljós. Humarveiðimaðurinn Pål fær furðu mikið rými. En þó svo að ýmislegt sé gagnrýnisvert í þessari nýju Exit-þáttaröð, verður samt að viðurkennast að mér leiddist aldrei. Það er bara eitthvað við það að eyða tíma með þessum fávitum sem fáar aðrar þáttaraðir toppa. Ég verð að játa að ég er ekki alveg viss hvort sé búið að taka ákvörðun um áframhald, en það nýjasta sem ég finn um þetta á netinu er síðan 8. mars, en þar segja forsvarsmenn NRK að enn sé allt opið en að engin ákvörðun hafi verið tekin. Ég er á báðum áttum með hvort ég vilji meira Exit. Oftast þegar byrjar að halla eilítið undan fæti í þáttaröð númer tvö, er það ávísun á að enn frekar halli undan fæti í þeirri þriðju. En hvernig sem er þá mun ég horfa á þriðju þáttaröðina ef hún kemur. Niðurstaða: Önnur þáttaröð Exit nær ekki sömu hæðum og sú fyrsta og er töluvert lausari í reipunum. Það breytir því ekki að enn er hægt að hafa gaman af þessum norsku klikkhausum. Hægt er að hlýða á Heiðar Sumarliðason og Snæbjörn Brynjarsson ræða þáttaröðina hér að neðan.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Noregur Mest lesið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Lífið Hafdís leitar að húsnæði Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Lífið Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Lífið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið KSI kýlir út í íslenska loftið Lífið Fleiri fréttir Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira