„Derek Chauvin sveik skjöld sinn“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2021 23:23 Chauvin (til hægri) ásamt verjanda sínum, Eric Nelson. Court TV/AP Saksóknarar og verjendur í máli bandaríska fyrrum lögreglumannsins Dereks Chauvin, sem er ákærður fyrir morðið á George Floyd, fluttu upphafsræður sínar fyrir kviðdómi í Minneapolis í dag. Réttarhöldin yfir Chauvin eru hafin, tíu mánuðum eftir að Floyd lést þegar Chauvin kraup á hálsi hans í meira en níu mínútur. „Derek Chauvin sveik skjöld sinn,“ sagði saksóknarinn Jerry Blackwell og vísaði þar til skjaldarins sem bandarískir lögreglumenn bera við störf sín. Blackwell fór yfir þær verklagsreglur sem lögreglumenn fylgja og eið sem Chauvin sór þegar hann hóf störf hjá lögreglunni. Saksóknarinn sagði Chauvin hafa þverbrotið bæði. Þá sagði saksóknarinn að áður en Floyd missti meðvitund hefði hann farið í flog sökum súrefnisskorts, þar sem Chauvin kraup á honum. Þá hafi Chauvin ekki fært sig af hálsi Floyds þegar honum var tjáð að ekki fyndist hjartsláttur hjá þeim fyrrnefnda. Jerry Blackwell fer fyrir saksókninni í málinu á hendur Chauvin.Court TV/AP Verjendur reyna að sýna fram á aðra dánarorsök Þegar saksóknarinn hafði lokið máli sínu tók verjandi Chauvins, Eric Nelson, við. Upphafsræða hans bendir til þess að meginatriðið sem vörnin byggir á verði að sýna fram á að dánarorsök Floyds hafi verið allt önnur en að Chauvin kraup á hálsi hans í á tíundu mínútu. „Sönnunargögnin munu sýna fram á að herra Floyd lést af völdum hjartsláttartruflana, sem valdið var af háum blóðþrýstingi, æðasjúkdómi sem hann var með, neyslu á metamfetamíni og fentanýli, og adrenalínsins sem þaut um líkama hans. Þessir hlutir ógnuðu hjarta sem þegar var í hættu,“ sagði Nelson og sagði að Floyd hefði sett fíkniefni upp í sig til þess að fela þau frá lögreglumönnum sem komu aðvífandi rétt áður en hann var handtekinn þann 25. maí 2020. Nelson sagðist þá telja að þegar kviðdómendur hefðu vegið og metið sönnunargögnin og lögin, og beitt „rökhugsun og almennri skynsemi,“ væri eina sanngjarna niðurstaða málsins að lýsa Chauvin saklausan af því að hafa myrt Floyd. Manndráp, manndráp af gáleysi eða mannráp án ásetnings? Gert er ráð fyrir að réttarhöldin yfir Chauvin muni standa yfir í um fjórar vikur. Chauvin er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og manndráp. Í síðustu viku samþykkti dómari í Minneapolis að ákæru fyrir manndráp án ásetnings yrði bætt við en sérfræðingar telja það auka líkurnar á að Chauvin verði sakfelldur. Chauvin, sem er hvítur, er sakaður um að hafa valdið dauða Floyd, óvopnaðs blökkumanns, þegar hann og þrír aðrir lögregluþjónar höfðu afskipti af honum í maí í fyrra. Hélt Chauvin hné sínu á hálsi Floyd í um níu mínútur þrátt fyrir að Floyd reyndi að segja honum að hann næði ekki andanum, andmæli vegfarenda og jafnvel eftir að hinir lögreglumennirnir bentu Chauvin á að þeir fyndu ekki lengur púls Floyd. Dauði Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju í Bandaríkjunum og víðar um heim. Meðal þess sem mótmælendur í Bandaríkjunum kröfðust var að dregið yrði úr gríðarlegum fjárútlátum hins opinbera til lögregluyfirvalda, en lítið hefur orðið ágengt í þeim efnum. Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Fjölskylda Floyd fær 27 milljónir dollara frá Minneapolis í miskabætur Fjölskylda George Floyd hefur samið við Minneapolis borg um að láta kæru sína á hendur borginni niður falla gegn 27 milljóna dollara, eða um 3.484 milljóna íslenskra króna, miskabótum. 12. mars 2021 20:33 Réttarhöldin vegna dauða Floyd gætu frestast um fleiri vikur Krafa saksóknara um að bæta nýjum lið við ákæru á hendur lögreglumanninum sem er ákærður vegna dauða Georges Floyd gæti þýtt að upphaf málflutnings tefjist um fleiri vikur og jafnvel mánuði. Byrjað er að velja kviðdómendur í málinu. 9. mars 2021 10:25 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
„Derek Chauvin sveik skjöld sinn,“ sagði saksóknarinn Jerry Blackwell og vísaði þar til skjaldarins sem bandarískir lögreglumenn bera við störf sín. Blackwell fór yfir þær verklagsreglur sem lögreglumenn fylgja og eið sem Chauvin sór þegar hann hóf störf hjá lögreglunni. Saksóknarinn sagði Chauvin hafa þverbrotið bæði. Þá sagði saksóknarinn að áður en Floyd missti meðvitund hefði hann farið í flog sökum súrefnisskorts, þar sem Chauvin kraup á honum. Þá hafi Chauvin ekki fært sig af hálsi Floyds þegar honum var tjáð að ekki fyndist hjartsláttur hjá þeim fyrrnefnda. Jerry Blackwell fer fyrir saksókninni í málinu á hendur Chauvin.Court TV/AP Verjendur reyna að sýna fram á aðra dánarorsök Þegar saksóknarinn hafði lokið máli sínu tók verjandi Chauvins, Eric Nelson, við. Upphafsræða hans bendir til þess að meginatriðið sem vörnin byggir á verði að sýna fram á að dánarorsök Floyds hafi verið allt önnur en að Chauvin kraup á hálsi hans í á tíundu mínútu. „Sönnunargögnin munu sýna fram á að herra Floyd lést af völdum hjartsláttartruflana, sem valdið var af háum blóðþrýstingi, æðasjúkdómi sem hann var með, neyslu á metamfetamíni og fentanýli, og adrenalínsins sem þaut um líkama hans. Þessir hlutir ógnuðu hjarta sem þegar var í hættu,“ sagði Nelson og sagði að Floyd hefði sett fíkniefni upp í sig til þess að fela þau frá lögreglumönnum sem komu aðvífandi rétt áður en hann var handtekinn þann 25. maí 2020. Nelson sagðist þá telja að þegar kviðdómendur hefðu vegið og metið sönnunargögnin og lögin, og beitt „rökhugsun og almennri skynsemi,“ væri eina sanngjarna niðurstaða málsins að lýsa Chauvin saklausan af því að hafa myrt Floyd. Manndráp, manndráp af gáleysi eða mannráp án ásetnings? Gert er ráð fyrir að réttarhöldin yfir Chauvin muni standa yfir í um fjórar vikur. Chauvin er ákærður fyrir manndráp af gáleysi og manndráp. Í síðustu viku samþykkti dómari í Minneapolis að ákæru fyrir manndráp án ásetnings yrði bætt við en sérfræðingar telja það auka líkurnar á að Chauvin verði sakfelldur. Chauvin, sem er hvítur, er sakaður um að hafa valdið dauða Floyd, óvopnaðs blökkumanns, þegar hann og þrír aðrir lögregluþjónar höfðu afskipti af honum í maí í fyrra. Hélt Chauvin hné sínu á hálsi Floyd í um níu mínútur þrátt fyrir að Floyd reyndi að segja honum að hann næði ekki andanum, andmæli vegfarenda og jafnvel eftir að hinir lögreglumennirnir bentu Chauvin á að þeir fyndu ekki lengur púls Floyd. Dauði Floyd varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu gegn lögregluofbeldi og kerfislægri kynþáttahyggju í Bandaríkjunum og víðar um heim. Meðal þess sem mótmælendur í Bandaríkjunum kröfðust var að dregið yrði úr gríðarlegum fjárútlátum hins opinbera til lögregluyfirvalda, en lítið hefur orðið ágengt í þeim efnum.
Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Fjölskylda Floyd fær 27 milljónir dollara frá Minneapolis í miskabætur Fjölskylda George Floyd hefur samið við Minneapolis borg um að láta kæru sína á hendur borginni niður falla gegn 27 milljóna dollara, eða um 3.484 milljóna íslenskra króna, miskabótum. 12. mars 2021 20:33 Réttarhöldin vegna dauða Floyd gætu frestast um fleiri vikur Krafa saksóknara um að bæta nýjum lið við ákæru á hendur lögreglumanninum sem er ákærður vegna dauða Georges Floyd gæti þýtt að upphaf málflutnings tefjist um fleiri vikur og jafnvel mánuði. Byrjað er að velja kviðdómendur í málinu. 9. mars 2021 10:25 Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Fleiri fréttir Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Sjá meira
Fjölskylda Floyd fær 27 milljónir dollara frá Minneapolis í miskabætur Fjölskylda George Floyd hefur samið við Minneapolis borg um að láta kæru sína á hendur borginni niður falla gegn 27 milljóna dollara, eða um 3.484 milljóna íslenskra króna, miskabótum. 12. mars 2021 20:33
Réttarhöldin vegna dauða Floyd gætu frestast um fleiri vikur Krafa saksóknara um að bæta nýjum lið við ákæru á hendur lögreglumanninum sem er ákærður vegna dauða Georges Floyd gæti þýtt að upphaf málflutnings tefjist um fleiri vikur og jafnvel mánuði. Byrjað er að velja kviðdómendur í málinu. 9. mars 2021 10:25